Úrval - 01.10.1954, Side 97

Úrval - 01.10.1954, Side 97
ANTON TJEKOV 95 maðurinn álíka lítið og trúleys- ingi um kvalir helvítis. Þegar lögmaðurinn hefur getið sér orðstír fyrir velheppnaða mála- fylgju, hirðir hann ekki framar um annað en að verja eignar- réttinn; hann spilar í veð- bönkum, étur ostrur, og þykist heima í öllum listum. Þeg- ar leikarinn hefur leikið þol- anlega eitt tvö hlutverk, hættir hann að læra textann, temur sér upphafinn svip og ímyndar sér að hann sé snillingur. I ger- völlu Rússlandi býr fólk sem er bæði í senn innantómt og latt; það étur og drekkur óskaplega, þykir gott að sofa á daginn og hrýtur í svefni. Karlmennirnir kvænast til að húshaldið sé í reglu, og eiga hjákonur til að töfrar leiki um þá í augum heimsins. Þeir hafa sálarfar hunda: séu þeir barðir væla þeir aumingjalega og skreiðast í bæl- ið sitt; en sé við þá gælt, leggj- ast þeir á bakið, spraða löppun- um og dilla rófunni . . .“ Það var kuldaleg og döpur vandlæting í rödd hans, en líka mikil vorkunn, og þegar hann heyrði einhverjum hallmælt, tók hann jafnan upp hanzkann fyrir hann. ,,Af hverju segið þér þetta? Hann er gamall orðinn. Næstum sjötugur . . .“ Eða kannski: „En hann er ennþá svo ung- ur. Hann gerði þetta af krakka- skap . . .“ Og þegar hann talaði svona, sá ég engri fyrirlitningu bregða fyrir í augum hans. 1 ! . • I æsku tekur maður varla eftir hversdagsleikanum eða un- ir honum vel; en smám saman lykur hann um manninn sínum gráa þokumekki, þrengir sér inn í huga hans og hjarta eins og eitur, og þá líkist maðurinn gömlu nafnskilti tærðu af ryði: vissulega ber það eitthvert nafn, en hvað, það er ómögulegt að sjá. Strax í fyrstu sögum sínum sótti Tjekov í hið blanka haf hversdagsleikans það sem líkist glensi á yfirborði en dylur undir niðri myrkur ög harm; það næg- ir að lesa með athygli hinar svo- nefndu ,,kímnissögur“ hans til þess að eygja hvílíkan hörm- ungar heim höfundurinn felur svo samvizkusamlega bak við spaugsöm orð og glettna at- burði. Hann var haldinn næstum meylegri hæversku, og honum var fjarri skapi að hrópa opin- berlega til mannanna: „Temjið ykkur . . . betra líferni!“ í þeirri veiku von að þeir skildu af sjálf- um sér hina þrúgandi nauðsyn þess að þeir snerust til betri vegar. Hann hataði allt sem saurugt var og ljótt, og lýsti skuggahliðum mannlífsins á tiginbornu skáldamáli, með háðslegu brosi hins glettna manns, og fáir eru þeir sem greina á bak við fágað yfirborð sagna hans hina duldu merk-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.