Úrval - 01.10.1954, Page 73

Úrval - 01.10.1954, Page 73
RtrSSAR Á NORÐURSLÓBUM 71 jökum síðan 1948, látið rann- saka sjávarbotninn og kort- leggja hann. Á nyrztu stöðvum Glavsevmorput hafa merkilegar athuganir verið gerðar á felli- byljum, ísreki, segulmagnstrufl- unum og svifi í sjónum. Reglu- leg könnunarflug hafa verið far- in yfir norðurheimsskautið, og mun það hafa verið ein slík könnunarflugvél, sem flaug yfir T-3 stöðina. I augum flestra Rússa eru þessi afrek tengd nafni tveggja íshafskönnuða, þeirra Schmidts prófessors og Papanin, sem höfðu á hendi stjórn Glavsev- morput fyrstu 14 starfsár þess. Otto Schmidt, sem nú er 63 ára, er holdgrannur maður og hvass- eygur, skarpleitur, en andlitið að nokkru leyti hulið undir al- skeggi. Hann er fyrst og fremst vísindamaður. Þegar bolsévikar tóku völdin, var hann kennari í stærðfræði við háskóla. Hin nýja stjórn þarfnaðist sérfræðinga og hún hagnýtti sér vel hæfileika Schmidts. Hann var settur yfir bókaforlag ríkisins, aðstoðaði við starfrækslu hagstofunnar og var í hinni voldugu áætlana- nefnd ríkisins. Árið 1929 var Schmidt falin stjórn leiðangurs um norður- slóðir, og tveim árum seinna var hann gerður yfirmaður Glavsev- morput. Þau sjö ár, sem hann gegndi því embætti, leið ekki svo sumar, að hann færi ekki í leiðangur með ísbrjóti, og stóð mikill ljómi af nafni hans á þess- um árum. Árið 1939 dró hann sig í hlé, og nú er hann aðalrit- stjóri hinnar miklu alfræðiorða- bókar Sovétríkjanna. Eftirmaður Schmidts var Pap- anin, þéttur maður á vell og þéttur í lund. Hann er sjómanns- sonur og hóf starfsferil sinn sem málmiðnaðarverkamaður í Suð- urrússlandi. Árið 1931 hélt hann norður á bóginn og tók þátt í nokkrum áhættusömum leið- angrum allt norður undir norð- urpól. Frægð sína hlaut hann 1937, þegar hann lenti á reki á ísjaka. Þegar honum og félögum hans hafði verið bjargað, var hann orðinn þjóðhetja. Eftir það varð hann hægri hönd Schmidts og tók við af honum tveim ár- um síðar. Á stríðsárunum var Papanin gerður að varaaðmírál, og und- ir stjóm hans var haldið uppi stöðugum skipaferðum frá Ev- rópu til Austurlanda um íshafið. Myndir af kringuleitu bóndaand- liti hans með skeggburst á efri vör hanga nú á veggjum ungra aðdáenda í Sovétríkjunum við hliðina á myndum af Schmidt. Árið 1946 dró Papanin sig í hlé vegna veikinda. Um eftir- mann hans er það eitt vitað, að hann heitir A. Afanasyev og er siglingafræðingur. Undir hans stjórn hafa rannsóknir Sovét- ríkjanna á norðurslóðum aukizt og margfaldast. Þannig að segja má, að íshetta norðurheims- skautsins sé nú orðin útvirki Sovétríkjanna í norðri.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.