Úrval - 01.10.1954, Blaðsíða 77
Hjónabandið er til í mörgum myndum og
margvísleg merking lögð í það.
Ýmis afbrigði hjónabands.
Úr bókinni „The Human Animal“,
eftir Weston La Barre, prófessor.
T SAMFÉLAGI voru er rík á-
herzla lögð á, að hjónaband
skuli vera stofnað áður en fjöl-
skylda er mynduð — en ekki að
fyrst sé stofnað til f jölskyldu og
síðan komi hjónaband einhvern-
tíma á eftir. I mannfræðilegum
skilningi er f jölskyldan þó eldri,
hjónabandið varð síðan til upp
úr henni.
Einn karl og ein kona er það
minnsta, sem þarf til að mynda
f jölskyldu, en þar fyrir utan eru
afbrigðin ótal mörg.
Mennirnir eru ,,að eðlisfari"
hvorki hneigðir til einkvænis,
tvíkvænis, fjöllyndis eða nokk-
urs annars í þá átt. Þessi hæfi-
leiki mannsins til að skapa sér
ólík menningarform eru þungt
áfall fyrir sið- og hugsanavenj-
ur vorar, sem oss er gjarnt á
að telja algild mannleg lögmál.
Dæmi: Þrátt fyrir þá ákveðnu
skoðun vora, að afbrýðisemi sé
karlmanninum í blóð borin, er
það staðreynd að víða tíðkast
fjölveri, þ. e. að kona giftist
mörgum mönnum. Á Marquesas-
eyjunum í Kyrrahafi er það al-
gengt form hjónabands, að
margir óskyldir karlmenn séu
giftir einni konu.
Og þrátt fyrir almenna viður-
kenningu í samfélagi voru á
keppni milli bræðra, er hin eðli-
lega og algenga tegund f jölveris
í Tode í Suður-Indlandi „bróður-
leg“, þ. e. margir bræður eru
kvæntir sömu konunni.
Um f jölkvæni er það að segja,
að það er ákaflega algengt. Það
er t. d. heimilað (þó að það sé
ekki algild regla) meðal allra
Indíánakynþátta í Norður- og
Suður-Ameríku, að örfáum und-
anteknum. Einnig er það al-
gengt meðal Araba og negra í
Afríku og er enganveginn fátítt
í Asíu eða á Kyrrahafseyjum.
Stundum eru því að vísu tak-
mörk sett. Múhameðstrúarmenn
mega aðeins hafa fjórar konur
samkvæmt lögum kóransins —
og konungurinn í Ashanti í
Vestur-Afríku varð að binda sig
stranglega við töluna 3333.
Meðal Nayara á Malabar í Ind-
landi, er það regla, ef hjón eiga
mörg stúlkubörn, að allar syst-
urnar eru giftar einum manni
áður en þær ná kynþroskaaldri,