Íslensk bókatíðindi - 01.12.1990, Síða 5

Íslensk bókatíðindi - 01.12.1990, Síða 5
íslenskar skáldsögur MÝRARENGLARNIR FALLA Sigfús Bjartmarsson Hér eru fimm samtengdar sögur úr íslenskri sveit sem lýsa heimi sem er eyðingunni merktur. Allar snú- ast sögurnar um hringrás náttúru og mannlífs og viðnám gegn fram- rás hins óumflýjanlega. Orðfærið er auðugt og sérkennilegt, sprottið úr þeim heimi sem sögurnar lýsa svo eftirminnilega. 165 blaðsíður. Mál og menning. Verð: 2480 kr. MYRKRAVERK í MIÐBÆNUM Birgitta H. Halldórsdóttir Ég er hrædd og ég veit ekki mitt rjúkandi ráð. Það hafa verið framin tvö morð, með stuttu millibili, hér í Reykjavík. Morð sem allir telja að séu skýranleg dauðsföll. Hið fyrra var haldið að væri sjálfsvíg en það síðara slys. Ég er hrædd því að ég veit að morðinginn gengur laus og hefur næsta fórnarlamb í sigtinu. Ég óttast að áður en yfir lýkur komi röðin að mér. . . 165 blaðsíður. Skjaldborg hf. Verð: 1890 kr. SÍÐASTA SAKAMÁLASAGAN Björgúlfur Ólafsson Sérvitur kennari dregst fyrir tilviljun inn í atburðarás ofbeldis, morðs og eiturlyfjasmygls. Höfundur fléttar saman spennusögu, gamansögu og fagurbókmenntum á mjög ný- stárlegan hátt. Hér er á ferðinni spennandi, skemmtileg og vönduð skáldsaga. 154 blaðsíður. Söguforlagið. Verð: 2300 kr. VILLIKETTIR í BÚDAPEST Einar Heimisson Vor 1989. Ung íslensk kona ætlar sér að leggja stund á söngnám í stórri borg í Evrópu en leiðir henn- ar verða aðrar en til stóð í upphafi; hún kynnist ungum manni frá Búdapest. Hver er hún? Hver er hann? Tvær ungar manneskjur frá ólíkum stöðum á sérstökum tím- um. Villikettir í Búdapest er sterk saga um unga konu á tímamótum í lífi sínu skrifuð af frábærri leikni og innsæi. 204 blaðsíður. Vaka-Helgafell Verð: 2480 kr. HEIMSLJÓS Tvö bindi Halldór Laxness Heimsljós er eitt öndvegisrita heimsbókmenntanna á þessari öld og ein ástsælasta skáldsaga ís- lensku þjóðarinnar. Sagan fjallar um líf Olafs Kárasonar, íslensks skálds, stórbrotið lífshlauþ þess manns sem er einna smæstur meðbræðra sinna. Fegurð og þjáning þessa lífs hefjast upþ í goðsögulegar stærðir þó sögu- sviðið sé lítið sjávarþorp. Endurút- gáfa. 594 blaðsíður (bæði bindin). Vaka-Helgafell. Verð: 2192 kr. (hvort bindi) INNANSVEITARKRONIKA Halldór Laxness Innansveitarkronika er listileg frá- sögn af kirkjustríði í Mosfellssveit og styður þá hugmynd að lífið sjálft geti verið frásagnarverðara, skáldlegra og skemmtilegra en nokkur tilbún- ingur. Hún er þjóðleg menningar- saga, skrifuð í stíl íslenskra fróð- leiksmanna á fyrri öldum, en auð- sætt er handbragð listamannsins. Hvert orð er dýrt, hver hugsun ög- uð, atvik öll og atburðir án orða- lenginga. Milli línanna seitlar niður aldanna en leiftrandi gamansemi glitrar á hverri síðu. Endurútgáfa. 182 blaðsíður. Vaka-Helgafell. Verð: 2191 kr. KRISTNIHALD UNDIR JÖKLI Halldór Laxness Kristnihald undir Jökli er þroska- saga Umba, sem sendur er undir Jökul til að kanna kristnihald þar. Þar hittir hann merkilegar þersón- ur sem hafa sterk áhrif á hann og kollvarpa veikum lífsgrundvelli hans. Umbi sogast í hringiðu lífs þeirra, hugmynda og tilfinninga og verður aldrei samur. Kristnihaldið er ein af dýrustu perlunum í sagnaskáldskap íslendinga. End- urútgáfa. 334 blaðsíður. Vaka-Helgafell. Verð: 2521 kr. FÓTATAK TÍMANS Kristín Loftsdóttir Fótatak tímans lýsir á áhrifamikinn hátt samskiptum fólks í einangr- uðu samfélagi og veitir einstaka innsýn í mannlegar tilfinningar: ást og hatur, grimmd og hlýju, sak- leysi og losta, líf og dauða. Allt endurspeglast þetta í samskiptum persónanna; fegurðin í sambandi föður og dóttur, Ijótleikinn í afstöðu samfélagsins til þeirra. Kristín Loftsdóttir er ungur höfundur og hefur með þessari bók skrifað sögu sem er einstök í sinni röð. 211 blaðsíður. Vaka-Helgafell. Verð: 2480 kr.

x

Íslensk bókatíðindi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslensk bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1846

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.