Íslensk bókatíðindi - 01.12.1990, Síða 12

Íslensk bókatíðindi - 01.12.1990, Síða 12
79 Þýddar skáldsögur FÓRNFÚS MÓÐIR Else-Marie Nohr Hún hefur aldrei verið mikið fyrir börn, en í fríi sínu verður hún ást- fangin af manni nokkrum og kynn- ist lítilli dóttur hans, sem er hjart- veik og bíður eftir því að komast undir læknishendur. Hún verður smám saman hrifin af litlu stúlk- unni, en það var hún ekki í upp- hafi. Litla stúlkan saknar móður sinnar, sem hefur verið handtekin vegna njósna, og faðir hennar er einnig grunaður um njósnir. 176 blaðsíður. Skuggsjá. KLÓM. Charles Garvice SÖGUSAFN HELMIIANNA í VARGAKLÓM Charles Garvice í vargaklóm er eftir hinn vinsæla breska skáldsagnahöfund Charles Garvice, en eftir hann hefur Sögu- safnið gefið út margar skáldsögur, sem notið hafa mikiila vinsælda. Þar má t.d. nefna: Húsið í skógin- um, Ættarskömm, Seld á uppboði, í örlagafjötrum og Rödd hjartans. í vargaklóm er ósvikin og viðburða- rík ástarsaga eins og aðrar bækur þessa vinsæla höfundar. 266 blaösíður. Sögusafn heimilanna. Verð: 1480 kr. í DAG HEFST LÍFIÐ Erik Nerlöe Aðeins sautján ára gömul er hún að verða fræg og rík. Og margt er að gerast í lífi hennar. Hún fær tækifæri sem söngkona; hún verð- ur ástfangin; hún hittir móður sína, sem hún hefur aldrei þekkt, en hefur svo oft dreymt um. Hún er vinsæl og öfunduð, og hún er grunuð ranglega um afbrot. Og þegar hún reynir að hjálpa unga manninum, sem hún elskar, neyð- ist hún til að flýja með honum eftir- lýst og elt af lögreglunni. 176 blaðsíður. Skuggsjá. Mún kom sem gestur Edna Lee HÚN KOM SEM GESTUR Edna Lee Ung stúlka frá N-Ameríku gerist kennslukona á gömlu óðalssetri í einu af Suðurríkjunum. Hana órar ekki fyrir því sem bíður hennar í framtíðinni. Hún á að kenna ung- um aðalsmannssyni, en flækist inn í meinleg örlög þess fólks, sem hún á að þjóna. Hún kom sem gestur er viðburðarík og spenn- andi saga um ástir og örlög, saga, sem lesendur Sögusafnsins kunna örugglega að meta. 282 blaðsíður. Sögusafn heimilanna. Verð: 1580 kr. ÆVINTÝRI í MAROKKÓ Barbara Cartland Nevada Van Arden var bæði mjög falleg og vellrík, og hún naut þess að kremja hjörtu ungu mannanna, sem hændust að henni unnvörp- um. Tyrone Strome varð ævareið- ur, þegar hann komst að raun um, hvernig hún fór með aðdáendur sína, og hve laus hún var við alla tillitssemi og hjartahlýju. Hann ákveður að veita henni ærlega ráðningu. Og hann hefur einnig áhuga á því að finna kvenmann- inn, sem hann er svo viss um að felur sig bak við þessa kaldrana- legu ytri skel. 184 blaðsíður. Skuggsjá. SKRIÐAN Desmond Bagley íslensk þýðing eftir Gísla Ólafsson Desmond Bagley er íslenskum lesendum að góðu kunnur, þar sem bækur hans hafa verið þýdd- ar á íslensku og notið mikilla vin- sælda. Fyrsta skáldsaga hans Gullkjölurinn fékk mjög góða dóma, en með Fjallavirkinu sló hann í gegn og varð einn af dáð- ustu skáldsagnahöfundum okkar tíma. Skriðan er ein af skemmti- legustu sögum Bagleys, ævintýra- leg og spennandi. 256 blaðsíður. Suðri. Verð: 1580 kr. í SKUGGA FORTÍÐAR Theresa Charles llona Lantivet var dularfull í augum samstarfsfólks síns. Engu þeirra datt í hug, að hún skrifaði spennu- sögur í frítíma sínum, eða að þessi „Nikulás“, sem hún átti að vera trú- lofuð, væri aðeins til í hugarheimi hennar. Þegar dýrmæt skjöl hverfa á skrifstofunni, virðist grunur vera felldur af ásettu ráði á llonu. Henni til mikillar furðu og andúðar er hún sökuð um að tengjast óvinanjósn- urum . . . og að tengjast raunveru- legum manni að nafni Nikulás. 200 biaðsíður. Skuggsjá. MARTRÖÐ Á MIÐNÆTTI Sidney Sheldon Sidney Sheldon, sem er mest lesni skáldsagnahöfundur í Bandaríkjunum, sendir nú frá sér nýja skáldsögu og tekur upp þráð- inn um Catherine Douglas úr bók- inni Fram yfir miðnætti. Það er grískur auðjöfur, Demiris, sem hef- ur örlög hennar í hendi sér, en hann þarf einnig að afmá spor sem ekki mega sjást. Atburðarásin er hröð og spenna mikil, því öll meðul eru notuð til að koma fram vilja sínum. Bókaforlag Odds Björnssonar Verð: 2140 kr.

x

Íslensk bókatíðindi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslensk bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1846

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.