Bókasafnið


Bókasafnið - 01.02.1999, Síða 20

Bókasafnið - 01.02.1999, Síða 20
BIBLINK, sem er verkefni fjármagnað af Telematics-áætlun Evrópusambandsins (European Cotnmission's Telematics App- lications Programme). Markmið verkefnisins er að koma á tengsl- um milli þjóðbókasafna og útgef- enda rafræns efnis í þeim tilgangi að vinna að samræmingu á bók- fræðilegri stjórnun sem komi báðum aðilum að gagni.5 I endurskoðuðum skylduskila- 1 lögum Dana, frá 1. janúar 1998, er komið inn ákvæði um skil á rafrænum gögnum. Hjá þeim af- markast skilaskyldan við verk í endanlegri og óbreytanlegri út- gáfu. Innan þessara marka falla til dæmis bækur, blöð og tímarit, einnig óbreytanleg verk á heima- síðum og nettengdir gagna- J grunnar sem eru uppfærðir reglu- lega.6 A tímabilinu frá september 1996 fram í febrúar 1997 unnu ráðuneytin, sem fóru með menn- ingarmál, rannsóknir og mennta- mál, sameiginlega að rannsóknar- verkefni í þeim tilgangi að stofn- að yrði rafrænt bókasafn (DEF = Danmarks Elektroniske Forskningsbibliotek), sem skyldi verða sameiginlegt fyrir öll rannsóknarbókasöfn Danmerkur. Danir telja sig nú þegar hafa tæknilegan grunn til að geta stofnað stórt og fullkomið rafrænt bókasafn, þar sem notendur geti aflað sér upplýsinga af neti óháð því hvar þær eru geymdar. Tilgangur Dana með verkefninu er að hraða og samræma þróun í málefnum bókasafna. Með því vilja þeir stuðla að því að verða meðal brautryðjenda á þessu sviði.7 Hjá Kungliga Biblioteket, þjóðbókasafni Svía, er nýlega hafið þróunarverkefni sem nefnist Kulturarw3; Langsiktigt | bevarande av publicerade dokument. Markmið þessa verkefnis er að gera tilraunir með að safna, varðveita og meðhöndla raf- ræn gögn, sérstaklega þau sem eru með beinlínuaðgangi og eru af slíkri gerð að hægt sé að líta á þau sem útgáfur. Með verkefninu telja Svíar sig vera að leggja grunn að söfnun á rafrænu efni, bæði núlifandi og komandi kynslóða. Þau gögn sem hafa forgang í sænska verkefninu eru ýmsar tegundir texta á miðlum í föstu formi ásamt netútgáfum af blöðum, tímaritum og fréttasíðum. Verkefnið felur einnig í sér tilraunir til að beita sjálfvirkri aðferð í samvinnu við Norræna vefþjóninn við að safna gögnum af neti. Við söfnun á yfirgripsmiklum útgáfum eins og til dæmis heimasíðum þarf að meta hvort hafa skuli stöðuga söfnun í gangi eða taka afrit með ákveðnu millibili og ná þannig sem flestum breyt- ingum sem verða á útgáfunum.8 Hjá rannsóknarbókasöfnum í Finnlandi eru nú í gangi j fjórtán samvinnuverkefni á þessu sviði. Til þriggja þeirra var stofnað af þjóðbókasafni Finna. Árið 1996 hófst vinna við tvö af þeim, annað er nefnt ELEKTRA og hefur meðal ann- ars að markmiði að efla tækni- legan grunn og umhverfi fyrir stafrænar útgáfur, aðgang að þeim á neti og tengsl við útgef- endur. Verkefnið hefur einnig höfundarréttarmál innan sinna vébanda. Hitt verkefnið kallast MUSTI og er áætlað tveggja ára samvinnuverkefni Þjóðbóka- safns, Þjóðskjalasafns, Þjóð- minjasafns og fleiri menningar- stofnana á því sviði, í þeim ti 1- gangi að þróa viðmiðunarreglur við að koma þjóðararfinum, bæði í myndum og textum, í stafrænt form. Á árinu 1997 bættist verkefnið EVA við. Meðal mark- miða þess er að móta aðferðir og tækni til að vinna að aðföngum, skráningu og langtímavarðveislu á netútgáfum.‘J Áform Finna er það sama og Svía, að beita sjálf- virkri aðferð með Norræna vef- þjóninum við að afrita með stuttu millibili sinn hluta Inter- netsins og varðveita hann sem dæmi um hvernig hann leit út á hverjum tíma.10 Oll þessi verkefni eru mjög áhugaverð til frekari athugun- ar, en í heimild minni um finnsku verkefnin eru gefnar upp eftirfarandi slóðir á Interneti til frekari upplýsinga: ELEKTRA (http://linnea.helsinki.fi/elektra) EVA (http://linnea.helsinki.fi/eva) MUSTI (http://linnea.helsinki.fi/musti) Skilgreining á rafrænum gögnum Þegar talað er um rafræna miðla er átt við gögn sem eru gerð á þann hátt að upplýsingarnar, sem þau geyma, eru lesnar úr stafrænum táknum í tölvu. Form þessara miðla er margvís- legt, svo sem disklingar, geisladiskar (CD-ROM), gagna- grunnar af mörgum gerðum og blandað efni sem gefið er út til dreifingar á neti. Upplýsingarnar á þessum miðlum geta verið textar, tal, tónar og myndefni. Sumar af þessum útgáf- um innihalda fleiri en eina tegund efnis (margmiðlunarefni). I þeim tilgangi að auðvelda vinnu við móttöku á þessu efni má flokka það í þrennt með tilliti til eðlis þess. í fyrsta lagi getur verið um að ræða einstakan hlut, til dæmis geisla- disk (CD-ROM), eða stafræna útgáfu á neti. I öðru lagi getur efnið verið óbreytanlegt (statiske) eða breytanlegt (dynamis- ke). í þriðja lagi getur það verið miðlægt (sentraliserte) eða dreift (distributerte). Þegar talað er um óbreytanleg rafræn gögn er átt við gögn sem ekkert breytast eftir að þau hafa verið gefin út, efnið er vistað á sjálfstæðum hlutum eins og geisladiskum og disk- Lýsing úr 14. aldar handriti. Sýnir guðfrœðinginn Boethius með eintak af bók sinni De consolatione philosophiae. 18 Bókasafnið 23. árg. 1999
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Bókasafnið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.