Úrval - 01.10.1954, Blaðsíða 73
RtrSSAR Á NORÐURSLÓBUM
71
jökum síðan 1948, látið rann-
saka sjávarbotninn og kort-
leggja hann. Á nyrztu stöðvum
Glavsevmorput hafa merkilegar
athuganir verið gerðar á felli-
byljum, ísreki, segulmagnstrufl-
unum og svifi í sjónum. Reglu-
leg könnunarflug hafa verið far-
in yfir norðurheimsskautið, og
mun það hafa verið ein slík
könnunarflugvél, sem flaug yfir
T-3 stöðina.
I augum flestra Rússa eru
þessi afrek tengd nafni tveggja
íshafskönnuða, þeirra Schmidts
prófessors og Papanin, sem
höfðu á hendi stjórn Glavsev-
morput fyrstu 14 starfsár þess.
Otto Schmidt, sem nú er 63 ára,
er holdgrannur maður og hvass-
eygur, skarpleitur, en andlitið
að nokkru leyti hulið undir al-
skeggi. Hann er fyrst og fremst
vísindamaður. Þegar bolsévikar
tóku völdin, var hann kennari í
stærðfræði við háskóla. Hin nýja
stjórn þarfnaðist sérfræðinga og
hún hagnýtti sér vel hæfileika
Schmidts. Hann var settur yfir
bókaforlag ríkisins, aðstoðaði
við starfrækslu hagstofunnar og
var í hinni voldugu áætlana-
nefnd ríkisins.
Árið 1929 var Schmidt falin
stjórn leiðangurs um norður-
slóðir, og tveim árum seinna var
hann gerður yfirmaður Glavsev-
morput. Þau sjö ár, sem hann
gegndi því embætti, leið ekki
svo sumar, að hann færi ekki
í leiðangur með ísbrjóti, og stóð
mikill ljómi af nafni hans á þess-
um árum. Árið 1939 dró hann
sig í hlé, og nú er hann aðalrit-
stjóri hinnar miklu alfræðiorða-
bókar Sovétríkjanna.
Eftirmaður Schmidts var Pap-
anin, þéttur maður á vell og
þéttur í lund. Hann er sjómanns-
sonur og hóf starfsferil sinn sem
málmiðnaðarverkamaður í Suð-
urrússlandi. Árið 1931 hélt hann
norður á bóginn og tók þátt
í nokkrum áhættusömum leið-
angrum allt norður undir norð-
urpól. Frægð sína hlaut hann
1937, þegar hann lenti á reki á
ísjaka. Þegar honum og félögum
hans hafði verið bjargað, var
hann orðinn þjóðhetja. Eftir það
varð hann hægri hönd Schmidts
og tók við af honum tveim ár-
um síðar.
Á stríðsárunum var Papanin
gerður að varaaðmírál, og und-
ir stjóm hans var haldið uppi
stöðugum skipaferðum frá Ev-
rópu til Austurlanda um íshafið.
Myndir af kringuleitu bóndaand-
liti hans með skeggburst á efri
vör hanga nú á veggjum ungra
aðdáenda í Sovétríkjunum við
hliðina á myndum af Schmidt.
Árið 1946 dró Papanin sig
í hlé vegna veikinda. Um eftir-
mann hans er það eitt vitað, að
hann heitir A. Afanasyev og er
siglingafræðingur. Undir hans
stjórn hafa rannsóknir Sovét-
ríkjanna á norðurslóðum aukizt
og margfaldast. Þannig að segja
má, að íshetta norðurheims-
skautsins sé nú orðin útvirki
Sovétríkjanna í norðri.