Úrval - 01.10.1954, Blaðsíða 105
KONAN MEÐ KJÖLTURAKKANN
103
undrandi eins og skyndilega
hefði verið barið að dyrum.
Anna Sergueyevna, konan með
kjölturakkann, tók það sem
skeði mjög nærri sér, það var
eins og hún liti á sig sem glat-
aða manneskju. Hún var sorg-
mædd á svipinn og sítt hárið
hékk dapurlega niður með vöng-
unum; hún sat þarna hnuggin
og hugsandi; alveg eins og
gamalt málverk af „bersyndugri
konu.“
„Þetta er ekki rétt,“ sagði
hún. „Þú ert fyrsti maðurinn
sem misnotar sér traust mitt.“
Það var melóna á borðinu.
Gomov skar sér sneið og fór að
narta í hana. Hálf stund leið án
þess að þau segðu orð.
Anna Sergueyevna var yndis-
leg; liún ljómaði öll af hrein-
leika og sakleysi hinnar óreyndu
konu; kertið á borðinu brá dauf-
um bjarma á andlit hennar, það
var auðséð að henni leið ekki
vel.
„Hvers vegna skyldi ég mis-
nota mér traust þitt?“ spurði
Gomov. „Þú veizt ekki hvað þú
ert að segja.“
„Guð fyrirgefi mér!“ sagði
hún og augu hennar fylltust tár-
um.“ Þetta er ægilegt.“
„Það er eins og þig langi til
að réttlæta þig.“
„Hvernig get ég réttlætt mig?
Ég er vond og spillt kona og ég
fyrirlít sjálfan mig. Ég hef ekki
svikið eiginmann minn, heldur
sjálfa mig. Og ekki aðeins núna,
heldur langa lengi. Maðurinn
minn kann að vera góður og
heiðarlegur, en hann er þjónn
í eðli sínu. Ég veit ekki hvað
hann starfar, en hann hefur
þjónslund. Ég var tvítug þegar
ég giftist honum. „Það er áreið-
anlega til öðruvísi líf en þetta,“
hugsaði ég með mér. Mig lang-
aði til að njóta lífsins! Að lifa,
að lifa . . . Eg var að deyja úr
eftirvæntingu . . . Þú skilur það
ekki, en ég sver við allt sem mér
er heilagt, að ég réði ekki við
mig lengur. Eg var orðin eitt-
hvað undarleg. Ég hafði ekki
stjórn á sjálfri mér. Ég sagði
manninum mínum að ég væri
lasin og kom hingað . . . Og
hérna hef ég ráfað um í leiðslu,
eins og vitfirringur . . . Og nú
er ég orðin spillt kona sem verð-
skuldar ekkert annað en fyrir-
litningu."
Gomov leiddist, honum
gramdist þetta óvænta og óvið-
eigandi iðrunarhjal hennar;
hefðu augu hennar ekki verið
tárvot mundi hann hafa haldið
að þetta væri uppgerð og leik-
araskapur.
„Ég skil þetta ekki,“ sagði
hann með hægð. „Hvað er að
þér?“
Hún hallaði höfðinu að brjósti
hans og þrýsti sér fast að hon-
um.
„Trúðu mér, trúðu mér, ég
grátbið þig,“ sagði hún. „Ég
vil lifa hreinu og heiðarlegu lífi,
og ég hef viðbjóð á syndsam-
legu lífi. Ég veit ekki hvað hefur
komið yfir mig.“