Úrval - 01.10.1954, Blaðsíða 60
58
ÚRVAL
kulda af því að þau voru heim-
ilislaus. „Léttið á vösum yðar
og samvizku“ sagði Abbé Pi-
erre. Og það var gert svo um
munaði.
Þetta var versti vetur, sem
komið hafði í París í áratug, og
um 2000 manns höfðu ekki ann-
an náttstað en undir brúm Signu
eða í göngum neðanjarðarbraut-
.arinnar. Sumir dóu úr kulda. Ör-
fáir þeirra áttu í útistöðum við
lögregluna, en langflestir voru
heiðarlegir verkamenn, sem
hvergi gátu fengið húsnæði.
Litli presturinn færði þeim
heita súpu og brauð. Hann fór
alltaf án þess að kveðja.
„Hvernig gat ég sagt góða nótt
við mann, sem ekki átti frakka
og svaf á berum steinunum í
frosti?“
Dag nokkurn fékk hann stórt
bandarískt hertjald hjá fornsala
og reisti það á auðu svæði. Hjá
fóðursala fékk hann eina smá-
lest af heyi og breiddi úr því
undir strigann. Hjá öðrum fékk
hann olíuofna, bedda og teppi-
Þetta kvöld var hann sífellt á
ferðinni í litla bílnum sínum að
aka skjálfandi fólki til tjaldsins.
Kvöld eftir kvöld hélt hann
þessu áfram. En húsnæðisleys-
ingjarnir skiptu þúsundum og
tjaldið hans tók aðeins 60—70
manns. Hann varð að fá hjálp.
Útvarpinu var ekki um að
hleypa honum að hljóðneman-
um, en lét honum þó loks eftir
sjö mínútur. Hann hafði ekki
undirbúið neina ræðu; orðin
komu beint frá hjartanu. „Vinir
mínir, ég bið um hjálp yðar,“
byrjaði hann. „Klukkan þrjú í
nótt sem leið dó kona á Boule-
vard Sebastopol — hún fraus í
hel. Hún var með blað í hend-
inni — útburðartilkynningu. Á
hverju kvöldi hnipra sig saman
á götunum yfir 2000 manns í
frosti og kulda. Þetta fólk hefur
ekkert þak yfir höfuðið; það er
mafarlaust og sumt næsturn
klæðlaust. I návist meðbræðra,
sem eru að deyja úr örbyrgð,
ættu menn aðeins að hafa eitt
í huga: að koma í veg fyrir að
þetta ástand haldi áfram. Ég bið
yður, elskið hvern annan núna
nógu mikið til að koma þessu í
kring. Svona miklar þjáningar
ættu að vekja hjá oss þá und-
ursamlegu tilfinningu, sem er
sál Frakklands. Okkur vantar
teppi, tjöld, ofna. Komið strax
með þetta til . . •“ Hann hikaði.
Hann hafði engan stað þar sem
hann gat tekið á móti þessu.
Allt í einumundihanneftirbréfi,
sem komið hafði um morguninn
frá eiganda lítils gistihúss. Það
var enginn tími til ag tala við
bréfritarann. Hann lauk máli
sínu: „Sendið það til Hotel Roc-
hester rue de La Boétie.“
Tíu mínútum síðar tóku að
streyma til gistihússins fata-
bögglar, teppi og umslög með
peningum. Dyravörðurinn vissi
ekki hvaðan á sig stóð veðrið.
Eftir klukkutíma þurfti að
flytja burt stóla úr anddyrinu
til að rýma fyrir sívaxandi