Úrval - 01.10.1954, Blaðsíða 52
50
TJRVALi
getið af sér allt líf, þá hlýtur
hún að hafa verið annaðhvort
í hægrihandar- eða vinstrihand-
arlíki og þessi ósamvörun að
hafa erfzt til eftirkomenda
hennar.
Vér sjáum því, að þungvæg
rök, sem vísindin hljóta brátt að
sanna eða afsanna, hníga að
þeirri tilgátu, að einhverntíma
í jarðsögunni muni hafa gerzt
frámunalega ólíkindalegur við-
burður í eðlisheimi örsmæðar-
innar (,,míkrófysikalskur“ við-
burður) og orðið upphaf lífs-
þróunarinnar. Og það er mjög
óvíst, að nokkursstaðar í al-
heiminum hafi annar slíkur at-
burður nokkurntíma gerzt.
I hugleiðingum þessum hefur
hvað eftir annað verið vikið að
úrlausnarefnum, sem ekki er
unnt að svo stöddu að gera nema
mjög ófullkomin skil. Það kem-
ur hér sérstaklega glöggt í ljós,
hvílíkt brotasilfur niðurstöður
reynsluvísindanna eru í raun og
veru. Jafnvel sú grundvallar-
spurning, hvort alheimurinn
muni vera endanlegur eða óend-
anlegur, er enn óútkljáð, þó að
flestir málsmetandi fræðimenn
hallist heldur að því, að heim-
urinn muni vera endanlegur í
skilningi óevklíðskrar rúmfræði.
Úr því verður ekki heldur skor-
ið enn sem komið er, hvort tíma-
bil það, sem hófst fyrir hér um
bil fjórum milljörðum — 4.000,-
000.000 — ára (vafalaust við
skilyrði, sem látið hafa loku
skotið fyrir alla möguleika lífs),
tákni aðeins sérstakt skeið í
heimsþróuninni eða hitt sé held-
ur, eins og róttækari tilgátur
vilja vera láta, að þetta hafi
verið upphaf tímans sjálfs í bók-
staflegum skilningi. Einnig hef-
ur hér verið drepið á það, hversu
ófullkomin vitneskja vor er um
plánetukerfi annarra sólstjarna
(og jafnvel líka í mörgum grein-
um að því er varðar vort eigið
plánetukerfi) og hve fáfróðirvér
erum um allt það er lýtur að
frumkviknun lífsins. En frá bæj-
ardyrum nútíma náttúruvísinda
að sjá er hér ekki að ræða um
nein óleysanleg vandamál, er séu
utan þess sviðs, sem mannlegri
þekkingu er unnt að ná til, held-
ur mun alveg óhætt að fullyrða,
að þau séu í eðli sínu leysanleg
og að ýmsar rannsóknir, sem nú
fara fram, skili oss drjúgum í
átt til þeirrar lausnar.
Af þvi að undirritaður hefur áður
(í siðasta kafla „Efnisheimsins") bor-
ið fram svipaðar skoðanir og Jordan
prófessor um fágæti lífsins í heim-
inum, — ekki af sannfæringu, heldur
af einhverskonar vísindalegum heið-
arleik, með því að þetta mátti þá
teljast hin viðurkennda afstaða eðlis-
visindanna —, þykir honum rétt að
taka fram, að enda þótt hann tæki
að sér að snara þessari grein á ís-
lenzku, er hann engan veginn sam-
mála þeirri kenningu hennar, að lífið
í alheiminum muni vera slíkt undan-
tekningartilfelli sem þar er gert ráð
fyrir. Hitt er miklu iíklegra, að líf
í ótal myndum muni eiga sér stað
í sérhverju sólkerfi, eða langflestum
að minnsta kosti, einhverntíma á
þróunarskeiði þeirra, þó að hér séu
ekki tök á að rökstyðja þá skoðun.
Björn Franzson.