Íslensk bókatíðindi - 01.12.1990, Blaðsíða 45

Íslensk bókatíðindi - 01.12.1990, Blaðsíða 45
Fræðibækur A* HAFRANNSÓKNIR VIÐ ÍSLAND II. Eftir 1937 Jón Jónsson HAFRANNSÓKNIR VIÐ ÍSLAND II. Jón Jónsson Síðara bindi af sögu hafrannsókna við ísland og fjallar um tímabilið 1937 til okkar daga, en fyrra bindi kom út 1988. Höfundur greinir frá helstu þáttum hafrannsókna sl. hálfa öld, s.s. eðlis- og efnafræði sjávar, jarðfræði landgrunnsins, fjallar um þátt plöntu- og dýrasvifs í vistfræði hafsins, hryggleysingja (rækju, humar), alla nytjafiska, hvali og seli. Sagt er frá útfærslu landhelginnar. Fjöldi korta og mynda. 448 blaðsíöur. Bókaútgáfa Menningarsjóðs. Verð: 4200 kr. HEIMUR HÁVAMÁLA Hermann Pálsson í bókinni fjallar kunnur fræðimað- ur, dr. Hermann Pálsson, um hið forna kvæði Hávamál. Þau eru meðal þeirra kvæða, sem íslend- ingar hafa talið sér skylt að lesa, bæði til að kynnast Óðni „hinum háva“ og fræðast um mannleg vandamál af vörum hans. Her- mann telur rétt að lesa kvæðið í Ijósi rita, sem skáldið kunni að hafa numið á sínum tíma. Þetta er fjórða bindi í flokknum íslensk rit- skýring. 300 blaðsíður. Bókaútgáfa Menningarsjóðs. Verð: 2750 kr. SAGA ÍSAFJARÐAR og Eyrarhrepps hins forna Jón Þ. Þór Fjórða og síðasta bindið af ritverki Jóns Þ. Þórs: Saga ísafjarðar og Eyrarhrepps hins forna nær yfir tímabilið frá 1921-1945. Þar er greint frá byggingu bæjarins, harð- vítugum átökum og breytingum á stjórn bæjarmála sem tíðum leiddu til snarpra og íllvígra pólitiskra átaka, skóla- og menningarmál- um, atvinnulífi og margvíslegri fé- lagsstarfsemi bæjarbúa og loks byggð og búendum í Eyrarhreppi á þessu tímabili. 380 blaðsíður. Sögufélag ísfirðinga. Verð 3750 kr. SIÐFRÆÐI PÁLLSKÚLASON SIÐFRÆÐI Páll Skúlason Hvers konar líf er þess virði að því sé lifað? Hvernig getum við tekist á við spillinguna í heiminum? Hvernig tökum við réttar ákvarð- anir? í bókinni er fjallað um þessar erfiðu spurningar á frumlegan og nýstárlegan hátt. Kenningar sem eiga að gagnast fólki til að átta sig á því sem máli skiptir í lífinu og til að gera sér Ijósar skyldur sínar og réttindi. Vandað fræðirit á léttu og lifandi máli og á erindi til alls áhugafólks um betra siðferði. 256 blaðsíður. Rannsóknastofnun í siðfræði / Birtingur Verð: 2500 kr. LIFÐU í GLEÐI Sanaya Roman Lifðu í gleði var „færð“ Sanaya Roman af eilífri veru kærleika og Ijóss sem kallar sig Orin. í bókinni leggur þessi fróði og umhyggju- sami andlegi leiðbeinandi fyrir skipulagða aðferð er gerir okkur kleift að öðlast andlegan þroska sem umbreytir daglegu lífi okkar, hjálþar okkur að efla persónuleg- an styrk og vakna til vitundar um hver við erum. Með þessari bók skipar Sanaya Roman sér á bekk með hæfileikaríkum miðlum eins og Jane Roberts og Edgar Cayce. 192 blaðsíður. Nýaldarbækur. Verð: 2490 kr. LeiðarCjós til auðugra tifs Bók Emmanuels Inngangur eftir BÓK EMMANÚELS Pat Redegast og Judith Stanton Emmanúel er andleg vera sem tal- ar til lesandans í gegnum miðil. í bókinni deilir hann með lesandan- um visku sinni og innsæi um margvíslega þætti lífsins og svarar mörgum áleitnum spurningum um lífið og tilgang þess. Þessi fagur- lega skrifaða og myndskreytta bók verður hjartfólgin hverjum þeim sem njóta vill eða færa vini að gjöf. 288 blaðsíöur. Nýaldarbækur. Verð: 2490 kr. UPPLYSINGIN Á ÍSLANDI Tíu rltgerölr UPPLÝSINGIN Á ÍSLANDI Tíu ritgerðir Ritstjóri: Ingi Sigurðsson Bókin er um áhrif upplýsingarinn- ar, hinnar alþjóðlegu hugmynda- stefnu, á íslandi sem voru mest um 1770-1830. Auk yfirlitsritgerðar ritstjóra, rita hann og átta aðrir fræðimenn um: stjórnsýslu; refsi- löggjöf og réttarfar í sakamálum; atvinnumál; guðfræði og trúarlíf; fræðslumál; fræðafélög og bókaút- gáfu; bókmenntir; sagnfræði; nátt- úruvísindi og landafræði. Bók handa áhugamönnum um íslenska sögu, ekki síst hugmyndasögu. 440 blaðsíður. Hið íslenska bókmenntafélag. Verð: 3500 kr. Lýður Björnsson Steypa lögð Sagt frá mannvirkjum úr steini og steypu steinsmíð rís SAFN n as IÐNSÖGU IsiaaNBA STEYPA LÖGÐ OG STEINSMÍÐ RÍS Safn til iðnsögu íslendinga V Lýður Björnsson Rakin er saga steinsteypunotkun- ar, s.s. í íbúðar- og verslunarhús- um, virkjunum, hafnargörðum, brúm, götum, gangstéttarhellum og rörum. Lýst er m.a. vinnuaðferð- um og verkfærum múrara og brúar- smiða. Hér er lífleg frásögn af bygg- ingarefni sem fyrst var byrjað að nota fyrir u.þ.b. einni öld, en varð fljótt eitt algengasta byggingarefnið og allsráðandi í mannvirkjagerð. Bókin er prýdd fjölda mynda. 281 blaðsíða. Hið íslenska bókmenntafélag. Verð: 3500 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Íslensk bókatíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslensk bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1846

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.