Úrval - 01.10.1954, Blaðsíða 111
KONAN MEÐ KJÖLTURAKKANN
109
heiminum en hún; hún var hon-
um meira virði en allt annað í
lífinu; hún var sorg hans, gleði
hans og hamingja, og hann
þráði hana, hljómsveitin lék illa,
en meðan hávaðinn var sem
mestur, var hann alltaf að
hugsa um hve vænt honum þætti
um þessa konu. Hann hugsaði og
lét sig dreyma.
í fylgd með Önnu Sergueyevnu
var ungur maður með stutt
kjálkaskegg, hávaxinn og lotinn
í herðum; hann var alltaf að
hneigja sig og beygja. Sennilega
var þetta eiginmaður hennar,
sem hún í reiði sinni í Yalta
hafði kallað þjón. Og það var
satt, vaxtarlag hans, kjálka-
skeggið og litii skallabletturinn
á hvirflinum minnti á þjón; bros
hans var fleðulegt og hann var
með eitthvert háskólamerki í
hnappagatinu, sem var nákvæm-
lega eins og númerin sem þjón-
ar bera.
1 fyrsta hléinu fór eiginmað-
urinn út til þess að kveikja sér
í vindli, og hún sat ein eftir.
Gomov gekk til hennar, reyndi
að brosa og sagði með titrandi
rödd:
,,Komdu sæl.“
Hún leit upp og fölnaði. Svo
leit hún aftur á hann óttasleg-
in, trúði ekki sínum eigin aug-
um, kreisti höndina utan um
blævænginn og var sýnilega að
því komin að falla í ómegin.
Bæði þögðu. Hún sat, hann stóð;
hann óttaðist geðshræringu
hennar og þorði ekki að setjast
hjá henni. Það var farið að leika
á fiðlur og hljóðpípur og skyndi-
lega fannst þeim sem allt fólk-
ið á svölunum væri að horfa á
þau. Hún stóð upp og gekk hratt
til dyranna; hann hélt á eftir
henni og þau gengu bæði eins
og í leiðslu eftir göngunum og
upp stiga og niður stiga í
iðandi mannþrönginni. Hjartað
barðist ótt í brjósti Gomovs, og
hann sagði við sjálfan sig:
„Ó, guð minn góður! Hvers-
vegna er allt þetta fólk hér og
þessi andstyggilega hl jómsveit! ‘ ‘
f sama bili minntist hann þess
þegar hann hafði kvatt Önnu á
brautarstöðinni kvöldið góða, þá
hafði hann talið sér trú um að
öllu væri lokið milli þeirra, að
þau myndu aldrei sjást framar.
En nú — hve langa leið áttu þau
ekki enn fyrir höndum!
Hún staðnæmdist í þröngum
og dimmum stiga.
„En hvað þú gerðir mig
hrædda!“ sagði hún og varpaði
öndinni, hún var föl og viðutan.
„Ö, hvað þú gerðir mig hrædda!
Ég var næstum dauð. Hvers
vegna komstu? Hversvegna?“
„Þú verður að skilja mig,
Anna,“ hvíslaði hann. „Þú mátt
til með að skilja . . . “
Hún horfði skelfd á hann,
biðjandi, með ást í augunum,
starði á hann til þess að rifja
upp fyrir sér hvern einasta drátt
í andiiti hans.
„Ég kvelst svo mikið!“ hélt
hún áfranp án þess að hlusta
á hann. „Ég hef ekki hugsað