Úrval - 01.10.1954, Blaðsíða 64
62
ÍTRVAL
gerðu sér litla verksmiðju til að
framleiða steypusteina. Tala fé-
laganna var nú komin upp í 200,
helmingurinn byggingarmenn
og helmingurinn skransafnarar.
Abbé Pierre safnaði skýrslu
um fjölda þeirra í Frakklandi,
sem voru húsnæðislausir eða
bjuggu í heilsuspillandi hús-
næði. Með aðstoð arkitekta
gerði hann áætlun um byggingu
bráðabirgðahúsa, er hægt væri
að byggja fyrir 40 þús. kr. og
leigja mætti fyrir 90 kr. á mán-
uði.
I árslok 1951, þegar stjórnin
var að semja áætlun sína um
40000 milljón króna bygginga-
framkvæmdir, fór hann til
Parísar og lagði fyrir hana á-
ætlun sína. Hann bað um að
1% af upphæðinni yrði varið til
bráðabirgðahúsa þeirra, sem
hann hafði gert áætlun um. Um
morguninn 4. janúar síðastlið-
inn las hann í blöðunum, að til-
laga hans hefði verið felld. Rétt
þegar hann hafði lokið lestrin-
um kom einn félaginn inn til
hans og sagði honum, að
skammt frá hefði þriggja mán-
aða barn dáið úr kulda þar sem
það lá á milli foreldra sinna á
bedda aftan á vörubíl.
Um kvöldið skrifaði hann
Maurice Lemaire, ráðherra end-
urreisnarmála, bréf. Það var op-
ið bréf, sem birtist í blaðinu
Le Figaro. Abbé Pierre sagði frá
hörmungum húsnæðisleysingj-
anna. Hann benti á, að Engiend-
ingar, Þjóðverjar og Banda-
ríkjamenn væru langt á undan
Frökkum í húsabyggingum.
Hann lauk máli sínu með því að
bjóða ráöherranum að vera við
útför barnsins.
Lemaire mætti við jarðarför-
ina, gekk á eftir kistunni niður
þröngt sund í hópi félaganna
frá Emmaus. Næstu viku ferð-
aðist ráðherrann um Emmaus-
hverfið og kynnt sér ástandið
þar. Þetta hafði sín áhrif, bví
að skömmu seiana ákvað stjórn-
in að leggja til hliðar til bygg-
inga bráðabirgðahúsa 500 millj.
króna.
I ár ætlar stjórnin að reisa
12000 bráðabirgðaíbúðir. Abbé
Pierre og félagar hans munu
jafnframt ljúka á þessu ári
byggingu 3000 íbúða í París,
sem ætlunin er að leigja við
vægu verði. Víðar í Frakklandí
hafa aðgerðir Abbé Pierre vak-
ið menn til dáða.
Litli presturinn býr áfram í
Neuilly-Plaisance ásamt félög-
um sínum. I skrifstofu hans er
urmull af pökkum h aðanæva úr
heiminum. Inn af skiifstofunni
er lítið herbergi með þvotta-
borði og hermannabedda. Það er
svefnherbergi hans.
Um afrek sín segir Abbé
Pierre: ,,Ég er aðeins flóin, sem
hoppað hefur upp á borð ríkis-
stjórnarinnar og bitið hana svo
að hún getur ekki setið aðgerð-
arlaus.“