Íslensk bókatíðindi - 01.12.1990, Side 39

Íslensk bókatíðindi - 01.12.1990, Side 39
tiandbækur SPIL OG SPÁDÓMAR Þýðandi: Óskar Ingimarsson Hvaða vitneskju getum við fengið um framtíð okkar og örlög? í þess- ari bók eru lesendum kynntar margar þær aðferðir sem menn hafa þekkt í aldaraðir til að sjá fyrir óorðna hluti. Hvort sem menn trúa á spádóma eða ekki, þá er hér um mikinn fróðleik að ræða um dulda krafta og áhrif þeirra á örlög manna. Hér er horft inn í framtíð- ina, fjallað um spilaspár, stjörnu- speki, lófalestur, draumaráðningar og margt fleira. 136 blaðsíður í stóru broti og með mörg hundruð teikningum. Setberg. Verð: 1680 kr. FERMINGARKVERIÐ Sr. Páll Pálsson á Bergþórshvoli Ný handbók fyrir barnalærdóminn. Það er óvenjulegt við form hennar, hvað hún er líflega sett upp með fjölda teikninga og Ijósmynd. Þá er textinn að mestu leyti settur sam- an úr spurningum og svörum til að örva áhugann. Hér eru allir megin- þættir barnalærdómsins, útskýring skírnar og fermingar. Lýst eðli Guðs, Sonar og Heilags anda. Boðorðin, Faðirvorið og Trúarjátn- ingin sett upp fagurlega og út- skýrð. 176 blaðsíður. Fjölvi/Vasa. Verð: 1680 kr. ÍSLENSK SKIP l-IV Jón Björnsson frá Bólstaðarhlíð Þetta fjögurra binda verk geymir ómetanlegan fróðleik um öll þau skip og báta sem skráð hafa verið á Islandi frá upphafi skipaskrán- ingar. Bækurnar eiga erindi til allra þeirra sem áhuga hafa á sjó- mennsku og sjósókn, enda óhætt að fullyrða að hvergi sé að finna viðameiri heimild um þróun og sögu íslenska skipaflotans. Hér er rakin saga á fjórða þúsund skipa og sagt frá eigendum þeirra, auk þess sem í verkinu er nær hálft þriðja þúsund mynda. Iðunn. Verð: 18880 kr. LÆRIÐ AÐ PRJÓNA Erla Eggertsdóttir Lærið að prjóna er afar handhæg og aðgengileg bók, sú fyrsta sinn- ar tegundar á íslensku. Hér er að finna öll undirstöðuatriði og grunn- aðferðir fyrir þá sem eru að fitja upp í fyrsta sinn, og hugmyndir, fróðleik og ýmsar útfærslur á prjóni fyrir þá sem lengra eru komnir, svo sem ítarlegar leiðbein- ingar um munsturprjón, t.d. klukku- prjón og kaðlapjón, útreikningar á stærðum og frágang. Mikill fjöldi skýringarmynda er í bókinni sem auðveidar notkun hennar. Iðunn. Verð: 2280 kr. SPILAKAPLAR AB Þórarinn Guðmundsson Fjölbreytni kapla er mikil og talið er að þeir séu fleiri en önnur spil til samans og meira spilaðir. í bók þessari er lýst mörgum þeim köpl- um sem hafa náð hvað mestum vinsældum, hér á landi sem er- lendis. Víða hefur verið leitað fanga, bæði í bókum og með sam- tölum við kapalspilara. Margir kaplar eru þess eðlis að auðvelt er að gera úr þeim skemmtileg spil fyrir tvo eða fleiri. Því eru einnig nokkur kapalspil með í þessari bók. 189 blaðsíður. Almenna bókafélagið. Verð: 2190 kr. ÍSLENSKA KYNLÍFSBÓKIN Óttar Guðmundsson íslenska kynlífsbókin fjallar á hisp- urslausan hátt um alla helstu þætti kynlífsins. Nöfn meginkaflanna gefa góða hugmynd um efni bók- arinnar. Kaflarnir nefnast: Kynlífs- sagan, Fyrsta kynþróunin, Kyn- færin, Kynhegðun, Samskipti kynj- anna, Kynlífið, Kynlífsvandamál, Getnaðarvarnir, Klám og vændi, Samkynhneigð, Afbrigðilegt kynlíf og Kynsjúkdómar. Höfundurinn, Óttar Guðmundsson, nam læknis- fræði við H.í. og lauk doktorsprófi frá Gautaborgarháskóla 1984. 256 blaðsíður. Almenna bókafélagið. Verð: 3482 kr. LÍKAMSTJÁNING Að lesa hug manns af látbragði hans Allan Pease Bjöm Jónsson íslenskaði Bókin Líkamstjáning kennir þér að ráða í hugsanir fólks út frá hreyf- ingum og látbragði þess. Höfundur bókarinnar er sérfræðingur á sviði líkamstjáningar - samskipta án orða. Af bókinni geturðu margt og mikið lært: Séð hvort fólk er að Ijúga, bætt eigin framkomu, fengið fólk til að vinna með þér, lært að stjórna viðtölum og jafnvel krækt þér í heppilegan lífsförunaut. 150 blaðsíður. Almenna bókafélagið. Verð: 2004 kr. ALLT UM NUDD Lucinda Lindell og Sara Thomas o.fl. Bókin inniheldur skýrar leiðbein- ingar sem koma öllum að notum sem hyggjast leggja stund á nudd. Snerting er hverjum manni nauð- synleg, nudd stuðlar að slökun og vellíðan, dregur úr streitu, spennu og linar sársauka. Hendur okkar eru undursamleg verkfæri og þessi bók kennir handtök og að- ferðir á skýran og auðveldan hátt. Fjöldi mynda og teikninga er í bók- inni. 194 blaðsíður. Skjaldborg hf. Verð: 2600 kr.

x

Íslensk bókatíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslensk bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1846

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.