Úrval - 01.10.1954, Blaðsíða 91
ANTON TJEKOV
89
Hann kemst ekki út; hann er
veikur. Þér gætuð ef til vill litið
til hans, ekki satt?“
Eða þá:
„Það eru þarna kennslukonur
sem biðia um að fá bækur send-
ar . . .“
Stundum hitti ég einn þess-
ara „kennara" hjá honum, rjóð-
an í framan af vandræðaskap.
Hann sat gjarnan naumt á
stólnum, leitaði orðanna í sveita
síns andlits og reyndi að tala
menntað og fágað. Eða kannski
að hann, af seinheppni hins
sjúklega feimna manns, lagði
sig í líma við að sýnast ekki
heimskur í augum rithöfundar-
ins og lét rigna yfir Anton
Pavlovits spurningum sem lík-
lega höfðu aldrei á huga hans
strítt.
Anton Pavlovits hlustaði af
athygli á hinar aðfengnu skoð-
anir mannsins; öðru hvoru ljóm-
aði bros í dapurlegum augum
hans, titringur fór um fíngerar
hrukkur gagnaugnanna, orð
hans sjálfs voru einföld og
skýr, nátengd lífinu, töluð
djúpri, blíðri, blátt áfram
röddu — og þau gerðu við-
mælenda hans undireins létt-
ara fyrir, hann rembdist
ekki lengur við að sýnast gáf-
aður, orð hans urðu allt í einu
greindarlegri, athyglisverðari.
Mér flýgur í hug einn þessara
kennara; það var langur hor-
krangi með hungurandlit og
stórt arnarnef; hann sat á móti
Anton Pavlovits, horfði í andlit
honum dökkum augunum og tal-
aði dimmri, alvöruþungri röddu:
„Önnureins kynni af lífinu
valda, í rás skólatímans, herp-
ing í sál manns sem kyrkir ger-
samlega alla möguleika til að
skynja hlutlaust hinn ytra heim.
En vitaskuld er heimurinn ein-
ungis þær hugmjmdir sem við
gerum okkur um hann . . .“
Því næst skopaði hann skeið
út á víðerni heimspekinnar með
tilburðum fyllirafts á hálu
svelli.
„Segið mér nokkuð," spurði
Tjekov þýðlega í hálfum hljóð-
um, „hver er það sem lemur
börnin í yðar sókn?“
Kennarinn spratt á fætur og
baðaði höndunum gremjulega:
„Hvað ? Að ég . . . lemji börn-
in! Aldrei!"
Og hann fnæsti, særður á
svip.
„Verið ekki svona æstur,“
sagði Anton Pavlovits og brosti
stillilega. „Var ég að tala um
yður? En ég hef bara lesið það
í dagblöðunum að í yðar sókn
sé einhver sem berji börnin . . .“
Kennarinn settist aftur,
strauk svitann af andliti sér,
gaf frá sér feginstunu og sagði
þunglega:
„Það er satt. Eg þekki eitt
dæmi. Það er hann Makarov.
Og í raun og veru er það ekki
skrýtið. Hrein villimennska, en
. . . skiljanlegt. Hann er kvænt-
ur, börnin fjögur, konan veik,
sjálfur er hann með berkla, og
tuttugu rúblur fara í lækninn...