Bókasafnið


Bókasafnið - 01.02.1999, Page 52

Bókasafnið - 01.02.1999, Page 52
Þjónustumiðstöð bókasafna 20 ára 1978-1998 jónustumiðstöð bókasafna var stofnuð með und- irskrift stjórna Bókavarðafélags Islands og Fé- lags bókasafnsfræðinga 24. júlí 1978 og síðan með staðfestingu forseta Islands á skipulagsskrá 9- ágúst sama ár. Á afmælisárinu hefur ýmislegt verið gert til að minnast þessara tímamóta, meðal annars var Hér og nú, auglýsinga- stofa, fengin til að hanna merki Þjónustumiðstöðvar. Var merkið sett á ráðstefnutöskur sem dreift var til landsfundar- gesta í haust. Starfshópur, sem í voru Helga Jónsdóttir, Marta Richter, Erna Egilsdóttir og Nanna Bjarnadóttir, undirbjó afmælishá- tíð Þjónustumiðstöðvar sem leynilega uppákomu á lands- fundi bókavarða í Munaðarnesi 26. september. Veislan undirbúin. Vrá vinstri: Nanna Bjarnadóttir, Erna Egilsdóttir, Hulda Björk Þorkelsdóttir og Regítia Eiríksdóttir. Regína stillir landsfundarnefndinni upp til ab hlýða á óvœntan söng. Þcer Hulda, Ntarta og Pálína vita ekkert hvað stendur til. Langferðabílar fluttu landsfundargesti síðdegis á laugardag út í óvissuna, sem reyndist vera Paradísarlaut, skammt frá Glanna í Norðurá, þar sem veitingar biðu gesta. Pálína Jóns- dóttir flutti stutt ávarp og sunginn var gamansamur afmæl- isbragur um fröken ÞM eftir Nönnu Bjarnadóttur við undir- leik Steinunnar Pálsdóttur á harmóníku og vísur um lands- fundarnefndina, þær Mörtu, Pálínu og Huldu Björk Þorkels- dóttur. Haldið var áfram að syngja og njóta veitinga í yndislegu veðri fram til klukkan sex og virtust afmælisgestir skemmta sér hið besta. Söngtríóið, harmóníkuleikarinn og textahöfundur. Talið frá vinstri: Stein- unn Pálsdóttir, Helga Jónsdóttir, Nanna Bjarnadóttir, Sigurður Vigfús- son og Anna Jensdóttir. Afmcelisgestir í Paradísarlaut. 50 Bókasafnið 23. árg. 1999

x

Bókasafnið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.