Úrval - 01.10.1954, Blaðsíða 46

Úrval - 01.10.1954, Blaðsíða 46
44 ÚRVAL hlióti að vera á ýmsum þeirra fjölmörgu jarðstjarna, sem ef- laust sé að finna í himingeimn- um. Fyrir nokkrum áratugum var meira að segja reynt að skýra uppruna lífsins á jörðinni á grundvelli þessarar hugmynd- ar. Það er óneitanlega miklum örðugleikum bundið að skýra tilurð frumstæðustu lífvera úr ólífrænum efnistegundum. Þess vegna kom sænski Nóbelsverð- launamaðurinn Arrheníus fram með þá kenningu, sem nefnd hefur verið ,,alsæðistilgátan“ (panspermi-hypotese), að í eðli sínu væri lífið eiverandi, að sínu leyti eins og sjálfur efnisheim- urinn, það hafði því aldrei skap- azt úr ólífrænum efnum, heldur verið til frá eilífu og varðveitzt og þróazt á þeim himinhnöttum, sem byggilegir hefðu verið hverju sinni. Örsmá lífsfrjó, 'einfrumungar, þurragró og því umlíkt, eru eftir tilgátu Arr- heníusar á sífelldu sveimi um himingeiminn. Smákorn þessi berast víða vega fyrir geisla- þrýstingi stjarnljóssins, og er tímar líða, getur hver sá himin- hnöttur, sem byggilegur gerist, átt þess kost, að honum berist slík lífsfrjó, er geti á ármilljóna þróunarskeiði fætt af sér jafn- fjölskrúðugt tegundalíf og á vorri jörð. Að vísu verður því trauðla neitað, að fræðileg tiltök muni vera á slíkum geirnförum ör- smárra frjókorna. Þess konar lífverum, einfrumungum, gróum og öðrum, ætti ekki að þurfa að verða svo meint af kuldan- um í geimnum né tómleikanum, sem ætlað er að þar sé. Einnig verður það að teljast líklegt, að lífsfrjó geti borizt af yfirborði vorrar jarðar út í geiminn. Að vísu getur ekki að jafnaði orð- ið um vindborið ryk að ræða uppi í heiðloftunum (stratosfæ- re), sem hvíla líkt og þykk á- breiða yfir neðsta hluta gufu- hvolfsins, veðrahjúpnum (tropo- sfære). Þó hefur lengi verið kunnugt, að þegar mikil eldgos verða, geta kynstur af örfínu ryki borizt langt upp í háloftin. Þó að ryk þetta sé aðallega eld- fjallaaska, verður að gera ráð fyrir, að gos, sem eru nógu öfl- ug til að þeyta hraunösku alla leið upp í heiðloftin, muni einnig geta borið þangað ryk af yfir- borði jarðar, sé annars ekki um að ræða gos á hafsbotni. Það getur því varla hjá því farið, að í háloftum gufuhvolfsins sé á sveimi eitthvað, að vísu mjög lítið, af frjókornum, sem vakn- að gætu til lífs við heppileg skil- yrði, og að nokkur þeirra kunni að geta borizt brott frá jörðinni fyrir geislaþrýsting sólarinnar. Á sama hátt mætti samkvæmt alsæðistilgátunni hugsa sér, að líffrjó gætu borizt út í geiminn frá öðrum himinhnöttum, þar sem lífi væri til að dreifa. Eigi að síður hljóta nútíma- vísindi að vera stórlega vantrú- uð á þessa kenningu. Ástæðan er annars vegar sú, að síðan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.