Bókasafnið


Bókasafnið - 01.02.1999, Page 30

Bókasafnið - 01.02.1999, Page 30
Kristín Ósk Hlynsdóttir Vefsmíði Internerið hóf göngu sína árið 1960. Árið 1989 bylti Veraldarvefurinn (e. World Wide Web) Netinu með tilkomu sinni. Ætlunin er ekki að rekja hér sögu Netsins heldur þykir höfundi hann hafa verið seinn að tileinka sér þessa tækni enda kynntist hann henni ekki fyrr en við upphaf háskólanáms haustið 1995. Þá hóf ég notkun tölvupósts, en það þótti nauðsynlegt til þess að mót- taka skilaboð frá kennurum, fá fréttir af félagslífi nema og ýmislegt fleira. Það var ekki fyrr en haustið þar á eftir sem ég kynntist Veraldarvefnum á námskeiðinu Internet hjá dr. Anne Clyde. Þá vann ég einnar einingar aukaverkefni sem ekki var óaðskiljanlegur hluti af kúrsinum en fólst í gerð vef- síðu. Eftir það var ekki aftur snúið. Áhugi minn á Netinu hefur vaxið mikið síðan og er það vefsíðugerðin sem heillar mig hvað mest. Því er það ekki orðum aukið að ég er himin- lifandi yfir því að vefsíðugerð og notkun Netsins er eins mikill þáttur í mínu daglega starfi og raun ber vitni. Eg hef undanfarin tvö ár starfað á bóka- og skjalasafni Landsvirkjunar, fyrst í hlutastarfi en svo fullu starfi frá útr skrift frá Háskóla Islands síðastliðið sumar. Starf mitt felst meðal annars í yfirumsjón með vinnuhóp um heimanet Landsvirkjunar auk vefstjórnar. Ég annast auk þess framsetn- ingu efnis á heimasíðu fyrirtækisins á Netinu (http://www. lv.is/). Á hverjum degi læri ég eitthvað nýtt af vefsíðu sem ég heimsæki, grein sem ég les eða tölvupósti sem ég fæ. Greinasafnið mitt fyllir nokkra kassa og ég bæti við „Favor- ites“ í vefskoðaranum mínum oft á dag. I þessari grein langar mig að deila með ykkur ýmsu því sem ég hef sankað að mér og sérstaklega því sem ég tel mikilvægt við gerð heimasíðu og/eða upplýsingavefs. Ég tek það fram að miðað við framan- greint verður aðeins unnt að tæpa á nokkrum atriðum. I þessu samhengi vil ég einnig benda lesendum Bókasafnsins sem áhuga hafa á þessu efni á grein dr. Anne Clyde „Heima- síða bókasafna" sem birtist í 20. árgangi árið 1996 (bls. 14- 15) en sú grein hefur að geyma marga gullmola sem ég mæli með að vefarar tileinki sér. Smíði vefsíðu Smíði góðrar vefsíðu lýkur aldrei. Það er vegna þess að meðal þeirra eiginleika sem góð vefsíða hefur er að hún er uppfærð reglulega. Vefstða telst meðal annars góð vegna fjölda heim- sókna sem taldar eru til hennar. Þeir sem merkja hjá sér vef- síðu í „Favorites" í vefskoðaranum Microsoft Internet Ex- plorer eða „Bookmarks" í Netscape gera svo vegna þess að þeir ætla að heimsækja síðuna aftur. Ekki þó endilega vegna þess að þeir eigi von á að finna sömu upplýsingarnar þar aft- ur heldur vegna þess að þeir treysta því að vefsíðunni sé vel við haldið og hún komi til með að hafa nýjar upplýsingar fram að færa við næstu heimsókn. Hér skiptir megin máli að setja uppfærsludagsetningu á vefsíður. Ef gestir sjá hana ekki minnka líkurnar á því að þeir treysti þeim upplýsingum sem vefsíðan hefur að geyma. Annað sem prýðir góða vefsíðu er jafn lítilmótlegt atriði og að hafa ætíð á henni tölvupóstfang ábyrgðaraðila svo gestir geti borið fram fyrirspurnir, komið með tillögur um úrbætur eða almennt lýst skoðun sinni á viðkomandi vefsíðu. Þriðja atriðið í þessari upptalningu minni er regluleg skoðun tenginga. Fátt ergir gesti eins mik- ið og tenging á vefsíðu sem virkar ekki. Nauðsynlegt er því að keyra reglulega skoðun á öllum tengingum og laga eða fjarlægja þær sem virka ekki lengur. Eiginleikar góðrar vefsíðu eru fleiri og hafa fjölmargar bækur og greinar verið skrifaðar um þá bæði í tímaritum og á Netinu. Patrick O’Hannigan, vefstjóri hjá Seagate Software Storage Management Group, ritaði grein í Intranet Journal á Netinu sem nefnist Web Administration Made Easy (http:// www.intranetjournal.com/siteadmin.html). Þar telur hann upp ýmis atriði sem vert er að hafa í huga við gerð og við- hald vefsíðna. Hvað hönnun varðar nefnir hann sex atriði, „The Big Six“, og tel ég mikilvægast það sem hann nefnir fyrst, „Grow or Die“. Þar fjallar hann um að vefsíðurnar verði ávallt að innihalda nýtt efni til að gestir þeirra komi aftur og aftur. I öðru lagi nefnir hann síðutréð sem sé mikilvægt til þess að gestirnir villist ekki. Síðutréð gegnir lykilhlutverki við skipulag upplýsingavefs. Gestirnir verða að geta séð hvar þeir eru og hvert þeir geta farið. Sjötti punktur O’Hannigans er einnig mikilvægur en hann er að læra af þeim vefsíðum sem nú þegar eru á Netinu. Hann spyr til hvers annar mögu- leikinn sé á „View Source“ þar sem við getum skoðað HTML skipanirnar, Java og annað sem notað hefur verið til að útbúa vefsíðuna sem við erum að heimsækja það og það skiptið. Ég hélt fyrirlestur fyrir skömmu fyrir Islandsdeild European Management Assistants sem eru samtök einkaritara. Þar lagði ég einmitt mikla áherslu á að vefsmiðir eyði ekki tíma í að vera sífellt að finna upp hjólið heldur skoði það sem aðrir hafa gert og api það eftir. Síðan getur hver og einn aðlagað og endurhannað vefsíðurnar eftir sínu höfði. 28 Bókasafnið 23. árg. 1999

x

Bókasafnið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.