Úrval - 01.10.1954, Blaðsíða 34
32
ÚRVAL
myndinni. Ég byrjaði sem mál-
ari og gekk á listaháskóla í
Berlín. Alveg fram að þrítugu
lét ég afskiptalaust tæki það
sem nefnist Ijósmyndavél. En
jafnframt safnaðist fyrir fjöldi
mynda, sem urðu til innra með
mér á næturferðum mínum um
París um margra ára skeið. Þær
létu mig ekki í friði. Og af því
að ég sá að lokum ekki önnur
tök á að gefa þeim form en að
nota til þess ljósmyndavélina,
byrjaði ég að ljósmynda.“
Svona einföld er í rauninni
spurningin um ljósmyndina sem
listaverk. Persónulega er ég
meira en fús til að sleppa öllu
tilkalli til orðsins list. Hinn
ágæti málfræðingur I. A. Ric-
hards segir á einum stað um
orðið list, að það „þjóni alltof
mörgum herrum“. Nú er í raun-
inni engin ástæða til að harma
þetta. Hin mikilvægu orð
málsins eru aldrei og geta
aldrei verið einnar merkingar.
Það er ekki ástæða til að rífa
hár sitt þó að hið æruverðuga
orð list sé „komið á skrið“ eins
og stundum er sagt. Málið er
lifandi og það þróast eins og
allt annað sem lifir. Um breyti-
lega merkingu orðsins list og
samband þess við ljósmyndun-
ina hefur Gösta Eberstein skrif-
að m. a. í nýlega útkominni bók
sinni „Ljósmyndin sem af-
sprengi lista og vísinda. Rétt-
arfarsleg rannsókn". Þar segir
hann, að allt frá árinu 1924, þeg-
ar alþjóðleg ljósmyndasýning
var haldin í Stokkhólmi, hafi
hin fagurfræðilega og réttar-
farslega staða ljósmyndarinnar
verið sér hugleikið viðfangsefni.
Hann bendir á, að í frönskum
og engilsaxneskum lögum sé
höfundaréttur listrænna ljós-
mynda ótvírætt verndaður, og
að Norðurlöndin séu „algerlega
einangruð í stjúpmóðurlegri
meðferð sinni á ljósmyndalist-
inni“. Hann gerir ítarlega grein
fyrir því hvernig nútímaljós-
myndari vinnur og kemst að
þeirri niðurstöðu, að „innsýn í
starfsaðferðir hans virðist mér
kollvarpa algerlega eldri og á
sínurn tíma náttúrlegum hug-
myndum um ljósmyndun".
(Þegar hún var talin meira eða
minna ,,vélræn“). Niðurlagsorð
Ebersteins prófessors eru þessi:
„Niðurstaðan verður sú, að
hinar listrænu ljósmyndir verði
núorðið að teljast frá lögfræði-
legu sjónarmiði myndlist, og að
ef menn vilji komast hjá að
„sýna órétt“ verði að heimfæra
þær, ásamt framleiðslu listiðn-
aðarins og listhandverksins,
undir hugtakið listaverk".
■ Margir eru haldnir þeim mis-
skilningi, að hér sé ekki um ann-
að að ræða en tilraun til að fá
bætt einni grein við hinar fögru
listir sem fyrir eru. Sannleikur-
inn er sá, að spurningin um
ljósmyndina sem list er aðeins
ein hlið á margþættu vandamáli,
sem í innsta eðli sínu varðar
skilning okkar á listrænni feg-
urð. Svo virðist sem listin muni