Íslensk bókatíðindi - 01.12.1990, Blaðsíða 11

Íslensk bókatíðindi - 01.12.1990, Blaðsíða 11
Þýddar skáldsögur n RÉTTARHÖLD REIÐINNAR J.A. Jance Körfuboltaþjálfari háskólaliðs finnst myrtur og margslungin at- burðarás hefst. Það eru ekki marg- ar konur í „töffaradeild“ spennu- sagnanna, en J.A. Jance slær strákunum við. 200 blaðsíður. Líf og saga. Verð: 2390 kr. EFTIRFÖRIN Duncan Kyle Árið 1941 öslar orrustuskipið Prince of Wales vestur um haf gegn stormi og stórsjóum, meðan kafbátahernaður Þjóðverja er í al- gleymingi. Maðurinn, sem er far- þegi í þessari ferð, getur einn síns liðs unnið eða tapað stríðinu fyrir Breta. Mesta hættan steðjar að úr lofti, því að vestan hafs bíða þrír menn eftir tækifæri til þess að greiða banahöggið af hálfu Þjóð- verja. Þegar orrustuskipið nálgast áfangastað hefur flugvél sig á loft og banvænn leikur hefst fyrir al- vöru. 211 blaðsíður. Hörpuútgáfan. ANNALÍSA Ib. H. Cavling Enn á ný kemur út bók eftir hinn sívinsæla danska höfund, Ib. H. Cavling, sem vart þarf að kynna íslenskum lesendum, slíkar eru vinsældir hans hér á landi. Anna- lísa er sextán ára og býr við þröngbýli heima hjá foreldrum sín- um. Hún vill allt til vinna til að þau geti fengið stærri íbúð. Hún ræður sig til starfa á lögfræðiskrifstofu sem sér um úthlutun leiguíbúða. Þar lendir hún í klónum á kven- sömum lögmanni með vafasamt mannorð. . . 192 blaðsíður. Hildur. Verð: 1885 kr. VERNDARGRIPUR SETS Sara Hylton í þessari nýju bók Söru Hylton er spenna frá fyrstu til síðustu blað- síðu. Kathryn St. Claer, dóttir forn- leifafræðings, er tvær persónur. Að deginum er hún ensk, elst upp á sveitasetri í Englandi. En á næt- urnar lifir hún í endurteknum draumum lífs og dauða fornrar egypskrar prinsessu. - Við forn- leifauppgröft í Egyptalandi kemur í Ijós að Kathryn hefur í draumum sínum lifað atburði sem gerðust fyrir þúsundum ára. 244 blaðsíður. Hildur. Verð: 1900 kr. DAUÐADÓMUR Jack Higgins KGB réði hryðjuverkamanninn Frank Barry til þess að ræna nýj- asta leynivopni NATO-herj- anna . . . Eini maðurinn sem gæti hindrað ránið var Martin Brosnan, IRA-skæruliði og liðþjálfi úr Víet- nam-stríðinu. Hann var hins vegar dauðadæmdur í hinu illræmda fangelsi á Belle-eyju, sem var rammlega víggirt og varin 10 mílna straumröst, sem sleppti engu sem í hana féll. - Martin ákvað samt að gera flóttatilraun ásamt samfanga sínum. í þessari bók fer meistarinn Higgins á kostum. 229 blaðsíður. Hörpuútgáfan. ERLINO POULSEN JÁTAÐU ÁST ÞÍNA JÁTAÐU ÁST ÞÍNA Erling Poulsen Robert Barker vann ásamt félög- um sínum og fjölskyldum þeirra að stóru þróunarverkefni í Afríku, þar sem hann bjó með Beötu, barns- hafandi eiginkonu sinni. Hin und- urfagra Afríka sem hafði verið æv- intýraheimur þeirra og paradís, breyttist skyndilega í ógnvekjandi martröð. - í þessari nýju bók Erl- ings Poulsens eru tvær ástarsög- ur. Önnur gerist að hluta í hinni leyndardómsfullu Afríku og hin á grísku eyjunni Krit. Þetta eru spennandi ástarsögur úr dularfullu og framandi umhverfi. 176 blaðsíður. Hörpuútgáfan. BofUV fáísbeití Stúlkan á ströndinni STÚLKAN Á STRÖNDINNI Bodil Forsberg Hjúkrunarkona finnst myrt. Arvid Holm ræðismaður er ákærður fyrir morðið. Björn, sonur hans, er eftir- lýstur sem vitni í málinu. Hann mátti ekki til þess hugsa að vitna gegn föður sínum, sem hafði verið besti vinur hans og félagi. Honum tekst að dyljast með hjálp vinkonu sinnar - stúlkunnar á ströndinni - sem var reiðubúin að fórna sér fyr- ir hann. - Þetta er viðburðarík og spennandi ástarsaga um ung- menni og fjölskyldur þeirra, einnig spillingu og undirferli sem þróast í skjóli auðs og frægðar. 176 blaðsíður. Hörpuútgáfan. HAMINGJUHJARTAÐ Eva Steen Hún er rekin úr ballettskólanum, sem hún hefur verið í, vegna kunnáttu- og agaleysis, og fer því til London, þar sem hún gerist þjónustustúlka hjá fjölskyldu einni, og gætir lítillar stúlku. Á leiðinni til London kynnist hún ungum manni, sem sýnir henni mikinn áhuga. í London fær hún nýtt tækifæri til að æfa og stunda ballettdans, og allt virðist bjart. En ungi maðurinn úr flugvélinni á eftir að birtast aftur. 176 blaðsíður. Skuggsjá.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Íslensk bókatíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslensk bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1846

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.