Úrval - 01.10.1954, Blaðsíða 5

Úrval - 01.10.1954, Blaðsíða 5
ÞIN G VEIZLURÆÐA 3 því ég er ekki kvenréttinda- kona.“ „Ertu þá á móti kvenréttind- um?“ spurði frú Hein. „Nei“, sagði ég, „ekki get ég heldur sagt, að ég sé það“. „Hver er þá í rauninni afstaða þín til kvenréttindamálsins ?“ spurði frú Hein mig aftur. „Ja, það hef ég nú ekki hugs- að um“, svaraði ég. „Þá skaltu hugsa um það núna,“ sagði frú Hein. Þetta var nú reyndar góð ráð- legging, og ég fór líka eftir henni, enda þótt ég kæmist ekki svo fljótt að niðurstöðu, að ég héldi nokkurntíma skilnaðar- ræðuna. En segja má, að það, sem ég ber hér í fyrsta sinn fram fyrir almenning í fyllsta lítillæti, sé árangurinn af óskum. frú Hein, — þessar athuganir, sem ég hef gert af engu stórlæti, án hleypi- dóma og fyrirfram ákveðinna skoðana. Nú í dag, f jórtán árum síðar, virðast þessar skoðanir reyndar hversdagslegri en þær voru þá. Nýjabrumið hefur farið af þeim fyrir sjónum annarra manna. Sjálfri mér hlýtur það að vera ánægjuefni að sjá, að hugsunar- háttur samtímans hefur runnið í sama farveg og minn eigin. Þegar ég átti nú á annað borð að reyna að rannsaka þetta mál á eigin spýtur, vildi ég helzt byrja á kjarna þess, og fyrsta spurningin, sem ég lagði fyrir sjálfa mig, var þessi: „Hvers vegna eru kynin tvö ?“ Eða með nokkuð öðrum orð- um: „Hvers vegna virðist klofn- ingin í tvö kyn í einhverri á- kveðinni tegund annað hvort skilyrði eða afleiðing æðri þró- unar þessarar tegundar, þar sem tegundir finnast þó í nátt- úrunni með einstaklingum, sem geta, hver fyrir sig, margfald- ast á eigin spýtur með knapp- æxlun?“ Hér gæti nú vísindamaður leyst málið fyrir yður og gefið að minnsta kosti langt um betri skýringu en ég. En eins og ég hef þegar sagt yður tel ég, að gildi athugana minna sé í því fólgið, að ég „hef ekki vit á“ málinu, ef þær hafa annars nokkurt gildi. Ég hef svo leitt mér fyrir sjónir ýmsa möguleika. Fyrst er þessi: 1 kynflokki, sem ættliðum saman mótast af einum einstakling, hljóta ein- staklingarnir með tímanum að verða ískyggilega einhæfir og andstæður þeirra óhugnanlega skýrar, þar sem þeir hafa enga möguleika til endurnýjunar ut- an frá. Allt samfélagið hlyti að verða ákaflega óviðfeldinn hóp- ur af eindum, þar sem hver dræpi annan að lokum. Þar sem tveir einstaklingar geta nú hinn þriðja, verða 1000 að verki í hverjum tíu ættliðum, og á nokkur þúsund árum verða það milljónir. Við Evrópumenn erum í dag allir af sama blóði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.