Úrval - 01.10.1954, Side 5
ÞIN G VEIZLURÆÐA
3
því ég er ekki kvenréttinda-
kona.“
„Ertu þá á móti kvenréttind-
um?“ spurði frú Hein.
„Nei“, sagði ég, „ekki get ég
heldur sagt, að ég sé það“.
„Hver er þá í rauninni afstaða
þín til kvenréttindamálsins ?“
spurði frú Hein mig aftur.
„Ja, það hef ég nú ekki hugs-
að um“, svaraði ég.
„Þá skaltu hugsa um það
núna,“ sagði frú Hein.
Þetta var nú reyndar góð ráð-
legging, og ég fór líka eftir
henni, enda þótt ég kæmist ekki
svo fljótt að niðurstöðu, að ég
héldi nokkurntíma skilnaðar-
ræðuna.
En segja má, að það, sem ég
ber hér í fyrsta sinn fram fyrir
almenning í fyllsta lítillæti, sé
árangurinn af óskum. frú Hein,
— þessar athuganir, sem ég hef
gert af engu stórlæti, án hleypi-
dóma og fyrirfram ákveðinna
skoðana.
Nú í dag, f jórtán árum síðar,
virðast þessar skoðanir reyndar
hversdagslegri en þær voru þá.
Nýjabrumið hefur farið af þeim
fyrir sjónum annarra manna.
Sjálfri mér hlýtur það að vera
ánægjuefni að sjá, að hugsunar-
háttur samtímans hefur runnið
í sama farveg og minn eigin.
Þegar ég átti nú á annað borð
að reyna að rannsaka þetta mál
á eigin spýtur, vildi ég helzt
byrja á kjarna þess, og fyrsta
spurningin, sem ég lagði fyrir
sjálfa mig, var þessi: „Hvers
vegna eru kynin tvö ?“
Eða með nokkuð öðrum orð-
um: „Hvers vegna virðist klofn-
ingin í tvö kyn í einhverri á-
kveðinni tegund annað hvort
skilyrði eða afleiðing æðri þró-
unar þessarar tegundar, þar
sem tegundir finnast þó í nátt-
úrunni með einstaklingum, sem
geta, hver fyrir sig, margfald-
ast á eigin spýtur með knapp-
æxlun?“
Hér gæti nú vísindamaður
leyst málið fyrir yður og gefið
að minnsta kosti langt um betri
skýringu en ég. En eins og ég
hef þegar sagt yður tel ég, að
gildi athugana minna sé í því
fólgið, að ég „hef ekki vit á“
málinu, ef þær hafa annars
nokkurt gildi.
Ég hef svo leitt mér fyrir
sjónir ýmsa möguleika.
Fyrst er þessi: 1 kynflokki,
sem ættliðum saman mótast af
einum einstakling, hljóta ein-
staklingarnir með tímanum að
verða ískyggilega einhæfir og
andstæður þeirra óhugnanlega
skýrar, þar sem þeir hafa enga
möguleika til endurnýjunar ut-
an frá. Allt samfélagið hlyti að
verða ákaflega óviðfeldinn hóp-
ur af eindum, þar sem hver
dræpi annan að lokum.
Þar sem tveir einstaklingar
geta nú hinn þriðja, verða 1000
að verki í hverjum tíu ættliðum,
og á nokkur þúsund árum verða
það milljónir. Við Evrópumenn
erum í dag allir af sama blóði.