Úrval - 01.10.1954, Side 97
ANTON TJEKOV
95
maðurinn álíka lítið og trúleys-
ingi um kvalir helvítis. Þegar
lögmaðurinn hefur getið sér
orðstír fyrir velheppnaða mála-
fylgju, hirðir hann ekki framar
um annað en að verja eignar-
réttinn; hann spilar í veð-
bönkum, étur ostrur, og þykist
heima í öllum listum. Þeg-
ar leikarinn hefur leikið þol-
anlega eitt tvö hlutverk, hættir
hann að læra textann, temur
sér upphafinn svip og ímyndar
sér að hann sé snillingur. I ger-
völlu Rússlandi býr fólk sem er
bæði í senn innantómt og latt;
það étur og drekkur óskaplega,
þykir gott að sofa á daginn og
hrýtur í svefni. Karlmennirnir
kvænast til að húshaldið sé í
reglu, og eiga hjákonur til að
töfrar leiki um þá í augum
heimsins. Þeir hafa sálarfar
hunda: séu þeir barðir væla þeir
aumingjalega og skreiðast í bæl-
ið sitt; en sé við þá gælt, leggj-
ast þeir á bakið, spraða löppun-
um og dilla rófunni . . .“
Það var kuldaleg og döpur
vandlæting í rödd hans, en líka
mikil vorkunn, og þegar hann
heyrði einhverjum hallmælt, tók
hann jafnan upp hanzkann
fyrir hann.
,,Af hverju segið þér þetta?
Hann er gamall orðinn. Næstum
sjötugur . . .“
Eða kannski:
„En hann er ennþá svo ung-
ur. Hann gerði þetta af krakka-
skap . . .“
Og þegar hann talaði svona,
sá ég engri fyrirlitningu bregða
fyrir í augum hans.
1 ! . •
I æsku tekur maður varla
eftir hversdagsleikanum eða un-
ir honum vel; en smám saman
lykur hann um manninn sínum
gráa þokumekki, þrengir sér inn
í huga hans og hjarta eins og
eitur, og þá líkist maðurinn
gömlu nafnskilti tærðu af ryði:
vissulega ber það eitthvert nafn,
en hvað, það er ómögulegt að
sjá.
Strax í fyrstu sögum sínum
sótti Tjekov í hið blanka haf
hversdagsleikans það sem líkist
glensi á yfirborði en dylur undir
niðri myrkur ög harm; það næg-
ir að lesa með athygli hinar svo-
nefndu ,,kímnissögur“ hans til
þess að eygja hvílíkan hörm-
ungar heim höfundurinn felur
svo samvizkusamlega bak við
spaugsöm orð og glettna at-
burði.
Hann var haldinn næstum
meylegri hæversku, og honum
var fjarri skapi að hrópa opin-
berlega til mannanna: „Temjið
ykkur . . . betra líferni!“ í þeirri
veiku von að þeir skildu af sjálf-
um sér hina þrúgandi nauðsyn
þess að þeir snerust til betri
vegar. Hann hataði allt sem
saurugt var og ljótt, og lýsti
skuggahliðum mannlífsins á
tiginbornu skáldamáli, með
háðslegu brosi hins glettna
manns, og fáir eru þeir sem
greina á bak við fágað yfirborð
sagna hans hina duldu merk-