Úrval - 01.10.1954, Blaðsíða 21
HVER Á SÖKINA?
19
un. Víma, sem hefur í för með
sér breytingu á innra umhverfi
getur sveipað tilveruna ljós-
rauðum bjarma, og eftirköstin
hafa knúið margan manninn til
örþrifaráða. Öllu þessu hættir
mönnum til að gleyma, en koma
þess í stað með patentskýring-
ar af einfaldasta tagi, ekki hvað
sízt þegar um taugasjúkdóma er
að ræða.
Hafi maður þessa líffræðilegu
lífsskoðun, sem ég hef skýrt hér
lauslega, þ. e. trúi því, að mað-
urinn sé í hverju tilviki lífsins
dæmdur til að hegða sér aðeins
á þann eina hátt, sem upplag
og fyrri mótun knýja hann til,
verður þá ekki allt lífið tóm
endileysa? Missa þá ekki hug-
tökin „sök“ og ,,ábyrgð“ gildi
sitt ? Er þá nokkurt markmið að
keppa að í lífinu ? En er það ekki
svo, að málið og sú merking
sem vér leggjum í orðin eru sí-
fellt að breytast? Ef vér losum
oss við þá merkingu, sem vér
leggjum nú í hugtökin sök og
ábyrgð, þá þarf það ekki að
leiða til ringulreiðar eða menn-
ingarlegs hruns. Grundvallar-
eðli mannsins mun tæpast breyt-
ast. Vér munum halda áfram að
hafa markmið að keppa að og
búa yfir þörf til að bæta kjör
sjálfa vor og sambúðina við
aðra. Það munum vér gera af
því, að þesskonar hneigðir eru
frá upphafi þáttur í líffræðilegri
gerð vorri.
Er G BYRJA á þessum skýring-
um af því að ég held, að
margar daglegar áhyggjur og
kvalir mannsins eigi sér rætur
í því, að vér mennirnir dæmum
hvern annan mjög eftir mæli-
stiku gamalla siðgæðisboðorða.
Vér erum óspör á lítt hugsaða
dóma um aðra. Venjulegar fjöl-
skyldudeilur eru af slíku tagi.
Vér erum alltof önnum kafin að
skella skuldina á náunga vorn.
,, Að láta ekki undan“, að „hafa
síðasta orðið“ er því miður á-
stríða, sem sjaldan er reist á
skilningi. Að baki hinna ofsa-
legu tilfinninga er andúð, sem
oftast á sér allt aðrar rætur en
hinn raunverulega atburð, sem
olli deilunni.
Hversvegna er sambúð þeirra
sem lifa saman oft svo eitruð og
misbrestasöm ? Er hægt að
benda á nokkrar sameiginlegar
orsakir slíkra fyrirbrigða? Ef
til vill, og mundi þá á mæltu
máli mega orða þær eitthvað á
þessa leið: Vegna þess að þeir
hafa fæðst til lífsins svo illa
búnir í einu eða öðru tilliti, að
þeir hafa ekki getað uppfyllt
þær ,,eðlilegu“ kröfur, sem lífið
gerir til þeirra. Vegna þess að
kröfuhart umhverfi hefur lam-
að þá og gert þá óframfærna og
áræðislitla þannig að þeir hafa
ekki getað látið til sín taka í
sambúð við aðra. Þeir hafa ein-
angrast og finnst þeir vera án
tengsla við aðra og tilfinninga-
og ástarlíf þeirra hefur ekki
fengið að þroskast. Vegna þess
s*