Úrval - 01.10.1954, Blaðsíða 6
4
TJRVAL
En þegar ég hugsaði mig um,
eða réttara sagt þreifaði mig
áfram í þessu efni, fannst mér
þessi skýring þó ekki fullnægj-
andi.
Ég hugsaði mér aðra skýr-
ingu.
Eftir því sem tegundirnar
þroskast, eins og við segjum,
vaxa örðugleikarnir ákaflega
við sjálft viðhald þeirra og
framhaldslíf tegundarinnar.
Fiskar og krabbar verpa eggj-
um sínum í vatnið, á steina eða
í sandinn og láta það gott heita.
Fuglarnir verða strax að vinna
meira og eyða meiri tíma í f jölg-
unina. Þeir verða að búa sig
undir hreiðurgerð, dvelja hjá
eggjunum yfir útungunartím-
ann og gæta unga sinna um
nokkurt skeið, eftir að þeir eru
komnir úr eggjunum. Að því er
spendýrin snertir eykst erfiðið
eftir þróunarstigi þeirra. Kanín-
ur og mýs margfaldast nokkur
hundruð sinnum um sín ævi-
skeið, — ljónynjan elur ekki af-
kvæmi nema einu sinni á ári og
ekki nema tvö eða þrjú hverju
sinni. Þegar kemur að mönnun-
um og að fullþroskuðum mönn-
um með ábyrgðartilfinningu,
sjáum við, að \: i. . _n að ræða
einn afkvæmahóp eða aðeins
eitt afkvæmi.
í þessum kringumstæðum
gæti orðið nauðsynlegt, að ann-
að foreldrið helgaði sig viðhaldi
og umönnun, en hitt tæki að sér
það, sem snerti þroska og fram-
farir.
Nú kann líka að líta svo út
sem þetta hafi verið álit nokk-
urra fyrri alda á málinu, en með
tímanum hefur þó köllun kon-
unnar náð til alls ástalífs ættar-
innar, sem er skilyrði fyrir
framhaldi hennar, en í fyrstu
náði þessi köllun aðeins til barn-
eigna og barnastofu.
Vilhjálmur gamli keisari af-
markaði eins og kunnugt er lífs-
starf konunnar með þrem orð-
um, sem byrja á k: Kirche,
Kinder, Kiiche, •— kirkja, börn
eldhús. — Persónulega er ég
þeirrar skoðunar, að þetta til-
boð hefði verið þess virði, að
gefa gaum að því, hefði það ver-
ið mælt í alvöru. En það var
aldi’ei mælt í alvöru. Hefði
kirkjan verið umráðasvæði
kvenna 1 raun og veru, hlytum
við að hafa haft kvenpresta og
biskupa og páfa, sem voru kon-
ur, en ég þekki ekki önnur dæmi
en kvenpáfann Jóhönnu, sem þvi
miður verður að játa, að ekki
var sérlega heppilegur fulltrúi
fyrir kyn sitt og hefur reyndar
á síðari vantrúartímum verið
hryggilega minnkuð og gerð
skröksagnapersóna. En embætt-
ismenn kirkjunnar hafa alla tíð
verið karlmenn eingöngu, og
hlutverk konunnar eiginlega
verið það eitt að sækja kirkju,
sem reyndar var ekki gott að
neita henni um. Hefðu börnin
verið lögð að öllu leyti í um-
sjá konunnar og skólar og upp-
eldi heyrt henni til, gæti vel
verið, að heimurinn liti nokk-