Úrval - 01.10.1954, Blaðsíða 26
24
ÚRVAL
Morguninn eftir er kvíðinn
setztur að mér að nýju.“
Þetta segir E, sem utan frá
séð hefur ekki yfir neinu að
kvarta. E þjáist af sjúklegum
dapurleika, þunglyndi, sem er
eingöngu til komið fyrir breyt-
ingu á innra umhverfi hans.
Þessi breyting veldur því, að
taugakerfi hans starfar öðru-
vísi en áður. Hann sér allt gegn-
um svört gleraugu og skilur
ekki, að hann skuli nokkurn
tíma hafa getað verið glaður.
Honum f innst hann vera vansæll,
glataður, sekur. Hann grefur
upp smámuni úr fortíðinni og
harmar fyrra líf sitt. Umhverf-
ið hjálpar honum að finna
,,skýringar“. Hann hefur of-
reynt sig, verzlunin hefur geng-
ið ver, það er sjálfsagt hjóna-
bandið, segja menn. En ekkert
af þessu er rétt. Eftir nokkra
mánuði er E, með eða án lækn-
ishjálpar, orðinn fullfrískur og
sjálfum sér líkur aftur. Það get-
ur tekið svolítið lengri tíma án
læknishjálpar, en enginn efi er
á því, að hann verður frískur.
Ytri aðstæður eru óbreyttar, ef
til vill ekki alveg eins hagstæð-
ar af því að E hefur ekki getað
unnið og vandamenn hans hafa
þreytzt dálítið á bölsýnistali
hans. En E lætur það ekki á
sig fá nú. Hann hefur aftur
fengið fyrri vinnugleði sína og
ástandið heima er brátt orðið
ágætt aftur. E skilur ekki að
hann skuli nokkurn tíma hafa
getað hýst aðrar eins hugsanir
og tilfinningar og hann gerði
fyrir aðeins nokkrum vikum.
IG'G HEF af ásettu ráði leitt
-*-i hjá mér að tala um það
hvað við læknarnir, sem fáumst
við taugasjúkdóma, getum gert
til úrbóta. Það hefur margt
gerzt á því sviði síðustu ára-
tugina, en þó verðum við að
viðurkenna, að við erum enn
mjög lítils megnugir, og að við
höfum mjög ófullkomna þekk-
ingu á orsökum þessara sjúk-
dóma, sem með tilliti til þess
hve algengir þeir eru, hve mikl-
um þjáningum þeir valda og hve
dýrir þeir eru samfélaginu, eru
í hópi alvarlegustu sjúkdóma.
Ég hef ekki minnst orði á þann
stóra sjúkdómsflokk, þar sem
um alvarlegar sálrænar veilur er
að ræða, hina svonefndu geð-
sjúkdóma, af því að þeir eru
allajafna svo augljósir, að al-
menningur lítur nú orðið á bá
sem raunverulega sjúkdóma. Ég
hef með þessum lýsingum mín-
um viljað sýna mönnum dæmi
um það hve ákaflega mikið af
þeirri eymd og óhamingju, sem
vér sjáum í kringum oss og vér
höfum tilhneigingu til að dæma,
reynist við nákvæmari rannsókn
eiga rót sína í sjúklegu ástandi,
sem orðið hefur upphaf að skað-
legum víxláhrifum milli hlutað-
eigandi einstaklinga. Þegar svo
stendur á fáum vér engu áork-
að með því að dæma eða for-
dæma. Vér verðum að leita að
orsökunum og reyna með rann-