Íslensk bókatíðindi - 01.12.1990, Blaðsíða 42

Íslensk bókatíðindi - 01.12.1990, Blaðsíða 42
Ma treiðslubækur Aö megrast . ' ^ og fitna aldrei aftur ^ MEGEffl'" IAF0NGUM í TOPPFORMI Harvey og Marilyn Daimond Diamond-hjónin eru nú fremst í flokki bandarískra heilsuræktar- manna. Þau voru bæði offitungar, sem leituðu sér hjálpar við of- þyngslum og þreytu, hittust þá og tóku saman og hófu rannsóknir á mataræði og lífshegðun. Þau gefa ekki auðveldar lausnir, en hafa fundið upp mikilvæg ráð, sem beinast að neyslu ávaxta og græn- metis, en sérstaklega að því, hvernig við blöndum fæðuna. Þau ráðleggja okkur að taka upp nýjan lífsstíl og heilsufæði. 240 blaðsíður. Fjölvi/Vasa. Kilja: 1030 kr. KÍNVERSK MATREIÐSLA - ÍTÖLSK MATREIÐSLA Caroline Ellwood - Mary Reynolds Fyrstu bækurnar í nýjum bóka- flokki: Bókasafn Eldhússins. Um 100 uppskriftir eru í hvorri bók og fylgja litmyndir hverri uppskrift. Hér er hægt að kynnast matreiðslu annarra þjóða á ódýran hátt. Allar uppskriftir hafa verið reyndar af ís- lenskum matreiðslumanni. Allt sem nota þarf í réttina er fáanlegt í betri matvöruverslunum. 96 biaðsíður hvor bók Skjaldborg hf. Kilja: 650 kr. MATREIÐSLUBÓK IÐUNNAR Anne Willan Þessi vandaða og glæsilega bók er ítarlegasta, umfangsmesta og greinarbesta bók um mat og mat- argerð sem út hefur komið á ís- lensku, ótæmandi sjóður af upp- skriftum, hugmyndum, leiðbeining- um, upplýsingum og fróðleik og ómissandi á hverju heimili. Auk þess að vera alhliða uppflettirit sem kennir byrjendum jafnt sem lengra komnum allar undirstöðu- aðferðir í matargerð og leiðir þá inn á nýjar brautir, er bókin veisla fyrir augað og ánægjuleg lesning. 528 blaðsíður. Iðunn. Verð: 7480 kr. INDVERSK MATREIÐSLA - FRÖNSK MATREIÐSLA Naomi Good - Caroline Ellwood Tvær bækur úr bókaflokknum: Bókasafn Eldhússins. Þessi bóka- flokkur er ekki eingöngu fyrir sæl- kera hann er ætlaður öllum þeim sem vilja auka þekkingu sína á matargerð og bjóða öðrum upp á nýjungar í matargerð. Matreiðslu- bækur fyrir almenning á mjög góðu verði. 96 blaðsíður hvor bók Skjaldborg hf. Kilja: 650 kr. ÚRVALSRÉTTIR - Gestgjafinn íris Erlingsdóttir ritstýrir Glæsileg íslensk matreiðslubók sem byggð er á efni úr hinu geysi- vinsæla tímariti, Gestgjafanum. í bókinni eru fjölmargar uppskriftir að réttum sem henta við ýmis tækifæri, auk þess sem nokkrir- kunnir íslendingar leggja fram matseðla sína í gestgjafaboðum. Bókin er öll litprentuð. 128 blaðsíður Fróði hf. Verð: 3480 kr. (Eftir kenjum kokksins Úr eldliúsi Riinars Mmvinssonar Við Tjömina EFTIR KENJUM KOKKSINS Uppskriftir úr eldhúsi Rúnars Marvinssonar Enginn matreiðslumeistari hefur enn ógnað ríki Rúnars Marvins- sonar í veitingahúsinu Við Tjörn- ina. Hér er að finna fjölbreytt safn uppskrifta úr eldhúsi hans og meg- ináhersla er á þá stórkostlegu sjávarrétti sem bera hróður hans víða. í augum hans er hver réttur sjálfstætt listaverk. Hér eru einnig kaflar um súpur, forrétti, villibráð, fugla og eftirrétti. Litmyndir af öll- um réttum í bókinni. 128 blaðsíður Forlagið Verð: 2980 kr. MEGRUNí ÁFÖNGUM Martin Katahn Ph.D. Draumur flestra sem vilja megrast er að ná tökum á sjálfum sér á þann veg að þeir megrist og fitni aldrei aftur. Þessi bók byggir á 10 ára rannsóknum við Vanderbilt há- skólann í Bandaríkjunum. Ef fylgt er ráðleggingum sem skýrðar eru í bókinni geta áhrifin verið þyngdar- tap frá 300 til 450 grömm á dag. Handhæg vasaútgáfa af matseðl- um sem taka má úr bókinni og hafa meðferðis til leiðbeininga hvenær sem til þarf að taka. 270 blaðsíður Skjaldborg hf. Verð: 2003 kr. SÚPUR OG POTTRÉTTIR Annette Wolter Charlotta M. Hjaltadóttir íslenskaði Níunda Krydd-matreiðslubókin. Tærar súpur, fínar rjómalagaðar súpur grænmetissúpur og matar- miklir pottréttir. Fjölmargar freist- andi uppskriftir, fljótlegir og ein- faldir hversdagsréttir eða íburðar- miklir veisluréttir. Litmynd fylgir hverri uppskrift, ásamt upplýsing- um um næringargildi réttanna. Uppskriftir prófaðar í tilraunaeld- húsi. 140 blaðsíður Bókaútgáfan Krydd í tilveruna Verð: 1800
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Íslensk bókatíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslensk bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1846

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.