Úrval - 01.10.1954, Blaðsíða 10
8
ÚRVAL
skapar verk af sjálfum sér, en
utan við sjálfan sig, og þegar
því er lokið, yfirgefur hann það
oft og tíðum og snýr huga sín-
um frá því til þess að byrja á
öðru nýju. Starfsemi konunnar
er að stækka sína eigin veru.
Hún getur vaxið mjög eins og
króna á stóru tré, en rót sína
á það ætíð í hennar eigin per-
sónu. Sá karlmaður er lítils met-
inn, sem engin afrek vinnur og
ekki leiðir neitt verk til lykta.
En margar konur hef ég þekkt,
— kannski einkum meðal kyn-
slóðarinnar næstu á undan mér,
sem ekki gátu látið sín getið að
neinum afrekum, en bjuggu yf-
ir miklum mætti, höfðu þýðing-
armikil áhrif, og settu sinn svip
á allt, sem í kringum þær var.
Mér verður hugsað til gömlu
fóstrunnar minnar, sem í raun
réttri var ekki sérlega atkvæða-
mikil, en persónuleiki hennar
gegnsýrði heimili okkar og
fjölskyldu með kyrrlátum
mögnuðum krafti, er breytti
nálega öllu, sem fyrir honum
varð. Ég hygg að hinar miklu
konur veraldarsögunnar, drottn-
ingar og helgar meyjar, hafi
búið yfir slíkum krafti. Varla
er hægt að segja, að María Ther-
esía eða Elisabet og Victoria
Bretadrottningar hafi unnið
nokkur afrek, kannski hafa þær
ekki nokkru sinni borið fram
miklar hugmyndir á eigin spýt-
ur, en með þessum krafti stækk-
uðu þær persónuleika sinn, unz
hann náði út yfir konungsríki
og keisaradæmi, — og tímabil,
sem ber nafn þeirra.
Til er gamalt, enskt ástarljóð,
þar sem elskhuginn segir við
ástmey sína:
Wherever you walk, cool gales
shall fan the glade,
trees where you sit shall crowd
into a shade —
(Hvar sem þú gengur fylgja
þér svalandi vindar, þar sem þú
situr, þyrpast saman stór,
skuggsæl tré).
Þar sem þú gengur, fyllizt líf-
ið nýjum hugmyndum og ævin-
týrum umhverfis þig skapast
heimili, hópur, hamingjusöm
veröld.
Eitt einstakt afrek lyftir karl-
manninum til hárra hæða á
tíma hans og í sögunni. Colum-
bus fann Ameríku og varð af
því ódauðlegur , —- ég veit að
minnsta kosti fátt annað um
hann. Ef við læsum í mannkyns-
sögunni um konu, sem hefði
fundið Ameríku, væri ekki ó-
líklegt, að við hrópuðum: „Þetta
hefur verið vitlaus kerling. Til
hvers skyldi hún hafa verið að
finna Ameríku? Nei, var hún
falleg, var hún ástúðleg, hvaða
þýðingu hafði hún fyrir fólkið,
sem umgekkst hana?“
Mesti og reyndar eini her-
stjórnarsnillingur okkar kvenna
er ekki umtöluð fyrir neina ein-
staka hetjudáð eða afrek, —
hvorki sem sigurvegarinn frá
Patay né skapari konungsins í