Bókasafnið


Bókasafnið - 01.02.1999, Side 48

Bókasafnið - 01.02.1999, Side 48
lega pláss fyrir fleiri bækur. Lagt var til að keypt yrði lóð og byggingar austan safnsins en undir það var ekki tekið. Það var þá sem Panizzi kom með þá snjöilu hugmynd að byggja skyldi hringlaga lestrarsal með 500 lessætum og bóka- geymsiur fyrir milljón bindi í hverju horni inni í fernings- laga garðinum í miðju safninu. Hugmyndin varð að veru- leika. Þann 2. maí 1857 var byggingin vígð. Þetta var há- punkturinn á ferli Panizzis. Hann hafði árið 1856 tekið við embætti yfirmanns safnsins sem hann gegndi til 1866. Það er ekki einungis að Panizzi eigi hinn glæsilegasta starfsferil sem bókavörður heldur munu fáir opinberir emb- ættismenn hvar sem er í heiminum komast með tærnar þar sem hann hafði hælana. Það er okkur sem nú fáumst við bókavörslu mikill heiður að hafa haft slíkan mann í starfs- stéttinni. Lokaorð Þeir sem halda að hefðbundin bókasöfn og bókaverðir eigi ekki nokkra framtíð vita fæstir hversu glæsilega fortxð bóka- safnsfræðin á. Þeir vita ekki heldur að bókasafnsfræðin hefur leyst alls kyns vandamál sem upp hafa komið á liðnum öld- um og árþúsundum, jafnvel þegar menn rituðu á leirtöflur, löngu áður en codex-bókin leit dagsins ljós. A fyrstu öld bókaprentunar þegar útgáfustarfsemin var jafnstjórnlaus og nú er á fyrsta áratug vefútgáfu - þegar hver sem er getur gef- ið út á Netinu hvað sem er og nefnt það hverju nafni sem er - var lagður sá grunnur að bókfræði nútímans sem hvarvetna er byggt á, líka þegar verið er að reyna að ná bókfræðilegum tökum á vefskjölum með metadata-stöðlum og öðrum að- ferðum. Og uppbygging safnkosts í stóru miðsafni er jafn- mikilvæg nú á dögum eins og fyrir 150 árum. Hinn mikli rafræni upplýsingaforði nútímans, góður eða slæmur, er dreifður um allar jarðir, og söfnunar-, skráningar- og varð- veisluhlutverkinu ekki sinnt formlega af neinum aðila. Mikil hætta er á að stór hluti þessara upplýsinga hverfi algerlega eða verði óaðgengilegar innan fárra ára ef ekki er brugðist við hið fyrsta. Bókasafnsfræði á ekki einungis glæsilega fortíð, hún á sér mikla framtíð fyrir höndum. Grein þessi er byggð á fyrirlestri sem ég hélt fyrir bókasafnsfræðinema á 1. ári við Lundarháskóla 12. febrúar 1998. English Summary Librarianship of the Past and the Present In this article the author looks to former times to discover the foundation of modern librarianship. Although we still have far to go in the field of in- formation technology, the author contends that without the bibliographical groundwork done by previous centuries’ librarians, electronic information retrieval would not be as advanced as it is today. To support his contention the author describes the ancient library at Ebla in Syria, gives an account of the bibliographical work of Konrad Gesner and ends by recounting aspects of former librarian of the British Library, Antonio Panizzi’s work. The article begins by describing the library at Ebla. This library is the oldest known library in the world. It is interesting not only because of the large amount of cuneiform tablets which were found there but also because it gives us a good idea of what library services were like 4.500 years ago. The tablets were classified and shelved accordingly; the library was also a centre for scientific research. The Swiss naturalist, Konrad Gesner, has been called the first modern bibliographer. His bibliography, Bibliotheca univer- salis, is renowned throughout the library world. His solutions to various bibliographic problems are still considered useful in many ways. Antonio Panizzi reorganised the British Library turning it into the great library it is today. Librarianship has a glorious past and can certainly look forward to a glorious future. ÁA HANDBOKBAND Ársæll Þ. Árnason bókbindari Hjarðarhaga 24, 107 Reykjavík Sími og faxnúmer: 551-2691 46 Bókasafnið 23. Arg. 1999

x

Bókasafnið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.