Úrval - 01.10.1954, Blaðsíða 105

Úrval - 01.10.1954, Blaðsíða 105
KONAN MEÐ KJÖLTURAKKANN 103 undrandi eins og skyndilega hefði verið barið að dyrum. Anna Sergueyevna, konan með kjölturakkann, tók það sem skeði mjög nærri sér, það var eins og hún liti á sig sem glat- aða manneskju. Hún var sorg- mædd á svipinn og sítt hárið hékk dapurlega niður með vöng- unum; hún sat þarna hnuggin og hugsandi; alveg eins og gamalt málverk af „bersyndugri konu.“ „Þetta er ekki rétt,“ sagði hún. „Þú ert fyrsti maðurinn sem misnotar sér traust mitt.“ Það var melóna á borðinu. Gomov skar sér sneið og fór að narta í hana. Hálf stund leið án þess að þau segðu orð. Anna Sergueyevna var yndis- leg; liún ljómaði öll af hrein- leika og sakleysi hinnar óreyndu konu; kertið á borðinu brá dauf- um bjarma á andlit hennar, það var auðséð að henni leið ekki vel. „Hvers vegna skyldi ég mis- nota mér traust þitt?“ spurði Gomov. „Þú veizt ekki hvað þú ert að segja.“ „Guð fyrirgefi mér!“ sagði hún og augu hennar fylltust tár- um.“ Þetta er ægilegt.“ „Það er eins og þig langi til að réttlæta þig.“ „Hvernig get ég réttlætt mig? Ég er vond og spillt kona og ég fyrirlít sjálfan mig. Ég hef ekki svikið eiginmann minn, heldur sjálfa mig. Og ekki aðeins núna, heldur langa lengi. Maðurinn minn kann að vera góður og heiðarlegur, en hann er þjónn í eðli sínu. Ég veit ekki hvað hann starfar, en hann hefur þjónslund. Ég var tvítug þegar ég giftist honum. „Það er áreið- anlega til öðruvísi líf en þetta,“ hugsaði ég með mér. Mig lang- aði til að njóta lífsins! Að lifa, að lifa . . . Eg var að deyja úr eftirvæntingu . . . Þú skilur það ekki, en ég sver við allt sem mér er heilagt, að ég réði ekki við mig lengur. Eg var orðin eitt- hvað undarleg. Ég hafði ekki stjórn á sjálfri mér. Ég sagði manninum mínum að ég væri lasin og kom hingað . . . Og hérna hef ég ráfað um í leiðslu, eins og vitfirringur . . . Og nú er ég orðin spillt kona sem verð- skuldar ekkert annað en fyrir- litningu." Gomov leiddist, honum gramdist þetta óvænta og óvið- eigandi iðrunarhjal hennar; hefðu augu hennar ekki verið tárvot mundi hann hafa haldið að þetta væri uppgerð og leik- araskapur. „Ég skil þetta ekki,“ sagði hann með hægð. „Hvað er að þér?“ Hún hallaði höfðinu að brjósti hans og þrýsti sér fast að hon- um. „Trúðu mér, trúðu mér, ég grátbið þig,“ sagði hún. „Ég vil lifa hreinu og heiðarlegu lífi, og ég hef viðbjóð á syndsam- legu lífi. Ég veit ekki hvað hefur komið yfir mig.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.