Bókasafnið


Bókasafnið - 01.02.1999, Blaðsíða 11

Bókasafnið - 01.02.1999, Blaðsíða 11
þungamiðja framtíðarsýnar stjórnvalda: „íslendingar verði í fararbroddi þjóða heims við nýtingu upplýsingatækni í þágu bætts mannlífs og aukinnar hagsældar."23 Til þess að þetta geti gengið eftir þarf að skapa öllum bókasöfnum landsins starfs- og rekstrargrundvöll til að leggja sitt af mörkum til að ná ofangreindu markmiði. Skapa þarf nemendum jafnan aðgang að tölvum og þjálfun í upplýsingaleit í tölvuvæddum gagnabönkum. I ritinu / krafti upplýsinga24 er staðfest að „Skólasöfn hafa mikilvægu hlutverki að gegna fyrir skólastarf x upplýsinga- samfélagi." Síðan segir áfram í ritinu: „Mikilvægt er að skólasöfn þróist og gegni hlutverki miðstöðvar upplýsinga- tækni í menntastofnunum." Ennfremur segir þar: „Forgangs- verkefni er að búa skólasöfnin sem fyrst tækjabúnaði og mannskap til að rækja hlutverk sitt sem miðstöð upplýs- inga.“ Þá segir einnig í sama riti: „Skólasafn þarf að vera staðsett í nágrenni við tölvuver skóla til að tengja upplýs- ingatækni og skólasafn þannig að þau myndi eina heild."25 Nái þessi metnaðarfulla framtíðarsýn fram að ganga þýðir það verulega eflingu bókasafna bæði í grunn- og framhalds- skólum og vonandi samtengingu bókasafna og tölvuvera skólanna í virkar upplýsinga- og tölvumiðstöðvar þar sem nemendur hafa meðal annars aðgang að rafrænum gagna- bönkum. I ritinu / krafti upplýsingalb er einnig lýst háleitu hlutverki almenningsbókasafna í upplýsingasamfélaginu. Söfnin eiga meðal annars „að jafna aðstöðu fólks til aðgangs að upplýs- ingum“ og tryggja „almenningi aðgang að tölvubúnaði og upplýsingum á tölvutæku formi.“ Til þess að bókasöfnin geti staðið undir væntingum og komið til móts við þær miklu kröfur sem gerðar eru til þeirra í upplýsingastefnu stjórnvalda þarf að búa þeim fjár- hagslegan grundvöll til að inna þetta mikilvæga og áhuga- verða hlutverk af hendi. Lokaorð Netið er vissulega komið til að vera sem öflugur upplýsinga- miðill en mikilvægt er að notendur séu sér meðvitandi um kosti þess og galla, styrkleika þess og veikleika og öðlist enn- fremur leikni í að fmna og meta þær upplýsingar sem þar eru. Hvað sem öllum töfrum tækninnar líður og nýjum útgáfu- möguleikum á Netinu þá verða eftir sem áður vandaðar og traustar upplýsingar, burtséð frá formi þeirra, sá grunnur sem góð og vönduð upplýsingaþjónusta bókasafna og upp- lýsingamiðstöðva hlýtur að byggjast á ásamt hæfu og vel menntuðu starfsfólki. Aðeins með það veganesti verða bóka- söfnin styrkur bakhjarl sem upplýsingamiðlun og fjölbreytt menningar- og menntunarstarf samfélagsins getur stuðst við. Eftir því sem magn upplýsinganna vex eykst þörfin á að koma kerfisbundnu skipulagi á þær og að gæðagreina þær á öruggan og traustan hátt. Þar kemur þekking bókasafns- og upplýsingafræðinga og annarra starfsmanna bókasafna að góðum notum. Vonandi er að stöðugt fleiri bókasöfn landsins geti brunað á fullri ferð eftir hraðbraut upplýsinganna í framtíðinni, þó sum þeirra séu stödd á aðrein að henni í augnablikinu og bíði eftir tækifæri til að komast inn á hana. Neðanmálsgreinar og tilvísanir 1 Rétt er að benda á að Morgunblaðið nefnir Internetið gjarnan Alnetið, í 3. útg. Tölvuorðasafnstns frá 1998 (Rv., íslensk málnefnd) er aðal- þýðingin hins vegar Lýðnetið. 2 Sbr. grein höfundar: „Fræðslugildi bóka — aðgengi upplýsinga" í 18. árg. Bókasafnsins árið 1994, bls. 17-18. 3 Skammstöfun á Transmission Control Protocol/Internet Protocol. 4 Sbr. Clyde, 1996. 5 Sbr. Youngen, 1998, bls. 456. 6 Sbr. Lesk, 1997, bls. 50. 7 Schrock, sjá vefslóð í heimildalista. 8 Sbr. til dæmis Caruso, 1997, bls. 24-25. 9 Sbr. Resnick, 1997, bls. 54. 10 Sbr. sömu heimild, bls. 56. 11 Sbr. Chilvers, 1998. 12 Stefán Hrafn Hagalín, 1999, bls. 58. 13 Þórdís T. Þórarinsdóttir, 1997, bls. 29. 14 Rennie, 1997, bls. 6. 15 Sbr. Gandhi, 1998, bls. 322. 16 Hsieh-Yee, 1998, bls. 28. 17 Sama heimild. 18 Sbr. Lynch, 1997, bls. 48. 19 Sbr. Palmquist, 1998. 20 Viðmiðunarreglur fyrir val d vefsíðum fyrir bókasöfn (http://www.vefbokasafn.is/vidmidunarreglur.htm), 1998. 21 Margrét Loftsdóttir og Þórdís T. Þórarinsdóttir: Kerfisbundinn efnis- orðalykill (thesaurus) fyrir bókasöfn. Reykjavík, höf., 1996. 22 Sjá ritin: Framtíðarsýn ríkisstjórnar íslands um upplýsingasamfélagið, í krafti upplýsinga og íslenska upplýsingasamfélagið sem öll voru gefin út árið 1996. 23 Framtíðarsýn ríkisstjórnar íslands um upplýsingasamfélagið, 1996, bls. 15. 24 í krafti upplýsinga, 1996, bls. 39. 25 Sama rit, bls. 40. 26 Sama rit, bls. 50-51. Heimildir Barker, P: „Electronic libraries of the future.“ Encyclopedia of library and in- fonnation science. Allen Kent ed. New York: Dekker, 1997, bls. 119-153. Carrigan, Jackie L.: „Evaluating Internet resources.“ Youth services in libraries 10(4)Summer 1997. Caruso, Carol: „Before you cite a site.“ Educational leadership 55(3) Nov. 1997. Chilvers, Alison and John Feather: „The management of digital data. A metadata approach.“ The electronic library 16(6) des. 1998, bls. 365-371. Clyde, Laurel A.: „Heimasíða bókasafna.“ Bókasafnið 20 (júní) 1996, bls. 14- 15. Framtíðarsýn ríkisstjórnar íslands um upplýsingasa?nfélagið. Reykjavík: Ríkis- stjórn íslands, 1996. Gandhi; Subash: „Proliferation and categories of Internet directories. A database of Internet directories.“ Reference & user services quarterly 37(4) Summer 1998, bls. 319-322. Hsieh-Yee, Ingrid: „The retrieval power of selected search engines. How well do they address general reference questions and subject questions.“ The reference librarian 60 1998, bls. 27-47. / krafti upplýsinga. Tillögur menntamdlardðuneytisins um menntun, menningu og upplýsingatækni 1996-1999. Reykjavík: Menntamálaráðuneytið, 1996. fslenska upplýsingasatnfélagið. Álitsgerð starfshópa. Reykjavík: Ríkisstjórn ís- lands, 1996. Leiner, Barry M. (et al.): A brief history of the Internet. Version 3.1 (http://www.isoc.org/internet/history/ brief.html) Feb. 1998. Lesk, Michael: „Going digital." Scientific American 276(3) March 1997, bls. 50-52. Lynch, Clifford: „Searching the Internet." Scientific American 276(3) March 1997, bls. 44-48. Lög um almenningsbókasöfn nr. 36/1997. Oxbrow, Nigel: „Information literacy - the final key to an information soci- ety.“ The electronic library 16(6) Des. 1998, bls. 359-360. Bókasafnið 23. Arg. 1999 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.