Bókasafnið


Bókasafnið - 01.02.1999, Page 28

Bókasafnið - 01.02.1999, Page 28
Hægt er að tryggja að ritið finnist þó lýsigögnin liggi í eigin gagnagrunni, að minnsta kosti ef treysta má að slóðinni (URL) sé ekki breytt. I Finnlandi, Svíþjóð og Noregi er byrj- að að gefa netútgáfum svokallað URN (Uniform Resource Name). Hvert rit fær þá sitt númer (samanber ISBN-númer- in) og þegar höfundur rits hefur lokið við að leggja inn lýs- ingu sína í þar til gert eyðublað tengist þetta númer ritinu sjálfvirkt og verður hluti af því. Hvar kemur svo Dublin Core inn í þessa umræðu og á hvern hátt er það frábrugðið öðrum skráningarsniðum, svo sem AACR2, óteljandi marksniðum og svo framvegis? Frumkvæðið að Dublin Core kom frá OCLC í mars 1995. Stuart Weibel, mikil eldsál um skipulagningu efnis á Inter- netinu, safnaði saman bókasafnsfræðingum, Internetsérfræð- ingum, flokkunarsérfræðingum og öðrum sem höfðu áhuga, til fundar í Dublin í Ohio. Þar tókst að semja það sem kallað hefur verið Dublin Core eða öllu heldur Dublin Core Meta- data Element Set. I framhaldi af þessum fyrsta fundi hafa verið haldnir fimm fundir (OCLC Metadata Workshops Series) þar sem þetta skráningarsnið hefur verið þróað áfram. Sá síðasti var í Washington í nóvember 1998 og voru þátt- takendur þar 102 frá 13 löndum í fjórum heimsálfum (http://purl.oclc.org/dc/workshops/dc6 conference/index.htm). Þannig hefur Dublín Core orðið nánast alþjóðlegur staðall hjá áhrifamiklum hópum innan bókasafns- og upplýsinga- heimsins. Dublin Core er einfalt, sveigjanlegt og auðskilið skráning- arsnið. Einfaldleikinn felst í fimmtán undirstöðuþáttum uppskriftarinnar. Þessir grunnþættir samsvara í mörgum til- fellum einstökum þáttum í hefðbundinni skráningu (höf- undur, titill, efnisorð o.s.frv.). Sveigjanleiki og gagnsæi skráningarsniðsins felst í þeim möguleika að skilgreina lýsigagnið nánar með undirþáttum og með því að láta atriði sem heyra saman tengjast á svo augljósan hátt að ekki þurfi sérhæfingu skrásetj- arans til að skilja þessi atriði. Hægt er að grófflokka þættina í (1) þá sem snerta efni ritsins, (2) þætti tengda uppruna þess, til að mynda höf- undarrétt og (3) þætti tengda formi ritsins og varanleika. Efnisþcettir Titill (title) Efnisorð (subject) Lýsing á efni (description) Verk sem rafræna formið er dregið af (source) Tungumál (language) Tengsl við önnur gögn (relation) Yfirgrip (tímabil eða land sem gögnin eiga við) (coverage) Upprunaþættir Höfundur (creator) Forlag (publisher) Önnur aðild en höfundaraðild (contributor) Réttur (rights) Hvar og hvernig Dagsetning (date) Tegund gagna (skýrsla, tölfræði) (type) Tækniheiti yfir form gagna (t.d. html, txt) (format) URL eða staðlað númer (URN) (identifier) (http://purl.oclc.org/dc/about/element_set.htm) Ofangreind atriði hafa meðal annars verið umræðuefnið á fundum og er nú jafnvel talað um tvær meginstefnur innan Dublin Core. Annars vegar eru þeir sem vilja hafa hlutina mjög einfalda, hafa undirþættina sem fæsta, þar sem hver undirþáttur gerir bæði „lýsingar“-vinnuna og vélræna túlk- un á lýsigögnum flóknari. Hins vegar eru þeir sem vilja auka sveigjanleikann þannig að forskriftin henti sem flestum sér- þörfum, menningarlegum og efnislegum. Þá fer nú ef til vill að styttast í marksniðið aftur! Dœmi um titil og höfund. META NAME = ,,dc.title” CONTENT = "Lýsigögn”> <META NAME = “DC.creator.name” CONTENT=”Andrea.Jóhannsdóttir”> Augljóst má vera að ef sú hugmyndafræði, sem Stuart Weibel og félagar urðu sammála um í Dublin 1995 og byggðist á einfaldleika og heildarlínum, á að þróast áfram mega skráningarform sem byggjast á henni ekki fara út í of mikil smáatriði. Um þessar mundir er staðan sú að unnið er að ýmsum þró- unarverkefnum um allan heim á þessu sviði. Mjög mörg þeirra byggjast á Dublin Core, svo sem Norræna lýsigagnaverkefnið (http://linnea. helsinki.fi/meta/), BIBLINK (http://www.ukoln.ac.uk/metadata/ BIBLINK/) og DESIRE (http://www.nic. surfnet. nl/surfnet/ projects/desire/desire.html) svo einhver séu nefnd. Yfirlit yfir þessi verkefni finnst undir slóðinni http://purl.oclc.org/ dc/projects/index.htm Dublin Core virðist komast næst því að móta staðal til þess að koma einhverju skipulagi á efni fræðimanna sem birt er á Netinu, að minnsta kosti innan ákveðinna fræðigreina. Hættan er hins vegar sú að gerðar verði svo margar „mállýsk- ur“ sem byggjast á Dublin Core að ekki verði hægt að þýða þær innbyrðis eða yfir í eitt grundvallarsnið. Þeir sem vinna við þróun þessa virðast vera meðvitaðir um hættuna og má því vona að ýmislegt hafi lærst af reynslunni af mismunandi marksniðum. Horfa má tiltölulega björtum augum á að með aukinni færni fræðimanna við að fylla út eyðublöð!skráningar- form, sem byggjast á hinum fimmtán grunnþáttum Dublin Core, finnum við efni frá öllum heiminum á vefnum. Heimildir og fróðlegar slóðir Miller, Paul. „Metadata for the masses.“ Ariadne, 1996(5) http://www.ariadne.ac.uk/issue5/metadata-masses/ Husby, Ole. Metadata. ELAG ‘97, Gdansk, June 18th 1997. http://www. bibsys.no/elag97/metadata.html 26 Bókasafnið 23. Arg. 1999

x

Bókasafnið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.