Úrval - 01.10.1954, Blaðsíða 14

Úrval - 01.10.1954, Blaðsíða 14
12 ÚRVAL mikið sorgarefni, ef þannig færi. Ég hlyti óðar að svara og segja: „Ég veit í hvílíkri skuld ég er við hinar gömlu kvenréttinda- konur í gröfum sínum. Ég á það þessum konum að þakka, að ég hef getað lært það sem ég vildi, og þar sem ég vildi, að ég hef getað ferðast einsömul um heiminn, að ég hef verið frjáls að því að birta skoðanir rnínar á prenti, já, jafnvel það, að ég get á þessum degi staðið í ræðu- stól, og fáar manneskjur heiðra ég og virði meira en þær. Þær öfluðu þessara gæða fyrir ó- komnar kynslóðir kvenna, og ég veit, að fyrir það urðu þær margt að þola í sínu eigin lífi og fleira urðu þær þó að neita sér um. Þær urðu að þola að hneykslazt væri á þeirn og þær hafðar að spotti, og þær urðu sífellt að berjast við fordóma og tortryggni. Það er lærdóms- ríkt fyrir okkur, sem nú lifum að hugleiða réttlætiskennd þeirra, hreysti og óbilandi tryggð, en með þessum eigin- leikum stóðu þær fastar fyrir á sínum vígstöðvum. En nú er meira en öld liðin frá því hugtakið kvennréttindi varð fyrst til, og hinar miklu konur þess tíma hófu baráttuna fyrir okkur. Skyldu þær ekki sjálfar geta litið á það sem sig- ur, — sönnun þess að þær hafi unnið sigur, að við getum nú lagt niður þau vopn, sem þær notuðu eitt sinn sjálfar. Gömlu kvenréttindakonurnar voru nefnilega ekki aðeins rétt- sýnar, djarfar og óbifanlega trú- ar rnálstað sínum, — þær voru líka slungnar! Þegar þær voru gerðar afturreka frá hinum ævafornu borgarvirkjum karl- mannanna, háborgum kirkju, vísinda og löggjafar, þá smugu þær inn fyrir múrana í tréhesti, eins og Achaiarnir í Tróju á sínum tíma. Stundum komust þær inn fyrir í dulargerfi, klæddust karlmannafötum í andlegum og sálfræðilegum skilningi. Fyrir öld var ekki með nokkru móti hægt að hugsa sér prest, lækni eða dómara án hinna viðteknu og viðurkenndu einkennismerkja kai'lmannanna. Þá tóku þessar réttsýnu, djörfu, tryggu og slungnu konur upp einkennin og sýndu heiminum, að þær gátu tekið próf, varið doktorsritgerðir og skorið sjúkl- inga rneð jafnmiklum ágætum og hverjir þeir karlmenn, sem buðu sig til þessara virðinga. Þær lærðu hið hágöfuga hrogna- mál kirkjunnar, læknisfræðinn- ar og lögfræðinnar og sýndu fram á, hversu ágætlega þær væru fallnar til hárra embætta með því að skreyta sig með fiibba, bindi og vindli. Ef þær hefðu líka getað látið sér vaxa skegg, mundi leið þeirra í pré- dikunarstólinn, rannsóknarstof- una og dómarasætið hafa orðið greiðari. Nú í dag hafa þó konurnar opnað hlerann í tréhestinum og eru komnar inn fyrir virkismúr-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.