Úrval - 01.10.1954, Page 91

Úrval - 01.10.1954, Page 91
ANTON TJEKOV 89 Hann kemst ekki út; hann er veikur. Þér gætuð ef til vill litið til hans, ekki satt?“ Eða þá: „Það eru þarna kennslukonur sem biðia um að fá bækur send- ar . . .“ Stundum hitti ég einn þess- ara „kennara" hjá honum, rjóð- an í framan af vandræðaskap. Hann sat gjarnan naumt á stólnum, leitaði orðanna í sveita síns andlits og reyndi að tala menntað og fágað. Eða kannski að hann, af seinheppni hins sjúklega feimna manns, lagði sig í líma við að sýnast ekki heimskur í augum rithöfundar- ins og lét rigna yfir Anton Pavlovits spurningum sem lík- lega höfðu aldrei á huga hans strítt. Anton Pavlovits hlustaði af athygli á hinar aðfengnu skoð- anir mannsins; öðru hvoru ljóm- aði bros í dapurlegum augum hans, titringur fór um fíngerar hrukkur gagnaugnanna, orð hans sjálfs voru einföld og skýr, nátengd lífinu, töluð djúpri, blíðri, blátt áfram röddu — og þau gerðu við- mælenda hans undireins létt- ara fyrir, hann rembdist ekki lengur við að sýnast gáf- aður, orð hans urðu allt í einu greindarlegri, athyglisverðari. Mér flýgur í hug einn þessara kennara; það var langur hor- krangi með hungurandlit og stórt arnarnef; hann sat á móti Anton Pavlovits, horfði í andlit honum dökkum augunum og tal- aði dimmri, alvöruþungri röddu: „Önnureins kynni af lífinu valda, í rás skólatímans, herp- ing í sál manns sem kyrkir ger- samlega alla möguleika til að skynja hlutlaust hinn ytra heim. En vitaskuld er heimurinn ein- ungis þær hugmjmdir sem við gerum okkur um hann . . .“ Því næst skopaði hann skeið út á víðerni heimspekinnar með tilburðum fyllirafts á hálu svelli. „Segið mér nokkuð," spurði Tjekov þýðlega í hálfum hljóð- um, „hver er það sem lemur börnin í yðar sókn?“ Kennarinn spratt á fætur og baðaði höndunum gremjulega: „Hvað ? Að ég . . . lemji börn- in! Aldrei!" Og hann fnæsti, særður á svip. „Verið ekki svona æstur,“ sagði Anton Pavlovits og brosti stillilega. „Var ég að tala um yður? En ég hef bara lesið það í dagblöðunum að í yðar sókn sé einhver sem berji börnin . . .“ Kennarinn settist aftur, strauk svitann af andliti sér, gaf frá sér feginstunu og sagði þunglega: „Það er satt. Eg þekki eitt dæmi. Það er hann Makarov. Og í raun og veru er það ekki skrýtið. Hrein villimennska, en . . . skiljanlegt. Hann er kvænt- ur, börnin fjögur, konan veik, sjálfur er hann með berkla, og tuttugu rúblur fara í lækninn...
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.