Íslensk bókatíðindi - 01.12.1990, Blaðsíða 30

Íslensk bókatíðindi - 01.12.1990, Blaðsíða 30
30 Ævisögur og endurmmningar ÁSGEIR JAKOBSSON BÍLDUDALSKÓNGURINN ATHAFNASAGA PÉTURSITHORSTEINSSONAR MYNDIR ÚR LÍFI PÉTURS w EGGERZ # FVRRVEHANUl SENDIHEHRA hcssi liók (jíillar um forna ifitiáj pegársainfélagld var mdiaö af gjöróllkum við- iiorfum frá l»ví sem núéru ríkjaiKli. . Er þc’lia forviinilcgi 0« áliugaven? SKUGGSJÁ KIWARI Á fARALDSrÆTI MINNINGAR ITiA KCNNARASTARfl AUÐUNN BRAGI SVEINSSON UVhUW BÍLDUDALSKÓNGURINN Athafnasaga Péturs J. Thorsteinssonar Ásgeir Jakobsson Þetta er saga Péturs J. Thor- steinssonar, sem var frumherji í at- vinnulífi þjóðarinnar á síðustu ára- tugum nítjándu aldar og fyrstu ára- tugum þeirrar tuttugustu; saga manns, sem vann það einstæða afrek að byggja upp frá grunni öfl- ugt sjávarpláss; hetjusaga manns, sem þoldi mikil áföll og marga þunga raun á athafnaferlinum og þó enn meiri í einkalífinu. 400 blaðsíður. Skuggsjá. Á LANDAKOTI Dr. Bjarni Jónsson yfirlæknir Þetta er saga af merkri stofnun, m.a. um líknarstarf systra í nærri heila öld. Margir af fremstu lækn- um landsins koma hér við sögu. Dr. Bjarni Jónsson yfirlæknir var um áraraðir fremsti sérfræðingur íslendinga í bæklunarsjúkdómum og meðferð höfuðslysa. Hann seg- ir meðal annars í formála bókar- innar: „Ég hef unnið á þessari stofnun alla mína læknisævi . . . Hafa götur mínar og systranna legið saman i nærri hálfa öld“. Bókina prýða 60 Ijósmyndir. 256 blaðsíður. Setberg. Verð: 2900 kr. MYNDIR ÚR LÍFI PÉTURS EGGERZ, FYRRVERANDI SENDIHERRA Gaman og alvara Pétur Eggerz Pétur Eggerz, fyrn/erandi sendi- herra, rekur hér minningar sínar. Hann segir fyrst frá lífi sínu sem lít- ill drengur í Tjarnargötunni í Reykjavík, þegar samfélagið var mótað af allt öðrum viðhorfum en nú tíðkast. Síðan fjallar hann um það, er hann vex úr grasi og ákveður að nema lögfræði, og síð- an fer hann til starfa í utanríkis- þjónustunni og gerist sendiherra. 216 blaðsíður. Skuggsjá. ÆVIBROT Dr. Gunnlaugur Þórðarson Gunnlaugur hefur ávallt verið hress í fasi, talað tæpitungulaust - komið til dyranna eins og hann er klæddur. Nokkur kaflaheiti, tekin af handahófi, segja meira en mörg orð: Að eiga mikilsvirtan föður - Rekinn úr skóla - Hjá Óskari Hall- dórssyni - Smiður á Lögbergi - Að upplifa dauðann - Ritari forseta fs- lands - Rödd að handan - Örlaga- rík vísindamennska - Húðstrýktur fyrir kirkjudyrum. Fjöldi Ijósmynda prýðir bókina. 280 blaðsíður. Setberg. Verð: 2900 kr. KENNARI Á FARALDSFÆTI Minningar frá kennarastarfi Auðunn Bragi Sveinsson Þetta er þáttasafn Auðuns Braga Sveinssonar, þar sem hann segir frá 35 ára kennarastarfi sínu í öll- um hlutum landsins. Hann greinir hér af hreinskilni frá mikium fjölda fólks, sem hann kynntist á þessum tíma, bæði til lofs og lasts. Hann segir hér frá kennslu sinni og skólastjórn á fimmtán stöðum, m.a. á Akranesi, Hellissandi, Bol- ungarvík, Ólafsfirði, Skálholti, Kópavogi og í Ballerup í Dan- mörku. 344 blaðsíður. Skuggsjá. Priscilla eiginkona hans rekur hugljúfar stundir og vandamálin af hreinskilni. ELSKU ELVIS Priscilla Presley Stór ævisaga rokkkóngsins, skráð af eiginkonu hans Sillu. Hún var kornung telpa, aðeins 14 ára, þeg- ar hún kynntist honum. Það varð ást við fyrstu sýn. Þau elskuðust heitt, en Elvis vildi varðveita hrein- leika hennar og ferska ást. Enginn vissi eins og hún allar leyndustu hugrenningar hans. Hún lýsir á hreinskilinn og trúverðugan hátt lífi og tónlistarferli, furðulegum uppá- tækjum í leik og starfi, glæstum sigrum og döprum dauða. 288 blaðsíður. Fjölvi/Vasa. Verð: 2280 kr. BUBBI Silja Aðalsteinsdóttir og Ásbjörn Morthens Lifandi og kraftmikil bók um rokk- stjörnuna góðkunnu. Bubbi segir frá bernsku sinni og uppvexti, mis- heppnaðri skólagöngu og litríkum árum sem farandverkamaður, frá árunum í rokkinu en líka frá freist- ingum dópsins, sorginni og ást- inni. Um leið varpar bókin nýju Ijósi á merkilegan þátt íslenskrar menningar. Á annað hundrað Ijós- myndir eru í bókinni, fjöldi texta er birtur, og ítarleg plötu- og lagaskrá. 284 blaðsíður. Mál og menning. Verð: 2980 kr. Kilja: 1980 kr. HJÁLPARHELLAN HETJUSAGA Miep Gies/Alison Leslie Gold Örlög Önnu Frank eru okkur hug- leikin. í aðdáun á henni gleymdist að gæta að því, hver gerði Frank- fjölskyldunni mögulegt að felast uppi á háalofti. Þau áttu sér hjálp- arengil, unga hollenska stúlku sem sá um alla aðdrætti af ótrú- legri hjálpsemi og fórnfýsi. Á tím- um skorts og skömmtunar lagði hún sig í lífshættu til að útvega þeim matvæli og aðrar nauðþurftir. Minningar Miep Gies eru heillandi í Ijúfmennsku hennar og mannúð. 240 blaðsíður. Fjölvi/Vasa. Verð: 2280 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Íslensk bókatíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslensk bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1846

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.