Úrval - 01.10.1954, Page 26

Úrval - 01.10.1954, Page 26
24 ÚRVAL Morguninn eftir er kvíðinn setztur að mér að nýju.“ Þetta segir E, sem utan frá séð hefur ekki yfir neinu að kvarta. E þjáist af sjúklegum dapurleika, þunglyndi, sem er eingöngu til komið fyrir breyt- ingu á innra umhverfi hans. Þessi breyting veldur því, að taugakerfi hans starfar öðru- vísi en áður. Hann sér allt gegn- um svört gleraugu og skilur ekki, að hann skuli nokkurn tíma hafa getað verið glaður. Honum f innst hann vera vansæll, glataður, sekur. Hann grefur upp smámuni úr fortíðinni og harmar fyrra líf sitt. Umhverf- ið hjálpar honum að finna ,,skýringar“. Hann hefur of- reynt sig, verzlunin hefur geng- ið ver, það er sjálfsagt hjóna- bandið, segja menn. En ekkert af þessu er rétt. Eftir nokkra mánuði er E, með eða án lækn- ishjálpar, orðinn fullfrískur og sjálfum sér líkur aftur. Það get- ur tekið svolítið lengri tíma án læknishjálpar, en enginn efi er á því, að hann verður frískur. Ytri aðstæður eru óbreyttar, ef til vill ekki alveg eins hagstæð- ar af því að E hefur ekki getað unnið og vandamenn hans hafa þreytzt dálítið á bölsýnistali hans. En E lætur það ekki á sig fá nú. Hann hefur aftur fengið fyrri vinnugleði sína og ástandið heima er brátt orðið ágætt aftur. E skilur ekki að hann skuli nokkurn tíma hafa getað hýst aðrar eins hugsanir og tilfinningar og hann gerði fyrir aðeins nokkrum vikum. IG'G HEF af ásettu ráði leitt -*-i hjá mér að tala um það hvað við læknarnir, sem fáumst við taugasjúkdóma, getum gert til úrbóta. Það hefur margt gerzt á því sviði síðustu ára- tugina, en þó verðum við að viðurkenna, að við erum enn mjög lítils megnugir, og að við höfum mjög ófullkomna þekk- ingu á orsökum þessara sjúk- dóma, sem með tilliti til þess hve algengir þeir eru, hve mikl- um þjáningum þeir valda og hve dýrir þeir eru samfélaginu, eru í hópi alvarlegustu sjúkdóma. Ég hef ekki minnst orði á þann stóra sjúkdómsflokk, þar sem um alvarlegar sálrænar veilur er að ræða, hina svonefndu geð- sjúkdóma, af því að þeir eru allajafna svo augljósir, að al- menningur lítur nú orðið á bá sem raunverulega sjúkdóma. Ég hef með þessum lýsingum mín- um viljað sýna mönnum dæmi um það hve ákaflega mikið af þeirri eymd og óhamingju, sem vér sjáum í kringum oss og vér höfum tilhneigingu til að dæma, reynist við nákvæmari rannsókn eiga rót sína í sjúklegu ástandi, sem orðið hefur upphaf að skað- legum víxláhrifum milli hlutað- eigandi einstaklinga. Þegar svo stendur á fáum vér engu áork- að með því að dæma eða for- dæma. Vér verðum að leita að orsökunum og reyna með rann-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.