Úrval - 01.06.1956, Síða 50
4«
ÚRVAL
meinlausum lasleika. Á síðari
Wuta annarrar aldarinnar f.Kr.,
þegar Cimbrar og Teutónar ógn-
uðu rómverska ríkinu, urðu
þessir tveir herskáu þjóðflokk-
ar, sem oft höfðu sigrað róm-
versku herina, malaiúunni að
bráð. Sóttin lamaði þá svo mjög,
að þeir fóru miklar hrakfarir
fyrir Maríusi hjá Aix og Pó
árið 102 og 101 f. Kr. Umhverfi
Rómaborgar, sem áður hafði
verið alræmt malaríubæli, varð
skömmu síðar svo heilnæmt, að
höfðingjar borgarinnar tóku að
reisa sér þar sumarhús.
Annar skæður faraldur gekk
jTir ítalíu á 3. öld e. Kr. og
sannar hann enn einu sinni, hve
mikla sögulega þýðingu malar-
ían hefur haft. Þessi nýi farald-
ur varð sem sé orsökin að hruni
og upplausn Rómaveldis. Á
næstu þrem öldum sópaði mal-
arían burt öllum helztu forvígis-
og menntamönnum rómverska
ríkisins. Nóbelsverðlaunahafinn
Róbert Ross heldur fram þeirri
kenningu, að Rómverjar hafi
verið næmari fyrir malaríufar-
öldrunum heldur en Slavar, af
því að hinir síðarnefndu hafi
fæðzt og alizt upp í malaríu-
löndum og verið ónæmir fyrir
veikinni.
Það var ekki fyrr en á 6. öld
e. Kr., á valdatímum Langbarða,
að malarían fer að fjara út.
Sjö þýzkir keisarar létust úr
malaríu, og í einni herferð sinni
missti Friðrik rauðskeggur keis-
ari næstum allt foringjalið sitt
úr malaríufaraldri.
Á ftalíu hafði malarían legið
niðri í margar aldir, enda þótt
hún yrði aldrei aldauða. En á
17. öld blossaði hún skyndilega
upp aftur og gerði mikinn usla.
Menn eru fyrir löngu famir
að nota séi'stök malaríulyf
í stað kínins í baráttunni við
veikina. Hin tilbúnu lyf eru
áhrifameiri og auk þess
laus við ýmsar slæmar auka-
verkanir, sem kínínnotkunin
hafði í för með sér. Samt sem
áður hefur ekki enn tekizt að
vinna bug á malaríunni, og er
helzta orsök þess kæruleysi og
trassaskapur íbúanna og skort-
ur á læknum og hjúkrunarliði.
Það var ekki fyrr en menn fóru
að einbeita sér að útrýmingu
mýflugunnar, sem ber sýkilinn,
að heldur tók að þokast í átt-
inu. Nú er skordýraeitri stráð
yfir hin sýktu svæði í stóram
stíl, og hefur það víða borið
þann árangur, að héruð, sem
áður voru óbyggileg vegna mal-
aríu, era nú laus við sýkina.
Árlega vinnast nýir sigrar gegn
þessari útbreiddustu sótt ver-
aldarinnar.