Úrval - 01.10.1954, Page 28
Einn svartasti blettur á nýlendu-
sögu hvítra manna.
Endalok Eldlendinga.
Grein úr „UNESCO Courier“.
ARIÐ 1880 voru Óna-Indíán-
arnir á Tierra del Fuego
(Eldlandi) á suðurodda Suður-
Ameríku harðger, þróttmikill
kynþáttur, sem taldi meira en
4000 manns. Nú er næstum hægt
að telja þá á fingrum beggja
handa.
Hvað hefur gerzt á þessum
tíma? Varla getur ljósara dæmi
um sorgleg örlög „frumstæðra"
þjóða en örlög Óna-Indíánanna.
Einstök atriði þessa einstaklega
svívirðilega þáttar í nýlendu-
sögu hvíta kynstofnsins höfum
vér fengið frá dr. Martin Gus-
inde, austurrískum mannfræð-
ingi við hinn Kaþólska háskóla
Ameríku í Washington, en hann
er allra manna kunnugastur
sögu þessa kynþáttar.
Á nokkrum árþúsundum
höfðu þessir Indíánar lagað sig
eftir lífsskilyrðunum í hinu
harðbýla landi Tierra del Fuego.
Þeir voru fyrst og fremst veiði-
menn, sem reikuðu um sléttur
og fjöll eylands síns á hnot-
skóg eftir guanaco, aðalveiði-
dýri sínu, sem skylt er lamadýr-
inu.
Guanaco var Óna-Indíánunum
jafndýrmætt veiðidýr og vísund-
urinn á sléttum Norður-Ame-
ríku var Rauðskinnunum. Kjöt-
ið notuðu þeir til matar, skinn-
in til klæðis og skjóls og bein
og sinar í vopn og verkfæri.
Önar fengu fyrstu kynni sín
af hvítum mönnum árið 1520,
árið sem Magellan fann þá þeg-
ar hann sigldi í gegnum sundin,
sem síðan voru kennd við hann.
Á næstu öldum komu sæfarar,
sem lögðu leið sína gegnum
sundin, á land á strönd þeirra,
en liöfðu ekki lengri viðdvöl en
sem nægði til þess að drepa
nokkra Indíána eða ræna þeim
til að halda á þeim sýningu í
Evrópu.
Þessir atburðir höfðu lítil
áhrif á líf Indíánanna sem þjóð-
ar, og ef til vill væru þeir enn-
þá við lýði, ef ekki hefði sá
orðrómur breiðzt út árið 1880,
að gull væri að finna á eyjunni.
Ævintýramenn tóku að flakka
um eyna, og þó að þeir yrðu ekki
ríkir, gáfu þeir sér tíma til að
strádrepa þá smáhópa Indíána,
sem urðu á vegi þeirra.
Þó að þessi fyrstu kvnni Öna
af menningunni væru blóðug,
voru þau aðeins forleikur að
harmleik í sannkölluðu hrylli-