Úrval - 01.10.1954, Blaðsíða 28

Úrval - 01.10.1954, Blaðsíða 28
Einn svartasti blettur á nýlendu- sögu hvítra manna. Endalok Eldlendinga. Grein úr „UNESCO Courier“. ARIÐ 1880 voru Óna-Indíán- arnir á Tierra del Fuego (Eldlandi) á suðurodda Suður- Ameríku harðger, þróttmikill kynþáttur, sem taldi meira en 4000 manns. Nú er næstum hægt að telja þá á fingrum beggja handa. Hvað hefur gerzt á þessum tíma? Varla getur ljósara dæmi um sorgleg örlög „frumstæðra" þjóða en örlög Óna-Indíánanna. Einstök atriði þessa einstaklega svívirðilega þáttar í nýlendu- sögu hvíta kynstofnsins höfum vér fengið frá dr. Martin Gus- inde, austurrískum mannfræð- ingi við hinn Kaþólska háskóla Ameríku í Washington, en hann er allra manna kunnugastur sögu þessa kynþáttar. Á nokkrum árþúsundum höfðu þessir Indíánar lagað sig eftir lífsskilyrðunum í hinu harðbýla landi Tierra del Fuego. Þeir voru fyrst og fremst veiði- menn, sem reikuðu um sléttur og fjöll eylands síns á hnot- skóg eftir guanaco, aðalveiði- dýri sínu, sem skylt er lamadýr- inu. Guanaco var Óna-Indíánunum jafndýrmætt veiðidýr og vísund- urinn á sléttum Norður-Ame- ríku var Rauðskinnunum. Kjöt- ið notuðu þeir til matar, skinn- in til klæðis og skjóls og bein og sinar í vopn og verkfæri. Önar fengu fyrstu kynni sín af hvítum mönnum árið 1520, árið sem Magellan fann þá þeg- ar hann sigldi í gegnum sundin, sem síðan voru kennd við hann. Á næstu öldum komu sæfarar, sem lögðu leið sína gegnum sundin, á land á strönd þeirra, en liöfðu ekki lengri viðdvöl en sem nægði til þess að drepa nokkra Indíána eða ræna þeim til að halda á þeim sýningu í Evrópu. Þessir atburðir höfðu lítil áhrif á líf Indíánanna sem þjóð- ar, og ef til vill væru þeir enn- þá við lýði, ef ekki hefði sá orðrómur breiðzt út árið 1880, að gull væri að finna á eyjunni. Ævintýramenn tóku að flakka um eyna, og þó að þeir yrðu ekki ríkir, gáfu þeir sér tíma til að strádrepa þá smáhópa Indíána, sem urðu á vegi þeirra. Þó að þessi fyrstu kvnni Öna af menningunni væru blóðug, voru þau aðeins forleikur að harmleik í sannkölluðu hrylli-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.