Úrval - 01.10.1954, Síða 64

Úrval - 01.10.1954, Síða 64
62 ÍTRVAL gerðu sér litla verksmiðju til að framleiða steypusteina. Tala fé- laganna var nú komin upp í 200, helmingurinn byggingarmenn og helmingurinn skransafnarar. Abbé Pierre safnaði skýrslu um fjölda þeirra í Frakklandi, sem voru húsnæðislausir eða bjuggu í heilsuspillandi hús- næði. Með aðstoð arkitekta gerði hann áætlun um byggingu bráðabirgðahúsa, er hægt væri að byggja fyrir 40 þús. kr. og leigja mætti fyrir 90 kr. á mán- uði. I árslok 1951, þegar stjórnin var að semja áætlun sína um 40000 milljón króna bygginga- framkvæmdir, fór hann til Parísar og lagði fyrir hana á- ætlun sína. Hann bað um að 1% af upphæðinni yrði varið til bráðabirgðahúsa þeirra, sem hann hafði gert áætlun um. Um morguninn 4. janúar síðastlið- inn las hann í blöðunum, að til- laga hans hefði verið felld. Rétt þegar hann hafði lokið lestrin- um kom einn félaginn inn til hans og sagði honum, að skammt frá hefði þriggja mán- aða barn dáið úr kulda þar sem það lá á milli foreldra sinna á bedda aftan á vörubíl. Um kvöldið skrifaði hann Maurice Lemaire, ráðherra end- urreisnarmála, bréf. Það var op- ið bréf, sem birtist í blaðinu Le Figaro. Abbé Pierre sagði frá hörmungum húsnæðisleysingj- anna. Hann benti á, að Engiend- ingar, Þjóðverjar og Banda- ríkjamenn væru langt á undan Frökkum í húsabyggingum. Hann lauk máli sínu með því að bjóða ráöherranum að vera við útför barnsins. Lemaire mætti við jarðarför- ina, gekk á eftir kistunni niður þröngt sund í hópi félaganna frá Emmaus. Næstu viku ferð- aðist ráðherrann um Emmaus- hverfið og kynnt sér ástandið þar. Þetta hafði sín áhrif, bví að skömmu seiana ákvað stjórn- in að leggja til hliðar til bygg- inga bráðabirgðahúsa 500 millj. króna. I ár ætlar stjórnin að reisa 12000 bráðabirgðaíbúðir. Abbé Pierre og félagar hans munu jafnframt ljúka á þessu ári byggingu 3000 íbúða í París, sem ætlunin er að leigja við vægu verði. Víðar í Frakklandí hafa aðgerðir Abbé Pierre vak- ið menn til dáða. Litli presturinn býr áfram í Neuilly-Plaisance ásamt félög- um sínum. I skrifstofu hans er urmull af pökkum h aðanæva úr heiminum. Inn af skiifstofunni er lítið herbergi með þvotta- borði og hermannabedda. Það er svefnherbergi hans. Um afrek sín segir Abbé Pierre: ,,Ég er aðeins flóin, sem hoppað hefur upp á borð ríkis- stjórnarinnar og bitið hana svo að hún getur ekki setið aðgerð- arlaus.“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.