Úrval - 01.10.1954, Blaðsíða 12
10
ÚRVAL
viðgerðir, — já, Penelópa rakti
upp á nóttunni það, sem hún
óf á daginn, en þrátt fyrir það
og eimnitt þess vegna varð vefn-
aður Penelópu hinn frægasti í
heimi. Handavinnan var við-
fangsefni, meðan langt um
stærri verk voru undirbúin, unn-
in og fullgerð, meðan starfskon-
an við útsaum eða sokkavið-
gerðir, hlýddi á leyndarmál,
skemmti og örvaði gáfaða vini
sína, beitti brögðum, sagði frá
og kenndi yngri kynslóðinni.
Nú er talað um að kenna
drengjum handavinnu, — og
auðvitað er það gott og nytsam-
legt, að ungur maður geti sjálf-
ur fest á sig hnapp eða stoppað
í sokk. En í raun réttri er ekki
hœgt að kenna dreng „handa-
vinnu.“ I höndum hans verður
vinnan annars eðlis og miðast
að öllu við árangur. Lítill dreng-
ur getur logað af áhuga við að
líma saman bóndabæ úr pappa
og maka alla stofuna og sjálfan
sig út, en það, sem hann liefur
áhuga á, er verki'ð fullgert. Við-
fangsefni, sem leiðir ekki til
neinnar niðurstöðu er honum
mjög fjarri. Lítil stúlka klæðir
og afklæðir brúðuna sína. Það
starf ber engan sýnilegan ár-
angur, en hún lifir sig inn í
þetta með brennandi áhuga.
Hér verð ég þó víst að skjóta
inn í sérstakri hugleiðingu. Ég
held að listamenn, — skáld,
myndlistarmenn og tónskáld,
hafi að vissu leyti aðra afstöðu
til verka sinna en almennt ger-
ist um karlmenn og standi í
þessu tilliti nær lífsháttum
kvenna. Listin er aukning við
persónu listamannsins, og verk
hans liggja í raun og veru ekki
utan við hann, heldur eru þau
hann sjálfur.
Hér er fyrir hendi undarlegt
samband milli listamanna og
kvenna. Goethe hefur sagt, að
eðli konunnar sé nátengt list-
inni, og víst er um það, að í
venjulegri konu er meira af
listamanni en venjulegum karl-
manni. En fáar konur hafa ver-
ið miklir listamenn nema á
þeim sviðum, þar sem þær skapa
engin listaverk, heldur verða
sjálfar að listaverkinu, —- það er
að segja sem leikkonur, söng-
konur eða dansmeyjar. Á þess-
um sviðum hafa þær verið inn-
blásnar og náð langtum sterkari
tökum á áhorfendum sínum en
skáldkonu eða kvenmálara getur
tekizt. Ef ég væri karlmaður,
held ég, að ég gæti með engu
móti orðið ástfangin af skáld-
konu, — já, jafnvel þótt ég hefði
hitt konu og hrifizt mjög af
henni, myndu tilfinningar mín-
ar kólna, ef ég kæmist að raun
um, að hún væri skáldkona.
Reyndar veit ég, að þessu er
ekki alltaf svo varið. George
Sand er víst einhver mesta
,,mannæta“, sem sögur fara af,
en flestir af elskhugum hennar
voru sjálfir listamenn, og ástar-
ævintýri þessi, þar sem báðir
aðilar eru listamenn, eru að
vissu leyti ónáttúrleg.