Úrval - 01.04.1952, Qupperneq 106
104
ÚRVAL
rópu, og ég var bæði undrandi og
hreykinn af því að næstum allir
virtust þekkja Mary og fagna henni.
Við kvöldverðinn sat ég milli
tveggja kvenna, sem töluðu ekki um
annað en hesta og ég gat lítið tekið
þátt í þeim samræðum. Mary sat
milli tveggja manna, sem hún hafði
kjmnt mig fyrir áður, og af því
að mér leiddust sessunautarmínir,auk
þess sem ég var afbrýðisamur, gaf
ég þessum tveim mönnum nánar gæt-
ur. Annar var holdgrannur og skarp-
leitur maður um sjötugt, hinn var
stór maður, sennilega á aldur við
mig, laglegur, en rauður í andliti
og með hraínsvart hár. Það var auð-
séð að Mary átti óskipta athygli
hans og a.ð návist hans var henni
ógeðfelld, því að oftar en einu sinni
sá ég hana snúa sér eins og hún
vildi fara frá honum, ef hún hefði
getað. Einu sinni sá ég bláu augun
hennar leiftra af reiði og rétt á eftír
sá ég hana biðja afsökunar og standa
upp. Maðurinn horfði á eftir henni,
stóð síðan upp og gekk í hum-
átt á eftir henni, dálítið óstyrkum
fótum.
Mér var Ijóst, að Mary vildi losna
við hann og að hann var að elta
hana, og að ég yrði að koma henni
til hjálpar. Jafnframt var mér ljóst,
að ég yrði að gera það með varkárni,
svo að afskipti mín yllu ekki óþæg-
indum og eftirtekt. Þegar ég sá mér
færi, baðst ég afsökunar, stóð upp
og fór í humátt á eftir Mary. Þegar
ég kom fram á ganginn, sá ég að
hann lá út á stórar svalir sem voru
allt í kringum húsið, og ég gekk eftir
svölunum þangað til ég kom að horni,
en þá heyrði ég rödd Mary, sem hú
var mjög kuldaleg: „Nú, Basil, þú
vildir tala við mig. Hvað viltu mér ?“
Eg nam staðar. Úr því hann hafði
komið samkvæmt boði Mary, hafði
ég ekki leyfi til að blanda mér i
málið. Maðurinn sagði: ,,Þú veizt vel
hvað ég vil. Eg vil að þú komir
heim með mér og verðir hjá mér
í klukkutíma."
„Það er allt búið, og það veiztu,"
sagði Mary. „Ég stykki heldur i vatn-
ið en fara heim með þér, og það eins
þótt þú værir allsgáður. Eg settist
hjá þér við borðið til þess að halda
þér rólegum, af því að þú varst
drukkinn. Þegiðu nú og láttu mig
í friði.“
Það var beiskja i röddinni, þegar
hann sagði: „Ég var nógu góður
handa þér einu sinni .... “
Hann lauk ekki við setninguna, en
ég heyrði skell eins og af kinnhesti
og kallaði: „Mary, Mary!" um leið
og ég hljóp fyrir hornið. Maðurinn
stóð kyrr og horfði á hana, og þegar
hún heyrði rödd mína sagði hún:
„Forðaðu mér burt héðan, Wolcott,
en berðu hann ekki. Það er aðeins
til að gera illt verra." Og hún tók
um handlegg mér og dró mig úr
myrkrinu inn í ljósið. Þá fór mað-
urinn að hlæja. Það var hryllilegur
hæðnishlátur, sem fylgdi okkur eftir
öllum svölunum.
„Farðu og náðu í bílinn," sagði
Mary óðamála. „Eg mæti þér við
dymar."
Eg hlýddi og tveim mínútum seinna
stóð hún við dyrnar. Við ókum þegj-
andi af stað, svo sagði Mary allt
í einu: „Heyrðirðu, hvað hann sagði
við mig?"
„Nokkuð af því. Ég hefði átt að
berja hann.“
„Nei,“ sagði Mary, „hann var
drukkinn og það hefði aðeins vakið
hneyksli. Ég hef verið að reyna að
losna við hann síðan klukkan sex.“
„Af hverju kallaðirðu ekki á mig
fyrr?“ spurði ég. „Ég hefði losað þig
við hann.“
„Það hefði ekki þýtt neitt. Hann
var drukkinn þegar hann kom.“ Svo
lækkaði hún róminn. „Hann var eínu
sinni ástfanginn af mér. Ég hef ekki
séð hann í fjögur ár. Hann var
drukkinn í kvöld, en hann er raunar
lítið betri ódrukkinn."
Svo var henni skyndilega allri
lokið. Hún fór að gráta og hjúfraði
sig upp að öxlinni á mér. Ég hægði