Bókasafnið


Bókasafnið - 01.02.1999, Side 31

Bókasafnið - 01.02.1999, Side 31
Þarfagreining Þarfagreining er nauðsynlegur þáttur undirbúnings að gerð vefsíðu eða endurskipulagningar hennar. Vorið 1997 gerði ég þarfagreiningu fyrir Upplýsingavef Kópavogs (http://www. kopavogur.is/) og var hún jafnframt BA verkefni mitt í bóka- safns- og upplýsingafræði við Háskóla Islands. Sú þarfagrein- ing fór þannig fram að lagður var spurningalisti fyrir starfs- menn Kópavogsbæjar og voru þeir meðal annars beðnir að tilgreina hvernig þeir teldu að vefsíður Kópavogs gætu auð- veldað þeim störf sín fyrir bæinn. A niðurstöðum þarfagrein- ingarinnar var grunnur Upplýsingavefs Kópavogs byggður. Onnur leið hefur verið farin í því verkefni sem ég vinn að nú sem er umsjón með heimaneti Landsvirkjunar. Settar hafa verið upp vefsíður nokkurra deilda og málaflokka án þess að formleg þarfagrein- ing hafi farið fram. Vinnuhópur um heimanetið hefur samið reglur um skipu- lag og útlit vefsíðna á heimanetinu. Tekin var ákvörðun um að byggja heimanetið upp á málaflokkum f starfsemi Lands- virkjunar í stað þess að vinna út frá skipuriti eða deildum. Verið er að mynda hóp umsjónaraðila vefsíðna en þeir koma til með að setja upp og hafa umsjón með vefsíðum sinna málaflokka. Bókasafnið varð fyrst til að setja sfnar vefsíður upp og voru þær tíu talsins í fyrstu. Erla Árnadóttir bókasafnsfræðing- ur sá um gerð þeirra. Núna eru vefsíðurn- ar 33. Settar hafa verið upp vefsíður vegna tiltekinna málaflokka svo sem fræðslumála og tölvumála og er fyrirséður ör vöxtur heimanetsins þegar umsjónar- aðilar hafa verið þjálfaðir upp. Þarfagreining mun fara fram á vordög- um meðal starfsmanna Landsvirkjunar þar sem þeir verða beðnir um að láta skoðanir sínar í ljós og bera fram óskir um innihald heimanetsins. Framsetning efnis Jakob Nielsen og John Morkes rannsökuðu hvernig fólk „les“ á vefnum og var niðurstaðan sú að fólk les yfirleitt ekki heldur skannar efni á vefsíðum, það er skoðar fyrirsagnir, sér- staklega áberandi texta, les yfir lista og skoðar myndir (http://www.useit.com/papers/webwriting/writing.html). Af 19 þátttakendum í þeim hluta rannsóknarinnar sem hér um ræðir lásu aðeins þrír texta vefsíðunnar frá orði til orðs. Þetta er gott að hafa í huga við skrif texta fýrir vefsíður. Jakob Nielsen (http://www.useit.com/alertbox/9710a.html) segir að þumalputtareglan sé að skrifa fyrir Netið helming þess texta sem annars færi á pappírsform. Nielsen gerði einmitt könnun á heimsóknum á tilteknar vefsíður fyrir og eftir breytingar sem gerðu vefsíðurnar auðveldari aflestrar, með stuttum og hnitmiðuðum texta. Heimsóknir jukust um 159% við breytingarnar og segir það allt sem segja þarf (http://www.useit.com/papers/webwriting/rewriting.html). Það sem mestum árangri skilar er að blanda saman rituðum texta og listum (e. bulleted lists). Einnig hefur verið lögð áhersla á að nóg „loft“ nái að flæða j um vefsíður, það er nóg sé af auðu svæði (e. white space). j Loft á vefsíðum minnir mig á eitt mikilvægasta atriðið við hönnun vefsíðu en það er að fullvissa sig um að sem flestir gestir hennar sjái hana á þann hátt sem ætlast var til við hönnun hennar. Til þess að það takmark náist þarf að skoða síðurnar í mismunandi vefskoðurum, með og án mynda. J Nauðsynlegt er að hafa í huga að skjáir gesta eru stilltir á j mismunandi upplausn. Eg hef minn skjá alltaf stilltan á j 800x600 (í Display Properties), sérstak- lega þegar gerð vefsíðna er annars vegar. Það sem réð úrslitum hjá mér var að við talningu heimsókna á heimanet Lands- virkjunar kom í ljós að meirihluti gesta notar einmitt þá upplausn. Flestir aðrir nota 1024x768 eða meira og er því í fínu lagi að miða við 800x600. Letur Tengingar á vefsíðum (e. links) eru al- mennt undirstrikaðar. Einmitt þess j vegna borgar sig að forðast að undirstrika þar annan texta. Fyrirsagnir og texta, sem þarf að leggja áherslu á, ætti frekar að rita með stærra letri eða feitu. Eg verð j að viðurkenna að ég er ekki hlynnt skáletrunum nema að takmörkuðu leyti j þar sem skáletraður texti kemur einfald- lega ekki nógu vel út á skjá. Blikkandi texti er einnig mjög truflandi og er BLINK-skipunin í HTML ein af þeim sem ég nota aldrei. Mismunandi litir í texta, geta einnig verið ágætir til að leggja áherslu á ákveðin atriði en þó verða menn að fara að öllu með gát. Nota verður liti sem J allir geta séð og til að tryggja það er gott að skoða litalista Lyndu Weinman (http://www.lynda.com/hex.html). Hægt er I að ofnota litaðan texta eins og margt annað og er vert að til- einka sér gott hóf í þeim efnum. „ Siglingafræði“ Við heimsækjum vefsíðu sem tekur yfir meira en eina skjá- mynd hjá okkur. Við færum okkur neðar og neðar á síðuna j og þegar við komum neðst viljum við fara efst á síðuna. Það er engin ör upp. Það er enginn tengill sem segir „efst á síð- una“ eða „to the top". Við neyðumst til að færa músina vinstra megin á skjáinn og nota örvarnar í vefskoðaranum okkar til að færa okkur aftur efst á vefsíðuna. Þetta er vægast sagt hvimleið reynsla sem flestir ef ekki allir gestir vefsíðna á Netinu hafa lent í. Önnur og verri er að finna ekki hnapp eða Fallegur og vel ofinn vegur Bókasafnið 23. árg. 1999 29

x

Bókasafnið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.