Íslensk bókatíðindi - 01.12.1990, Blaðsíða 39

Íslensk bókatíðindi - 01.12.1990, Blaðsíða 39
tiandbækur SPIL OG SPÁDÓMAR Þýðandi: Óskar Ingimarsson Hvaða vitneskju getum við fengið um framtíð okkar og örlög? í þess- ari bók eru lesendum kynntar margar þær aðferðir sem menn hafa þekkt í aldaraðir til að sjá fyrir óorðna hluti. Hvort sem menn trúa á spádóma eða ekki, þá er hér um mikinn fróðleik að ræða um dulda krafta og áhrif þeirra á örlög manna. Hér er horft inn í framtíð- ina, fjallað um spilaspár, stjörnu- speki, lófalestur, draumaráðningar og margt fleira. 136 blaðsíður í stóru broti og með mörg hundruð teikningum. Setberg. Verð: 1680 kr. FERMINGARKVERIÐ Sr. Páll Pálsson á Bergþórshvoli Ný handbók fyrir barnalærdóminn. Það er óvenjulegt við form hennar, hvað hún er líflega sett upp með fjölda teikninga og Ijósmynd. Þá er textinn að mestu leyti settur sam- an úr spurningum og svörum til að örva áhugann. Hér eru allir megin- þættir barnalærdómsins, útskýring skírnar og fermingar. Lýst eðli Guðs, Sonar og Heilags anda. Boðorðin, Faðirvorið og Trúarjátn- ingin sett upp fagurlega og út- skýrð. 176 blaðsíður. Fjölvi/Vasa. Verð: 1680 kr. ÍSLENSK SKIP l-IV Jón Björnsson frá Bólstaðarhlíð Þetta fjögurra binda verk geymir ómetanlegan fróðleik um öll þau skip og báta sem skráð hafa verið á Islandi frá upphafi skipaskrán- ingar. Bækurnar eiga erindi til allra þeirra sem áhuga hafa á sjó- mennsku og sjósókn, enda óhætt að fullyrða að hvergi sé að finna viðameiri heimild um þróun og sögu íslenska skipaflotans. Hér er rakin saga á fjórða þúsund skipa og sagt frá eigendum þeirra, auk þess sem í verkinu er nær hálft þriðja þúsund mynda. Iðunn. Verð: 18880 kr. LÆRIÐ AÐ PRJÓNA Erla Eggertsdóttir Lærið að prjóna er afar handhæg og aðgengileg bók, sú fyrsta sinn- ar tegundar á íslensku. Hér er að finna öll undirstöðuatriði og grunn- aðferðir fyrir þá sem eru að fitja upp í fyrsta sinn, og hugmyndir, fróðleik og ýmsar útfærslur á prjóni fyrir þá sem lengra eru komnir, svo sem ítarlegar leiðbein- ingar um munsturprjón, t.d. klukku- prjón og kaðlapjón, útreikningar á stærðum og frágang. Mikill fjöldi skýringarmynda er í bókinni sem auðveidar notkun hennar. Iðunn. Verð: 2280 kr. SPILAKAPLAR AB Þórarinn Guðmundsson Fjölbreytni kapla er mikil og talið er að þeir séu fleiri en önnur spil til samans og meira spilaðir. í bók þessari er lýst mörgum þeim köpl- um sem hafa náð hvað mestum vinsældum, hér á landi sem er- lendis. Víða hefur verið leitað fanga, bæði í bókum og með sam- tölum við kapalspilara. Margir kaplar eru þess eðlis að auðvelt er að gera úr þeim skemmtileg spil fyrir tvo eða fleiri. Því eru einnig nokkur kapalspil með í þessari bók. 189 blaðsíður. Almenna bókafélagið. Verð: 2190 kr. ÍSLENSKA KYNLÍFSBÓKIN Óttar Guðmundsson íslenska kynlífsbókin fjallar á hisp- urslausan hátt um alla helstu þætti kynlífsins. Nöfn meginkaflanna gefa góða hugmynd um efni bók- arinnar. Kaflarnir nefnast: Kynlífs- sagan, Fyrsta kynþróunin, Kyn- færin, Kynhegðun, Samskipti kynj- anna, Kynlífið, Kynlífsvandamál, Getnaðarvarnir, Klám og vændi, Samkynhneigð, Afbrigðilegt kynlíf og Kynsjúkdómar. Höfundurinn, Óttar Guðmundsson, nam læknis- fræði við H.í. og lauk doktorsprófi frá Gautaborgarháskóla 1984. 256 blaðsíður. Almenna bókafélagið. Verð: 3482 kr. LÍKAMSTJÁNING Að lesa hug manns af látbragði hans Allan Pease Bjöm Jónsson íslenskaði Bókin Líkamstjáning kennir þér að ráða í hugsanir fólks út frá hreyf- ingum og látbragði þess. Höfundur bókarinnar er sérfræðingur á sviði líkamstjáningar - samskipta án orða. Af bókinni geturðu margt og mikið lært: Séð hvort fólk er að Ijúga, bætt eigin framkomu, fengið fólk til að vinna með þér, lært að stjórna viðtölum og jafnvel krækt þér í heppilegan lífsförunaut. 150 blaðsíður. Almenna bókafélagið. Verð: 2004 kr. ALLT UM NUDD Lucinda Lindell og Sara Thomas o.fl. Bókin inniheldur skýrar leiðbein- ingar sem koma öllum að notum sem hyggjast leggja stund á nudd. Snerting er hverjum manni nauð- synleg, nudd stuðlar að slökun og vellíðan, dregur úr streitu, spennu og linar sársauka. Hendur okkar eru undursamleg verkfæri og þessi bók kennir handtök og að- ferðir á skýran og auðveldan hátt. Fjöldi mynda og teikninga er í bók- inni. 194 blaðsíður. Skjaldborg hf. Verð: 2600 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Íslensk bókatíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslensk bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1846

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.