Íslensk bókatíðindi - 01.12.1990, Qupperneq 4
A
íslenskar skáldsögur
SÍÐASTA ORÐIÐ
Steinunn Sigurðardóttir
í þessari margslungnu og áleitnu
skáldsögu stíga ættmenni land-
læknisdótturinnar glæsilegu, Öldu
ívarsen, fram á sjónarsviðið, eitt af
öðru, séð með gleraugum sam-
ferðarmanna sinna, og þetta er
mikill ættbogi, „þrútinn af lítillæti,
manngæsku og stórhug", en byrgir
bresti sína og leyndarmál bak við
luktar dyr. Þessu er lýst á frumleg-
an og óvæntan hátt, í eftirmælum
um fólk af ívarsen-ætt, þar sem of-
ið er saman ísmeygilegri kímni,
nöpru háði og einlægri samúð.
182 blaðsíöur.
Iðunn.
Verð: 2678 kr.
SVEFNHJÓLIÐ
Gyrðir Elíasson
Önnur skáldsaga þessa sérstæða
höfundar sem hlaut Stílverðlaun
Þórbergs Þórðarsonar árið 1989.
Hér er lýst ferðalagi ungs manns
um ísland, bæði ofanjarðar og
neðan, hérna megin og fyrir hand-
an, frá litlu þorpi um stærra kaup-
tún til dálítillar borgar og alls stað-
ar séríslensk kennileiti sem les-
endur þekkja mætavel en verða
torkennileg af samhengi sínu.
Sagan er í senn kátleg, dularfull
og ógnvekjandi.
144 blaðsíður.
Mál og menning
Verð: 2380 kr.
MINNINGABÓK
Vigdís Grímsdóttir
Vigdís Grímsdóttir hefur unnið sér
tryggan sess meðal fremstu rithöf-
unda íslenskra með smásögum
sínum, skáldsögum og Ijóðum.
Hér slær hún á nýja strengi og yrk-
ir um trega og söknuð, um það
sem horfið er og kemur aldrei aft-
ur, um minningar sem lýsa
skamma stund og fölna að nýju.
En þær eru ekki glataðar, þær eru
nálægar og hlýjar og lifa með okk-
ur alla tíð.
115 blaðsíður.
Iðunn.
Verð: 2280 kr.
FÓRNARPEÐ
Leó E. Löve
Spennusaga sem gerist á íslandi
árið 1990. Sér til skelfingar kemst
Logi Guðmundsson blaðamaður á
snoðir um stórfellt misferli stjórn-
málamanns sem misnotar stöðu
sína. Er íslenskt þjóðlíf svona?
Svífast spilltir menn einskis og eru
mannslíf þeim einskis virði? Hvers
má sín ungur eldhugi gegn skák-
fléttum peningamanna? Logi berst
gegn spillingunni og leggur mikið
undir. Bók sem aðdáendur
spennusagna munu njóta ofan í
kjölinn.
215 blaðsíöur.
ísafold.
Verð: 1990 kr.
Erlendurjónsson
ENDURFUNDIR
Smásögur
ísafold
ENDURFUNDIR
Erlendur Jónsson
Endurfundir er safn þrettán smá-
sagna en áður hefur komið út eftir
höfundinn smásagnasafnið Far-
seðlar til Argentínu. Sögurnar eru
byggðar upp af þjóðlífsmyndum
sem oftar en ekki er varpað á
kunnuglegan bakgrunn. Mann-
gerðirnar eru á öllum aldri og af
ýmsu tagi. Sögusviðið getur verið
heimahús, vinnustaður, skólastofa
eða bíll uppi á heiði. Allar gerast
sögurnar á líðandi stund þó sögu-
þráðurinn dragi stundum slóða
nokkra áratugi aftur í tímann.
160 blaðsíður.
ísafold.
Verð: 1490 kr.
HELLA
Hallgrímur Helgason
Söguhetja þessarar þókar er 14
ára stúlka sem afgreiðir í Söluskál-
anum þar sem inn streyma af
þjóðveginum þýskir ferðamenn,
fjölskyldur úr Reykjavík, þéttvaxnir
flutningabílstjórar og töffarar á fyll-
eríi. Hestamannamótið nálgast og
þá dregur til tíðinda í lífi hennar og
lífi hins friðsæla sveitaþorps. Nýr
höfundur - ný sýn á Island - nýr
tónn í íslenskum bókmenntum.
154 blaðsíður.
Mál og menning.
Verð: 2480 kr.
VEGURINN UPP Á FJALLIÐ
Jakobína Slgurðardóttlr
Nú er hartnær áratugur liðinn frá
því þessi virti höfundur sendi síð-
ast frá sér bók og sæta nýjar smá-
sögur tíðindum. Stíllinn er tær og
frásögn öll Ijós, og hvort sem fjall-
að er um eilífðarvanda eða dægur-
mál fléttast saman í sögunum höf-
uðþættir listarinnar að segja frá:
Að vekja lesandann til umhugsun-
ar og skemmta honum.
143 blaðsíður.
Mál og menning.
Verð: 2380 kr.
HVERSDAGSHÖLLIN
Pétur Gunnarsson
Læknir, leikkona, verkamaður,
bóndakona, iðnaðarmaður, hús-
mæður - og öll börnin. Þetta eru
venjulegir íslendingar sem hér er
sagt frá, íslensk fjölskylda þar sem
allir eru samt svo óvenjulegir. [
þessari hrífandi skáldsögu sýnir
Pétur Gunnarsson allar sínar
bestu hliðar: óvæntar hugdettur og
fyndnar lýsingar, hlýju og angur-
værð, dýpt og næmi fyrir þessu
furðulega fyrirbæri - hversdags-
leikanum.
200 blaðsíður.
Mál og mennlng.
Verð: 2580 kr.