Íslensk bókatíðindi - 01.12.1990, Side 7
Pýddar skáldsögur
Á BLÁÞRÆÐI
Victoria Holt
Metsöluhöfundurinn Victoria Holt
fer á kostum í þessari spennandi
og rómantísku bók sem segir frá
stúlku sem á hamingju aö fagna
uns hún verður fyrir óvæntum ör-
lögum. Fyrir henni opnast heimur
sem er í senn heillandi og hættu-
legur og hún veröur aö velja á milli
öryggis og áhættu. Er hún reiðu-
búin aö fórna öllu fyrir ástríöuna
sem blossar upp í hjarta hennar?
231 blaðsíða.
Vaka-Helgafell.
SEIÐUR SLÉTTUNNAR
Jean M. Auel
Nýjasta bók metsöluhöfundarins
Jean M. Auel sem kemur nú út
samtímis á íslandi og í tuttugu öör-
um löndum. Saga Aylu heldur hér
áfram í Seiði sléttunnar, sem er
einstök bók eins og heimurinn
sem hún lýsir. Ayla og Jondalar
ferðast saman um ókunnar sléttur
Evrópu og kynnast veröld sem
færir þeim bæði sársauka og
ánægju. Þau færast nær sínu fjar-
læga takmarki, að finna sér stað á
jörðinni þar sem þau geta sest að
og búið sér heimili.
739 blaðsíður.
Vaka-Helgafell.
í ÚLFAKREPPU
Colin Forbes
Colin Forbes er í röð vinsælustu
spennusagnahöfunda samtímans.
Óljós orðrómur berst um undir-
heima stórborganna. Hryðjuverk
eru í vændum, stórfelldari og ægi-
legri en dæmi eru um. Margrét
Thatcher forsætisráðherra felur
Tweed, yfirmanni í bresku leyni-
þjónustunni, að kanna þetta mál
nánar, og nú bregður svo við að
Rússar leggja honum lið, enda
eiga þeir mikilla hagsmuna að
gæta.
360 blaðsíður.
Örn og Örlygur.
Verð: 1690 kr.
KÍNABÁLIÐ
Eric Clark
Skáldsaga í betri flokki, - betri en
venjuleg spennusaga. Eric Clark
er víðkunnur fyrir það að samfara
hraðri atburðarás varðveitir hann
vandaðan stíl og leggur sig fram
um að skapa trúverðugar og eðli-
legar sögupersónur. Gerist í Kína,
þar sem menn verða leiksoppar
stjórnmálasviptinga. Ungur vest-
rænn verkfræðingur kemur til að
hjálpa til, en í hatri bálsins verður
hann allt í einu hundeltur. Aðeins
ástin getur bjargað honum í líki
djarfrar Kínakonu.
240 blaðsíður.
Fjölvi/Vasa
Verð: 1980 kr.
HAFIÐ, HAFIÐ
Iris Murdoch
Iris Murdoch er einn þekktasti og
merkasti rithöfundur Breta sem nú
er uppi og fyrir þessa bók hlaut
hún Booker-verðlaunin frægu.
Þetta er saga af leikhúskónginum
Charles Arrowby, sem yfirgefur
glitheima Lundúnaborgar til að
finna frið og einveru við hafið. En
þar hittir hann fyrir konu sem átt
hafði ást hans fyrir löngu, og
frænda sinn sem á í höggi við
óvætt úr djúpinu. Og einveran
breytist fyrr en varir í leiksýningu,
þar sem duldar langanir og tilfinn-
ingar taka völdin.
Iðunn.
Verð: 2980 kr.
BUNN
ÉG VILDI GANGA í BUXUM
Lara Cardella
Fyrsta skáldsaga ungs höfundar
hefur sjaldan vakið meiri athygli en
þessi. Bókin, sem varð algjör met-
sölubók á Ítalíu, hefur þegar komið
út í fjölda landa og hvarvetna orðið
metsölubók og tilefni heitra um-
ræðna. Lara Cardella bregður log-
andi brandi að rótum sikileyska
karlmannasamfélagsins í lýsingu
sinni á uppvexti og þroska
Annettu, stúlkunnar sem vill af-
neita hefðbundnu hlutverki kon-
unnar og ganga í buxum, en upp-
reisn hennar verður skammlíf og
afleiðingarnar átakanlegar.
Iðunn.
Verð: 2280 kr.
HÆTTUSPIL
Jerzy Kosinskii
Þýðandi: Gísli Þór Gunnarson
Það sem Bítlarnir gerðu fyrir
popptónlist gerði Jerzy Kosinskii
fyrir bókmenntir. Höfundur
„Skræpótta fuglsins“, og „Being
There“ fer hér á kostum er hann
lýsir hremmingum dáðustu tón-
smiða samtímans, sem þurfa að
gjalda dýru verði fyrir frægð og
frama.
320 blaðsíður.
Trúbadorforlagið.
Dreifing: Fjölvi.
Verð: 2200 kr.
Kilja: 1500 kr.
LEIÐBEININGAR FYRIR KONUR
UM FRAMHJÁHALD
Carol Clewlow
Áhrifamikið og umtalað skáldverk,
leiftrandi af bitru háði sem fléttað
er djúpri samkennd og sársauka,
bók um nútímakonur sem njóta
frelsis til að elska og frelsis til að
þjást, eiga ástmenn sem eru
ófrjálsir og bundnir og valda þeim
kvölum og unaði, konur sem eru
elskaðar og sviknar. Rose og vin-
konur hennar eru sterkar og sjálf-
stæðar, en jafnfrámt tilfinninga-
næmar og auðsærðar undir niðri,
hamingjusamar í forboðinni ást
sinni og sælar í þjáningu sinni.
Iðunn.
Verð: 2480 kr.