Íslensk bókatíðindi - 01.12.1990, Page 9

Íslensk bókatíðindi - 01.12.1990, Page 9
Pýddar skáldsögur Q BLEKSPEGILLINN - SÖGUR Jorge Luis Borges Þýðandi: Sigfús Bjartmarsson Safn smásagna eftir einn merki- legasta höfund aldarinnar. Grunn- tónninn í þeim er seiðmagnaður og suðuramerískur, þær eru dul- úðugar, fyndnar og spennandi. Höfundur leikur sér að mörkum draums og veruleika og skáld- skapar og fræða og honum eru hugfólgnar hverskyns furður og sjónhverfingar. Bókin er í nýrri rit- röð öndvegisbókmennta í kilju- broti, Syrtlum. 119 blaðsíður. Mál og menning. Verð: 1880 kr. TIL AMERIKU Antti Tuuri Þýðandi: Njörður P. Njarðvík Erkki Hakala hefur flækst í þvílíka fjármálaóreiðu og skattavanskil, að hann sér þann kost vænstan að flýja undan yfirvofandi málsókn og réttarhöldum. Hann kemur mik- illi fjárfúlgu undan og stingur af með fulla tösku af peningum. Leið hans liggur til Florida sem er orðin eins konar griðastaður finnskra skattsvikara. En Ameríka reynist Erkki Hakala engin paradís. Höf- undurinn hlaut bókmenntaverð- laun Norðurlandaráðs 1985. 304 blaðsíður. Setberg Verð: 2750 kr. EVA LUNA SEGIR FRÁ Isabel Allende Þýðandi: Tómas R. Einarsson 23 smásögur um jafnmörg tilbrigði ástarinnar. Hér segir af skugga- legum stigamönnum og háttprúð- um hefðarmeyjum sem elskast með ærslum og glæframönnum sem stíga í vænginn við annálaðar sómakonur, tinandi gamalmenni hefja upp langþráð bónorð, mæðgur keppa um hylli farand- söngvara, draumar rætast og skýjaborgir hrynja . . . Fjörmikil frásagnarlist, erótík, húmor og hlýja. 218 blaðsíður. Mál og menning. Verð: 2980 kr. NJÓSNARINN SEM KOM INN ÚR KULDANUM John le Carré Páll Skúlason þýddi Þegar Njósnarinn sem kom inn úr kuldanum, eftir John le Carré, kom út árið 1963 kvað við nýjan tón í njósnasögum. Togstreita og skær- ur stórveldanna urðu kaldar og ómanneskjulegar, tilgangurinn helgaði meðal þeirra og engar leikreglur voru í heiðri hafðar. Bók- in var upphaflega gefin út á ís- lensku vorið 1965 og er við hæfi að gefa þessa mögnuðu sögu út á ný nú þegar kalda stríðinu er lokið. 202 blaðsíður. Almenna bókafélagið. Verð: 2322 kr. IN A G I B IM A H F Ú Z HíRflttflR [mrm: i MÍRAMAR Nóbelsskáldið Nagíb Mahfúz Þýð.: Sigurður A. Magnússon Gömul grisk kona rekur gistiheim- ilið MÍRAMAR í Alexandríu. Það ber merki um fornan glæsibrag, þótt það sé nú í nokkurri niður- níðslu. Utan sumartímans er erfitt að fá viðskiptavini, en þennan vet- ur hýsir gistiheimilið fimm gesti, og fjallar sagan um samband þeirra við þjónustustúlkuna, hina fögru bóndadóttur Zóhru. Með heilbrigðu stolti sínu verður hún miðdepill í mikilli flækju er snýst um ástir, völd og auðæfi. 216 blaðsíður. Setberg. Verð: 2380 kr. EKKI ER ALLT SEM SÝNIST Jeffrey Archer Bókin er í íslenskri þýðingu Björns Jónssonar. Hún hefur að geyma 12 sögur sem bera þess vitni að höfundurinn er snillingur í að nota þekkta atburði og flétta óvænta at- burðarás inn í þá. Þetta er ein vin- sælasta bók Jeffrey Archer og í henni koma glögglega fram hæfi- leikar hans til að halda lesendum sínum í spennu og koma þeim sí- fellt á óvart. 187 blaðsíður. Fróði hf. Verð: 1760 kr. ÁSTARORÐ Danielle Steel Oliver Watson hefur unnið kapp- samlega að því að byggja sér ör- uggan heim. En skyndilega virðist stoðunum kippt undan honum. Eft- ir átján ára hjónaband, sem Oliver hafði talið fullkomið, ákveður Sara, eigikona hans að yfirgefa fjölskyld- una. Oliver stendur einn eftir með þrjú börn og vandamál sem hann verður að takast á við. En lífið heldur áfram og mörg verður raun- in áður en úr rætist. 190 blaðsíður. Setberg. Verð: 1680 kr. DULD Stephen King Duld nefnist á frummálinu „The Shining“ og er ein þekktasta skáld- saga bandaríska spennusagna- höfundarins Stephen King. Karl Birgisson þýddi bókina. Sagan fjallar um fjölskyldu sem tekur að sér húsvörslu á afskekktu fjalla- hóteli þar sem fjölskyldufaðirinn ætlar sér að vinna að ritstörfum. En margt fer öðruvísi en ætlað er. Gerð hefur verið kvikmynd eftir sögunni þar sem Jack Nicholson fór með aðalhlutverkið. 420 blaðsíður. Fróði hf. Verð: 1980 kr.

x

Íslensk bókatíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslensk bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1846

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.