Úrval - 01.10.1954, Blaðsíða 38
36
ÚRVAL
sömu braut og tala um „fram-
reiðslulistamenn“ (serverings-
konstnárer) (að geta látið tólf
diska halda jafnvægi á öðrum
handlegg), vélritunarmeistara
o.s.frv., o.s.frv. Það yrðu dásam-
legir tímar.
Hans Hammarskjöld:
Listinni hefur
bœtzt ný grein.
Það er algeng skoðun meðal
þeirra sem neita því, að Ijós-
myndun geti verið list, að ljós-
myndavélin sé verkfæri, sem
ekki veiti eiganda sínum neina
möguleika til að tjá listhneigð
sína, því að hún hljóti að týn-
ast í völundarhúsi tækninnar.
Menn halda, að Ijósmyndarinn
sé ofurseldur duttlungum hins
tæknilega hjálpartækis síns eft-
ir að hann hefur valið mótíf og
ákveðið stærð ljósops og tíma.
Því miður mun þetta eiga við
um flesta þá, sem taka ljós-
myndir. En sá, sem þekkir til
hlítar tæki sín og er gæddur list-
rænum hæfileikum, veit að hann
hefur næstum ótakmarkaða
möguleika til að hafa áhrif á út-
lit myndarinnar í þá átt sem
hann kýs. Hann getur gefið
henni persónulegan svip, sem
segir til um höfund sinn löngu
áður en skoðandinn lítur á
nafnið.
Það er mjög sjaldgæft, að
maður sjái mynd, sem kallazt
getur „listaverk", og það skiptir
í rauninni ekki máli hvort hún
er kölluð því nafni eða einhverju
öðru. Meira máli skiptir, að með
myndinni hefur ljósmyndaran-
um tekizt að tjá öðrum manni
í mynd þau áhrif sem hann varð
fyrir af atviki eða fegurðar-
reynslu.
Margir vilja enn ekki viður-
kenna, að tæki Ijósmyndagerð-
arinnar sjálfrar séu fullnægj-
andi til þess að skapa henni sess
sem sjálfstæðri listgrein. Það er
gripið til þess ráðs að retusjera
myndina og krota í hana til að
fjarlægja öll merki þess að um
ljósmynd sé að ræða. Menn vilja
ná svip hins gamla málverks og
halda, að með því móti komist
þeir nær listinni. Þetta er mis-
skilin viðleitni, sem aldrei getur
leitt til þeirrar niðurstöðu, sem
keppt er að. En ef ljósmyndar-
inn heldur sína eigin braut, mun
framtíðin leiða í ljós enn skýr-
ar það, sem nú er æ oftar hald-
ið fram: að með ljósmyndinni
hafi listinni bætzt ný grein.
Áke Stavenow:
Listahœfileikarnir
ráða úrslitum.
Fyrir meira en hundrað árum
kynntist málarinn Eugene Dela-
croix ljósmyndagerðinni. sem þá