Bókasafnið


Bókasafnið - 01.02.1999, Síða 33

Bókasafnið - 01.02.1999, Síða 33
Gyrðir Elíasson Bókasafnið Igluggasyllu hér í kjallaranum hef ég komið upp litlu safni bóka. Þær standa þar og horfa út, þétt saman einsog vinir - og eru vinir. Gluggasyllubókasöfn hafa lengi haft yfir sér einstakan blæ í mínum huga, alveg frá því ég las japanska sögu sem hófst á þennan hátt: „I bernsku átti ég lítið gluggasyllubókasafn, og á rigningardögum sat ég í herberginu mínu og las.“ Eg las reyndar aldrei nema þetta upphaf á sögunni, það var í bókabúð, og keypti ekki bókina þá og svo hafði hún verið seld þegar ég kom og vildi eignast hana til að geta lesið allt um gluggasyllubókasafnið. En nú hef ég sjálfur sett nokkrar bækur í kjallaraglugga. Þarna eru leikrit Tsjekovs, smásögur Sherwood Andersons, Dægradvöl Gröndals, innan um annað lesefni. Bækurnar standa saman, og eru allar vinir mínir. Kvöld núna, eiginlega komin nótt, regn. Áðan ætiaði ég í gönguferð, en hætti við því það rigndi svo mikið. Eg horfi út um kjallaragluggann, yfir bækurnar, sé trén í garðinum bera við götuluktir. Það glitrar á vott og dimmgrænt lauf. Lampi lýsir upp á bókakilina sem bæta mér upp að ég skyldi ekki geta farið út að ganga. Þetta kvöld læt ég mér nægja að renna augum yfir kilina, tek enga bók úr syllunni til að lesa. Mér líður vel í kvöld. í gærkvöldi leið mér ekki eins vel, en þá var ég heldur ekki búinn að koma bókunum fyrir þarna. Ég fór í þetta í morgun. Inni í stofu slær aldargömul klukka. Hún barst mér óvænt íyrir nokkrum dögum; vinur minn flutti til New York og sagðist vilja vita af henni á þolanlegum stað. Að kvöldlagi var bjöllunni hringt og ég fór til dyra og hann var í rökkrinu með klukkuna næstum úr sér gengna í fanginu og rétti mér hana. „Ég vil vita af henni á þolanlegum stað,“ sagði hann. „Hér á hún heima,“ sagði ég og vísaði honum innfyrir. Við festum hana í sameiningu á vegg í litlu stofunni hérna; á milli vatnslitamyndar af lágu fjalli í þokumistri og tréristu af tröllslegri flugu. Ég held að klukkan hafi verið að slá eitt. Nóttin er komin á flugstig með að svæfa allt og alla. Ég teygi mig í gluggann og opna hann svo bækurnar fái ferskt og rakt loft til að anda að sér. Mig grunar að bækur þurfi að anda einsog fólk, og ég held þær þoli betur raka en sagt er. Það er engu líkara en þær mæni hálfdaprar á trén úti í garði; einsog þær rámi í skyldleikann við þau, og andvörp berist frá síðunum að votum trjástofnum og grein- um. Ég fer líka að andvarpa, því mér finnst fólk vera eins og tré sem hreyfast, tré sem hafa týnt rótunum en eru alltaf að leita til moldarinnar. Ég hef óljósa hugmynd um að mannverur séu komnar af trjám sem slitnuðu upp með rótum í trylltum hvirfilstormi fyrir óralöngu - þannig er mín þróunarkenning. Og útfrá þessu skil ég bækurnar í glugganum þegar þær andvarpa svo móða kemur á glerið, og tengist þeim enn fastar. Bráðum ætla ég samt að draga fyrir, slökkva á lampanum og leyfa þeim að hvíla sig á syllunni. Ég gæti vikið til upphafinu á japönsku sögunni og haft það bara fyrir mig: „Um þrítugt kom ég upp litlu glugga- syllubókasafni í kjallara, og margar rigningarnætur lá ég í herberginu mínu og svaf.“ Nú slokknar á lampanum. (Tregabornið. Mál og menning, 1993) Bókasafnið 23. Arg. 1999 31
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Bókasafnið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.