Íslensk bókatíðindi - 01.12.1990, Qupperneq 46

Íslensk bókatíðindi - 01.12.1990, Qupperneq 46
Afí Fræðibækur ‘Þorvaldur Qyífason Almanna- Hafiur I. yfagfraði, stjómmáí og visindi II. 'l’trðóolga, vtrðbótga III. (jtngi kxónunnar ÞV. ‘fjármál ríkisins ‘V. ‘Bankar, ptningar ly ve\tir 'VI, ‘l’innumarkaður ‘Vll. Htvinnuvtgir 'VIII. ‘Lrítnd viðskipti IX. ‘fráútlöndum X. Landshagir og íífskjör ALMANNAHAGUR Þorvaldur Gylfason Safn 75 ritgerða um hagfræði og efnahagsmál. Hér er brugðið birtu á þrálátan efnahagsvanda ís- lensku þjóðarinnar og lesendur vaktir til umhugsunar um það, með hvaða ráðum sé hægt að vinna bug á vandanum til frambúðar. Hér er blandað saman á skemmti- legan og eggjandi hátt skarplegum athugunum fræðimannsins og djörfum tillögum um endurbætur í stjórn efnahagsmála. Bók handa almenningi og athafnamönnum. 458 blaðsíður. Hið íslenska bókmenntafélag. Verð: 3800 kr. Kilja: 3300 kr. MANNGERÐIR Þeófrastos (um 372-287 f.Kr.) fsl. þýð./inngangur eftir Gottskálk Þór Jensson Höf. var grískur heimspekingur. Manngerðir er lýsing á þrjátíu mis- munandi „sérkennum í siðum manna“ sem ekki geta talist til fyr- irmyndar. í örstuttum greinum er útlistað hvað einkennir ólíkindatól- ið, smjaðrarann, blaðrarann, óþokkann, dindilmennið, smásál- ina o.s.frv. í hverjum kafla felst skilgreining á manngerðinni og út- listun á hvernig hægt er að þekkja hana í daglegu lifi. 190 blaðsíður. Hið íslenska bókmenntafélag. Verð: 1500 kr. LOF HEIMSKUNNAR Erasmus frá Rotterdam (1469) ísl. þýð. e. Þröst Ásmundsson og Arthúr B. Bollason, sem einnig ritar inngang Höf. var einn merkasti fræðimaður á sinni tíð. Ritið er skopádeila þar sem heimskan kveður sér hljóðs og rekur hvernig guðir og menn megi þakka henni allt það sem einhvers er virði. Heimskan ríður ekki við einteyming í bókinni en undir býr þó mikilvægur boðskap- ur um fegurra mannlíf og andlega spekt sem hann hefur talið sam- tímann skorta. 213 blaðsíður. Hið íslenska bókmenntafélag. Verð: 1500 kr. ■ i.tniMisniui tðnffKNiArtuoiiw STEPHEN W. HAWKING Saga tímans HID iV I NZK A BÓKMEN.NTAFELAG SAGA TÍMANS Stephen W. Hawking ísl. þýð. e. Guðmund Arnlaugsson m. inng. e. Lárus Thorlacius Höfundur hefur leitt rannsóknir í heimsfræði við Cambridgeháskóla sem m.a. beinast að upphafi al- heims í miklahvelli og endalokum stjarna þegar þær hrynja undan eigin þyngd í svokölluð svarthol. Höf. leitar kenningar sem gæti fellt saman afstæðiskenninguna og skammtafræðina. Tilgátur höf. fela í sér að tíminn eigi sér takmörk og stærð alheimsins sé endanleg. Bókin er skrifuð fyrir almenning. 289 blaðsíður. Hið íslenska bókmenntafélag. Verð: 1500 kr. SAGA ÍSLANDS V BINDI Ritstjóri: Sigurður Líndal Fimmta bindi fjallar einkum um 15. öldina þegar Englendingar gerast mjög umsvifamiklir, en lenda síðan í átökum við Þjóðverja. Danakon- ungi tekst að lokum að tryggja yfir- ráð sín. Sagt er frá eflingu kirkj- unnar, veraldlegum umsvifum hennar, trúarkenningum og menn- ingarstarfi. Loks er það rakið hvernig ísland kemur við sögu landafundanna miklu. Þessu fylgir svo bókmennta- og myndlistar- saga tímabilsins. Mikill fjöldi mynda prýðir bókina. 370 blaðsíður. Hið íslenska bókmenntafélag. Verð: 3500 kr. Skálholt Kirkjur Hid nlcnilu bókmcnntaícLig SKÁLHOLT II Kirkjur Hörður Ágústsson, listmálari Ritið fjallar um allar þekktar kirkjur er stóðu í Skálholti frá öndverðu til 1956. Túlkaðar eru niðurstöður fornleifarannsókna sem þar voru gerðar 1954-58. Sbr. Skálholt I, fornleifarannsóknir útg. 1988. Afl- að er annarra tiltækra heimilda s.s. byggingarleifa, naglfastra muna, Ijós- og vatnslitamynda og áður óbirtra ritheimilda. Á teikning- um höfundar eru flestar kirkjurnar endurgerðar utan og innan. Glæsi- leg bók með 200 myndum og teikningum. Um 300 blaðsíður. Hið íslenska bókmenntafélag. Verð: 4400 kr. Sigmund Freud UNDIR OKI SIÐMENNIN G AR HU> EU>SIU MUl-MrAffUK UNDIR OKI SIÐMENNINGAR Sigmund Freud íslensk þýðing og inngangur eftir Sigurjón Björnsson Aðalrit Freuds um menningarmál og grípur á veigamiklum spurning- um varðandi stöðu mannsins í heiminum sem einstaklings og samfélagsþegns. Maðurinn þráir frelsi en samfélagið gerir kröfur sem skerða frelsi hans. Hér sá Freud grundvöll að sífelldum árekstrum og togstreitu milli manns og samfélags. Fá af ritum Freuds hafa verið meira lesin og meira rædd bæði til lofs og lasts. 87 blaðsíður. Hið íslenska bókmenntafélag. Verð: 1950 kr. YOGI RAMACHARAKA LEIÐ VITSMUNA ■B VP flHHi GNANIYOGA - LEIÐ VITSMUNA Yoga Ramacharaka Þetta er fjórða bókin í ritröð ind- verska sþekingsins Ramacharaka. Yogafræði gefa fólki góð ráð um það, hvernig megi stefna í hæðir til andlegs þroska. Til þess eru raun- ar til margar leiðir. Hér er sérstak- lega fjallað um eina þeirra, sem kallast Gnaniyoga, en það er leið vitsmuna, skynsemi og rökvísi. Þá hugleiða menn og gera sér grein fyrir tilveru og eðli hluta. Við lifum í heimi sem er gerður úr hugarorku. 208 blaðsíður. Fjölvi/Vasa. Kilja: 830 kr.

x

Íslensk bókatíðindi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslensk bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1846

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.