Úrval - 01.10.1954, Síða 34

Úrval - 01.10.1954, Síða 34
32 ÚRVAL myndinni. Ég byrjaði sem mál- ari og gekk á listaháskóla í Berlín. Alveg fram að þrítugu lét ég afskiptalaust tæki það sem nefnist Ijósmyndavél. En jafnframt safnaðist fyrir fjöldi mynda, sem urðu til innra með mér á næturferðum mínum um París um margra ára skeið. Þær létu mig ekki í friði. Og af því að ég sá að lokum ekki önnur tök á að gefa þeim form en að nota til þess ljósmyndavélina, byrjaði ég að ljósmynda.“ Svona einföld er í rauninni spurningin um ljósmyndina sem listaverk. Persónulega er ég meira en fús til að sleppa öllu tilkalli til orðsins list. Hinn ágæti málfræðingur I. A. Ric- hards segir á einum stað um orðið list, að það „þjóni alltof mörgum herrum“. Nú er í raun- inni engin ástæða til að harma þetta. Hin mikilvægu orð málsins eru aldrei og geta aldrei verið einnar merkingar. Það er ekki ástæða til að rífa hár sitt þó að hið æruverðuga orð list sé „komið á skrið“ eins og stundum er sagt. Málið er lifandi og það þróast eins og allt annað sem lifir. Um breyti- lega merkingu orðsins list og samband þess við ljósmyndun- ina hefur Gösta Eberstein skrif- að m. a. í nýlega útkominni bók sinni „Ljósmyndin sem af- sprengi lista og vísinda. Rétt- arfarsleg rannsókn". Þar segir hann, að allt frá árinu 1924, þeg- ar alþjóðleg ljósmyndasýning var haldin í Stokkhólmi, hafi hin fagurfræðilega og réttar- farslega staða ljósmyndarinnar verið sér hugleikið viðfangsefni. Hann bendir á, að í frönskum og engilsaxneskum lögum sé höfundaréttur listrænna ljós- mynda ótvírætt verndaður, og að Norðurlöndin séu „algerlega einangruð í stjúpmóðurlegri meðferð sinni á ljósmyndalist- inni“. Hann gerir ítarlega grein fyrir því hvernig nútímaljós- myndari vinnur og kemst að þeirri niðurstöðu, að „innsýn í starfsaðferðir hans virðist mér kollvarpa algerlega eldri og á sínurn tíma náttúrlegum hug- myndum um ljósmyndun". (Þegar hún var talin meira eða minna ,,vélræn“). Niðurlagsorð Ebersteins prófessors eru þessi: „Niðurstaðan verður sú, að hinar listrænu ljósmyndir verði núorðið að teljast frá lögfræði- legu sjónarmiði myndlist, og að ef menn vilji komast hjá að „sýna órétt“ verði að heimfæra þær, ásamt framleiðslu listiðn- aðarins og listhandverksins, undir hugtakið listaverk". ■ Margir eru haldnir þeim mis- skilningi, að hér sé ekki um ann- að að ræða en tilraun til að fá bætt einni grein við hinar fögru listir sem fyrir eru. Sannleikur- inn er sá, að spurningin um ljósmyndina sem list er aðeins ein hlið á margþættu vandamáli, sem í innsta eðli sínu varðar skilning okkar á listrænni feg- urð. Svo virðist sem listin muni
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.