Úrval - 01.04.1952, Side 105
MR. SMITH
anna: að láta mig njóta frelsisins
þangað til ég yrði leiður á því.
Mig grunar, að meðan á þessu
stóð, hafi hún stundum verið
raunverulega hamingjusöm. Hún sá
sjálfa sig leika hlutverk af mikilíi
kænsku, en markmið þess var að
leiða mig aftur að arni heimilisins.
Jafnvel eftir að ævintýrið var á allra
vitorði, held ég hún hafi fengið full-
nægingu í að vita aðrar konur segja
sín í milli: „Veslings Enid, það er
aðdáunarvert hvað hún tekur þessu
vel!“
Auðvitað kvisaðist þetta. Hvern-
ig, veit ég ekki. Sennilega með
þjónustufólkinu, og þegar sú pípa
hafði einu sinni verið opnuð, barst
sagan eins og hlóð um æðar til
allra eldhúsa bæjarins. En aldrei
hef ég komizt að þvi, hver fyrst
sagði Enid það og hvenær það var.
1 öllum þessum leik lék Nicole
Villon undarlegt hlutverk. Hún dvaldi
I New York í nokkra daga, og þeg-
ar hún kom aftur, borðaði hún kvöld-
verð með okkur og hvarf svo aftur
hljóðlega og skýringarlaust. Návist
hennar og samband við Mary varð
mér æ torskildar. Hún virtist vera
að hálfu leyti vinur og trúnaðarmað-
ur og að hálfu leyti hjú, og þó kom
fyrir að hún var ónotaleg og jafnvel
ósvífin við Mary. Það er erfitt að
finna skýringu á þeirri tortryggni
og óbeit i garð Nicole sem Strax
gerði vart við sig hjá mér. Engin
vísbending, hvorld orð né athöfn,
gat réttlætt hana. Ég held það hafi
verið einskonar eðlisboð.
fig gat aldrei losnað við hana.
Hún var eins og aukahjól, sjaldan
nálæg en alltaf álengdar, eins og
hún væri á einhvem hátt örlögin
holdiklædd, ímynd þessa ástarsam-
bands okkar og fyrirboði um óum-
flýjanleg endalok þess. Það var ekki
til neins að reyna að fá Mary til
að losa sig við hana. Eftir að fyrsti
ástríðufuninn hafði fengið svölun, og
kynni okkar voru orðin nánari, ympr-
aði ég á því að við, og þó einkum
10S
ég, myndmn verða enn hamingjusam-
ari ef Nicole færi heim til Evrópu
og við yrðum ein og frjáls, en Mary
hló og sagði: „Hvaða vitleysa! Hvaða
máli skiptir hún fyrir okkur? Henni
er sama um samband okkar og ég
get ekki verið án hennar. Það er
svo ótalmargt smávegis, sem hún
annast fyrir mig."
Að því kom, að við gátum ekki
haldið áfram eins og við byrjuðum.
Ég gat ekki haldið áfram að koma
til hennar á hverju kvöldi og fara
heim fyrir dögun á hverjum morgni.
Ég vissi að við Mary vorum sífellt.
umræðuefni stúlknanna á skrifstof-
imni, hvenær ég mundi skilja og
giftast Mary o. s. frv.
Og svo var annað. Er frá leið,
vaknaði hjá okkur ósk um að gera
samband okkar varanlegra og með
einhverju móti þægilegra í fram-
kvæmd. Við ákváðum þvi að Mary
færi tii austurstrandarinnar eða
Virginía og ég kæmi svo til hennar
á helgum og stundum einn eða tvo
daga í miðri viku. Um leið fékk ég
því framgengt, að Nicole yrði send
burtu þegar ég kæmi.
Stundum hittumst við á hóteli í
New York og fórum þá sjaldan út
þaðan meðan ég hafði viðdvöl. Stund-
um dvöldum við í gistihúsum úti í
sveit, og tvisvar fór hún með mig
í veiðiferð, en hún hafði kunnirigs-
skap við fólk sem lagði stund á veiði-
skap og reiðmennsku. Það var
skemmtilegt líf, en ég var því ókunn-
ugur og hálfvegis utanveltu þegar
talað var um hesta og veiðiskap. I
annarri þessari ferð kom fyrir at-
vik, sem varð fyrsti fyrirboði þess
er seinna gerðist.
Við dvöldum á hóteli í Lexington
og vorum með fólki sem sýndi hvorki
vanþóknun né áhuga á sambandi okk-
ar. Þetta var löng helgi: frá fimmtu-
dagskvöldi til þriðjudagsmorguns, og
á laugardagskvöld fórum við heiftr
til manns að nafni Stacy, sem átti
marga gæðinga. Þar var fólk víðs-
vegar af landinu og jafnvel frá Ev-